Aston Villa búið að eyða nítján milljörðum meira en Liverpool í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2019 09:30 Mohamed Salah hjá Liverpool. Getty/David S. Bustamante Aston Villa er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir þriggja ára fjarveru. Félagið ætlar ekki niður aftur og hefur eytt miklum peningi í nýja leikmenn í sumarglugganum. Bleacher Report Football tók saman stöðuna á eyðslu liðanna í ensku úrvalsdeildinni nú þegar aðeins tæpar tvær vikur eru eftir þagnað til félagsskiptaglugginn lokast. Eftir 8. ágúst næstkomandi mega ensku úrvalsdeildarfélögin ekki kaupa sér nýja leikmenn fyrr en í byrjun janúar á næsta ári. Mörg félaganna tuttugu hafa verið frekar róleg en það má búast við að líf færist í leikinn næstu daga þegar tímapressan er farin að reka félögin áfram. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna á eyðslunni eins og Bleacher Report Football reiknaði hana í gær.Aston Villa lead the way in Premier League spending pic.twitter.com/fGoXBNdO0U — B/R Football (@brfootball) July 28, 2019Aston Villa hefur eytt langmestum peningi en Leicester City er í öðru sæti. Englandsmeistarar Manchester City og Tottenham eru ekki langt á eftir Leicester mönnum. West Ham er síðan á undan Manchester United sem er í sjötta sæti þessa lista. Það er vanalegt að sjá Manchester City þarna svona ofarlega en Tottenham er loksins farið að eyða aftur í nýja leikmenn eftir að hafa sleppt úr tveimur félagsskiptagluggum í röð. Íslendingaliðin Everton og Burnley eru bæði fyrir neðan miðju í eyðslu. Everton (Gylfi Þór Sigurðsson) er í 12. sæti og Burnley (Jóhann Berg Guðmundsson) er í 16. sætinu. Það sem vekur kannski mesta athygli er að Evrópumeistarar Liverpool eru í nítjánda og næst neðsta sætið. Það er aðeins Norwich City, mótherji Liverpool í fyrstu umferðinni, sem hefur eytt minna. Samkvæmt samantekt Bleacher Report Football hefur Liverpool aðeins eytt 1,36 milljónum dollara í nýja leikmenn en félagið keypti hollenska miðvörðinn Sepp van den Berg frá PEC Zwolle. Þetta þýðir jafnframt það að Aston Villa hefur eytt 155,8 milljónum dollara meira í nýja leikmenn í sumar en Liverpool en það eru meira en nítján milljarðar í íslenskum krónum. Enski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira
Aston Villa er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir þriggja ára fjarveru. Félagið ætlar ekki niður aftur og hefur eytt miklum peningi í nýja leikmenn í sumarglugganum. Bleacher Report Football tók saman stöðuna á eyðslu liðanna í ensku úrvalsdeildinni nú þegar aðeins tæpar tvær vikur eru eftir þagnað til félagsskiptaglugginn lokast. Eftir 8. ágúst næstkomandi mega ensku úrvalsdeildarfélögin ekki kaupa sér nýja leikmenn fyrr en í byrjun janúar á næsta ári. Mörg félaganna tuttugu hafa verið frekar róleg en það má búast við að líf færist í leikinn næstu daga þegar tímapressan er farin að reka félögin áfram. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna á eyðslunni eins og Bleacher Report Football reiknaði hana í gær.Aston Villa lead the way in Premier League spending pic.twitter.com/fGoXBNdO0U — B/R Football (@brfootball) July 28, 2019Aston Villa hefur eytt langmestum peningi en Leicester City er í öðru sæti. Englandsmeistarar Manchester City og Tottenham eru ekki langt á eftir Leicester mönnum. West Ham er síðan á undan Manchester United sem er í sjötta sæti þessa lista. Það er vanalegt að sjá Manchester City þarna svona ofarlega en Tottenham er loksins farið að eyða aftur í nýja leikmenn eftir að hafa sleppt úr tveimur félagsskiptagluggum í röð. Íslendingaliðin Everton og Burnley eru bæði fyrir neðan miðju í eyðslu. Everton (Gylfi Þór Sigurðsson) er í 12. sæti og Burnley (Jóhann Berg Guðmundsson) er í 16. sætinu. Það sem vekur kannski mesta athygli er að Evrópumeistarar Liverpool eru í nítjánda og næst neðsta sætið. Það er aðeins Norwich City, mótherji Liverpool í fyrstu umferðinni, sem hefur eytt minna. Samkvæmt samantekt Bleacher Report Football hefur Liverpool aðeins eytt 1,36 milljónum dollara í nýja leikmenn en félagið keypti hollenska miðvörðinn Sepp van den Berg frá PEC Zwolle. Þetta þýðir jafnframt það að Aston Villa hefur eytt 155,8 milljónum dollara meira í nýja leikmenn í sumar en Liverpool en það eru meira en nítján milljarðar í íslenskum krónum.
Enski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira