Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2019 14:00 Hér til vinstri má sjá skjáskot af færslu frá samtökunum Ban Trophy Hunting. Myndin er tekin af vefsíðu Björns og er úr ferð á vegum fyrirtækis hans, The Icelandic Hunting Club. Mynd/samsett Eigandi íslensks fyrirtækis sem býður upp á skotveiðiferðir segir haturspóstum frá erlendum dýraverndunarsinnum nú rigna yfir sig eftir að mynd, sem sýnir lundaveiðimenn í ferð á vegum fyrirtækisins, var birt á vinsælli Facebook-síðu og tekin til umfjöllunar í breskum fjölmiðlum. Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara.450 þúsund fyrir að skjóta lunda Samtökin Ban Trophy Hunting, sem berjast gegn svokallaðri sportveiði víða um heim, hafa undanfarna daga birt myndir af veiðimönnum sem stilla sér upp með lundum sem þeir hafa skotið. Að minnsta kosti ein mynd sem samtökin hafa birt er tekin í lundaveiðiferð á vegum íslenska fyrirtækisins The Icelandic Hunting Club. Breskir fjölmiðlar tóku málið til umfjöllunar um helgina, þar á meðal miðlarnir Telegraph og Mirror, en í sunnudagsblaði Telegraph í gær var fullyrt að breskir veiðimenn greiði allt að þrjú þúsund pund, eða um 450 þúsund krónur, fyrir veiðiferðir til Íslands. Þar veiði þeir lunda í stórum stíl og fari með aflann heim til Bretlands, þrátt fyrir aðgerðir breskra yfirvalda til að sporna við útrýmingu lundastofnsins þar í landi.Forsætisráðherrafrúin blandaði sér í málið Í fréttunum var iðja veiðimannanna harðlega gagnrýnd. Þá var rætt við forsvarsmenn dýraverndunarsamtaka og stjórnmálamenn sem kölluðu eftir því að Theresa Villiers umhverfisráðherra Bretlands banni innflutning á lundum sem skotnir eru í slíkum ferðum. Carrie Symonds, almannatengill og kærasta Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, blandaði sér einnig í málið og sagðist ekki skilja hvernig nokkur gæti fengið af sér að skjóta lunda í færslu sem hún birti á Twitter í gær, og vísaði þar í umfjöllun Telegraph.Saw a puffin for the first time last month. Was so excited. They are far smaller than I expected but you can't miss them with their amazing rainbow bills. I also found out that a baby puffin is called a puffling . Just can't understand why anyone would want to shoot them. Mad. pic.twitter.com/RwuzCkZu6z— Carrie Symonds (@carriesymonds) July 28, 2019 Á vef Náttúrufræðistofnunar er lundinn, sem er algengasti fugl á Íslandi, skráður á válista sem tegund í bráðri hættu hér á landi. Erpur Snær Hansen forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands áætlar að íslenski lundastofninn sé um tvær milljónir varppara, þ.e. um fjórar milljónir fugla. Þá er ungfugl ótalinn. Hann bendir á að stofninn hafi farið minnkandi síðan árið 2003 en jákvæðar fréttir séu þó að berast úr nýrri talningu: nú stefni í besta lundavarpár í áratug. Lundaveiðar eru jafnframt heimilar á Íslandi frá 1. september til 25. apríl en tímabilið var áður til 10. maí. Samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun voru veiddir 25.539 lundar á Íslandi árið 2017. 1. júlí til 15. ágúst má aðeins háfa lundann, og það á svæðum sem háð eru takmörkunum um hlunnindi. Tölurnar eru ekki sundurliðaðar eftir því hvernig lundinn er veiddur, þ.e. veiddur í háf eða skotinn, en samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er mikill meirihluti fangaður með háfi.Verið að höfða til „ægilegrar dramatíkur“ Björn Leví Birgisson, eigandi The Icelandic Hunting Club, hefur sjálfur skotið lunda í fimmtíu ár að eigin sögn. Hann segir í samtali við Vísi að eftir að veiðitímabilið var stytt fari hann með einn til tvo hópa á lundaveiðar á ári á vegum fyrirtækis síns, miðað við þrjá til fimm hópa áður. Þeir sem sæki í lundaferðirnar séu aðallega Bandaríkjamenn og fuglasafnarar frá Möltu og Ítalíu. „Við erum að skjóta kannski svona 200 fugla samtals yfir vorið, mínir menn. Þannig að það er dropi í hafið,“ segir Björn. Undanfarna daga hafi dýraverndunarsinnar þó látið reiðipóstum rigna yfir forsvarsmenn fyrirtækisins. Að minnsta kosti ein mynd sem birt var á Facebook-síðu Ban Trophy Hunting er tekin af heimasíðu Björns. „Ég er að fá fullt af haturstölvupóstum út af þessu,“ segir Björn. „Það sem er verið að fullyrða í þessum tölvupóstum, að ég sé að útrýma lundastofninum, það er náttúrulega mesta öfugmælavísa sem hægt er að kveða. Það er verið að höfða til einhverrar ægilegrar dramatíkur hjá fólki vegna þess að fuglinn er svo fallegur.“ Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun þarf erlendur veiðimaður sem vill veiða hér á landi að sækja um veiðikort hjá stofnuninni. Mörg fordæmi eru fyrir því en viðkomandi þarf að hafa byssuleyfi, veiðikort í sínu landi og hafa íslenskan meðmælanda. Ekki er ljóst hvort fréttaflutningur breskra miðla um helgina muni draga dilk á eftir sér. Haft er eftir Roger Gale, þingmanni breska Íhaldsflokksins og formanni dýraverndunarsamtakanna Conservative Animal Welfare Foundation, í frétt Telegraph, að hann sé mikill andstæðingur umræddra lundaveiða. Gale er jafnframt formaður Bretlands í Evrópuráðsþinginu og kveðst ætla að vekja máls á lundaveiðunum við fulltrúa Íslands í þinginu. Aðalmenn Íslands í Evrópuráðsþinginu eru þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Bergþór Ólason. Bretland Dýr Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Eigandi íslensks fyrirtækis sem býður upp á skotveiðiferðir segir haturspóstum frá erlendum dýraverndunarsinnum nú rigna yfir sig eftir að mynd, sem sýnir lundaveiðimenn í ferð á vegum fyrirtækisins, var birt á vinsælli Facebook-síðu og tekin til umfjöllunar í breskum fjölmiðlum. Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara.450 þúsund fyrir að skjóta lunda Samtökin Ban Trophy Hunting, sem berjast gegn svokallaðri sportveiði víða um heim, hafa undanfarna daga birt myndir af veiðimönnum sem stilla sér upp með lundum sem þeir hafa skotið. Að minnsta kosti ein mynd sem samtökin hafa birt er tekin í lundaveiðiferð á vegum íslenska fyrirtækisins The Icelandic Hunting Club. Breskir fjölmiðlar tóku málið til umfjöllunar um helgina, þar á meðal miðlarnir Telegraph og Mirror, en í sunnudagsblaði Telegraph í gær var fullyrt að breskir veiðimenn greiði allt að þrjú þúsund pund, eða um 450 þúsund krónur, fyrir veiðiferðir til Íslands. Þar veiði þeir lunda í stórum stíl og fari með aflann heim til Bretlands, þrátt fyrir aðgerðir breskra yfirvalda til að sporna við útrýmingu lundastofnsins þar í landi.Forsætisráðherrafrúin blandaði sér í málið Í fréttunum var iðja veiðimannanna harðlega gagnrýnd. Þá var rætt við forsvarsmenn dýraverndunarsamtaka og stjórnmálamenn sem kölluðu eftir því að Theresa Villiers umhverfisráðherra Bretlands banni innflutning á lundum sem skotnir eru í slíkum ferðum. Carrie Symonds, almannatengill og kærasta Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, blandaði sér einnig í málið og sagðist ekki skilja hvernig nokkur gæti fengið af sér að skjóta lunda í færslu sem hún birti á Twitter í gær, og vísaði þar í umfjöllun Telegraph.Saw a puffin for the first time last month. Was so excited. They are far smaller than I expected but you can't miss them with their amazing rainbow bills. I also found out that a baby puffin is called a puffling . Just can't understand why anyone would want to shoot them. Mad. pic.twitter.com/RwuzCkZu6z— Carrie Symonds (@carriesymonds) July 28, 2019 Á vef Náttúrufræðistofnunar er lundinn, sem er algengasti fugl á Íslandi, skráður á válista sem tegund í bráðri hættu hér á landi. Erpur Snær Hansen forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands áætlar að íslenski lundastofninn sé um tvær milljónir varppara, þ.e. um fjórar milljónir fugla. Þá er ungfugl ótalinn. Hann bendir á að stofninn hafi farið minnkandi síðan árið 2003 en jákvæðar fréttir séu þó að berast úr nýrri talningu: nú stefni í besta lundavarpár í áratug. Lundaveiðar eru jafnframt heimilar á Íslandi frá 1. september til 25. apríl en tímabilið var áður til 10. maí. Samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun voru veiddir 25.539 lundar á Íslandi árið 2017. 1. júlí til 15. ágúst má aðeins háfa lundann, og það á svæðum sem háð eru takmörkunum um hlunnindi. Tölurnar eru ekki sundurliðaðar eftir því hvernig lundinn er veiddur, þ.e. veiddur í háf eða skotinn, en samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er mikill meirihluti fangaður með háfi.Verið að höfða til „ægilegrar dramatíkur“ Björn Leví Birgisson, eigandi The Icelandic Hunting Club, hefur sjálfur skotið lunda í fimmtíu ár að eigin sögn. Hann segir í samtali við Vísi að eftir að veiðitímabilið var stytt fari hann með einn til tvo hópa á lundaveiðar á ári á vegum fyrirtækis síns, miðað við þrjá til fimm hópa áður. Þeir sem sæki í lundaferðirnar séu aðallega Bandaríkjamenn og fuglasafnarar frá Möltu og Ítalíu. „Við erum að skjóta kannski svona 200 fugla samtals yfir vorið, mínir menn. Þannig að það er dropi í hafið,“ segir Björn. Undanfarna daga hafi dýraverndunarsinnar þó látið reiðipóstum rigna yfir forsvarsmenn fyrirtækisins. Að minnsta kosti ein mynd sem birt var á Facebook-síðu Ban Trophy Hunting er tekin af heimasíðu Björns. „Ég er að fá fullt af haturstölvupóstum út af þessu,“ segir Björn. „Það sem er verið að fullyrða í þessum tölvupóstum, að ég sé að útrýma lundastofninum, það er náttúrulega mesta öfugmælavísa sem hægt er að kveða. Það er verið að höfða til einhverrar ægilegrar dramatíkur hjá fólki vegna þess að fuglinn er svo fallegur.“ Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun þarf erlendur veiðimaður sem vill veiða hér á landi að sækja um veiðikort hjá stofnuninni. Mörg fordæmi eru fyrir því en viðkomandi þarf að hafa byssuleyfi, veiðikort í sínu landi og hafa íslenskan meðmælanda. Ekki er ljóst hvort fréttaflutningur breskra miðla um helgina muni draga dilk á eftir sér. Haft er eftir Roger Gale, þingmanni breska Íhaldsflokksins og formanni dýraverndunarsamtakanna Conservative Animal Welfare Foundation, í frétt Telegraph, að hann sé mikill andstæðingur umræddra lundaveiða. Gale er jafnframt formaður Bretlands í Evrópuráðsþinginu og kveðst ætla að vekja máls á lundaveiðunum við fulltrúa Íslands í þinginu. Aðalmenn Íslands í Evrópuráðsþinginu eru þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Bergþór Ólason.
Bretland Dýr Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira