Fyrirtæki sem nota Facebook-tengjur bera ábyrgð á gögnum Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 16:41 Fyrirtæki sem reka vefsíður eru talin bera sameiginlega ábyrgð á upplýsingum sem Facebook-tengjur safna um notendur. Vísir/EPA Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að fyrirtæki sem notast við tengjur frá Facebook beri sameiginlega ábyrgð á gögnum notenda sem eru framseld til samfélagsmiðlarisans. Fjöldi fyrirtækja notar Facebook-tengjur á vefsíðum sínum, þar á meðal hnapp til að líka við síðurnar. Þýsk neytendasamtök höfðuðu mál gegn netverslunarfyrirtækinu Fashion ID sem þau töldu hafa brotið persónuverndarlög með því að hafa svonefndan „like“-hnapp á vefsíðu sinni. Dómstóll í Þýskalandi leitaði álits Evrópudómstólsins sem taldi Fashion ID og Facebook deila ábyrgð á gögnum viðskiptavinanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Engu að síður taldi dómstóllinn þýska fyrirtækið ekki bera ábyrgð á því sem Facebook gerði við persónuupplýsingarnar þegar það hefði fengið þær í hendur. Facebook segir úrskurðinn skýra betur hvaða reglur gildi um tengjur [e. Plug-in] sem fyrirtækið telur mikilvægan hluta alnetsins. Stærstu samtök tæknifyrirtækja í Þýskalandi telja úrskurðinn leggja byrðar á herðar vefsíðueigenda. Allar vefsíður sem hafi samfélagsmiðlatengjur neyðist til þess að gera gagnasamninga við notendur eða þurfa að axla ábyrgð á gögnum sem Facebook safnar um notendur. Facebook Persónuvernd Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að fyrirtæki sem notast við tengjur frá Facebook beri sameiginlega ábyrgð á gögnum notenda sem eru framseld til samfélagsmiðlarisans. Fjöldi fyrirtækja notar Facebook-tengjur á vefsíðum sínum, þar á meðal hnapp til að líka við síðurnar. Þýsk neytendasamtök höfðuðu mál gegn netverslunarfyrirtækinu Fashion ID sem þau töldu hafa brotið persónuverndarlög með því að hafa svonefndan „like“-hnapp á vefsíðu sinni. Dómstóll í Þýskalandi leitaði álits Evrópudómstólsins sem taldi Fashion ID og Facebook deila ábyrgð á gögnum viðskiptavinanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Engu að síður taldi dómstóllinn þýska fyrirtækið ekki bera ábyrgð á því sem Facebook gerði við persónuupplýsingarnar þegar það hefði fengið þær í hendur. Facebook segir úrskurðinn skýra betur hvaða reglur gildi um tengjur [e. Plug-in] sem fyrirtækið telur mikilvægan hluta alnetsins. Stærstu samtök tæknifyrirtækja í Þýskalandi telja úrskurðinn leggja byrðar á herðar vefsíðueigenda. Allar vefsíður sem hafi samfélagsmiðlatengjur neyðist til þess að gera gagnasamninga við notendur eða þurfa að axla ábyrgð á gögnum sem Facebook safnar um notendur.
Facebook Persónuvernd Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira