Fái ekki að setja fé í innlán í Seðlabankann Hörður Ægisson skrifar 10. júlí 2019 08:15 Már Guðmundsson lætur af embætti seðlabankastjóra í næsta mánuði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Vinna stendur nú yfir innan Seðlabanka Íslands, samkvæmt heimildum Markaðarins, sem miðar að því að Íbúðalánasjóði verði ekki lengur heimilt að ráðstafa lausu fé sjóðsins til fjárfestinga í bundnum innlánum í Seðlabankanum. Þess í stað þyrfti Íbúðalánasjóður þá að leita annarra fjárfestingakosta, meðal annars í innlánsreikningum í viðskiptabönkunum, sértryggðum skuldabréfum bankanna og ríkisskuldabréfum. Innlán sjóðsins í Seðlabankanum nema í dag samtals hátt í hundrað milljörðum króna. Markmiðið með þessum breytingum, sem væntingar eru um að geti orðið að veruleika innan fárra vikna og væru í reynd ígildi aukins peningamagns í umferð, eru einkum að reyna að auka framboð af lánsfjármagni á fjármálamarkaði. Lausafjárstaða stóru bankanna í krónum hefur versnað mjög á síðustu mánuðum og misserum, en fjármálastöðugleikaráð sá ástæðu til að vekja sérstaklega athygli á þeirri þróun í síðustu fundargerð sinni. Viðmælendur Markaðarins innan bankakerfisins segja að vegna þröngrar lausafjárstöðu hafni þeir nú í fleiri tilfellum en áður að fjármagna verkefni sem þeir hefðu að öðrum kosti kosið að fjármagna. Bankarnir vilji ekki að lausafjárhlutfall þeirra í krónum verði lægra. Vextir á sjö daga bundnum innlánum í Seðlabankanum, sem eru iðulega nefndir meginvextir bankans, eru í dag 3,75 prósent en vextir Seðlabankans hafa verið lækkaðir um samanlagt 0,75 prósentur á síðustu tveimur mánuðum. Í árslok 2018 námu innlán Íbúðalánasjóðs í Seðlabankanum um 68 milljörðum en samkvæmt heimildum Markaðarins hafa þau aukist talsvert sem af er árinu og nema nú hátt í hundrað milljörðum. Hið mikla lausafé sem sjóðurinn er með bundið á innlánsreikningum í Seðlabankanum, og hefur aukist verulega síðustu ár, er í raun peningamagn sem hefur verið tekið úr umferð. Vaxtalækkanir skila sér illa Vinna Seðlabankans miðar þess vegna að því, að sögn þeirra sem þekkja vel til, að með því að heimila ekki lengur Íbúðalánasjóði að ávaxta þetta fé á innlánsreikningum í Seðlabankanum heldur að beina því í aðra fjárfestingakosti, eins og í innlán í viðskiptabönkunum, væri það til þess fallið að bæta lausafjárstöðu bankanna og um leið auka útlánagetu þeirra. Þá væri það eins til þess að lækka vexti á markaði ef þessir fjármunir myndu að hluta til leita í fjárfestingar í ríkisskuldabréfum eða sértryggðum skuldabréfum bankanna. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa dregist saman um tugi prósenta síðustu ár og fór lausafjárhlutfall þeirra allra undir 100 prósent í lok síðasta árs. Í lok fyrsta ársfjórðungs var hlutfallið lægst hjá Landsbankanum, 46 prósent, 93 prósent hjá Íslandsbanka og 106 prósent í tilfelli Arion banka. Til samanburðar var sambærilegt hlutfall á bilinu 90 til 193 prósent á árinu 2016. Í nýlegri skýrslu hagfræðideildar Landsbankans um stöðu íslensku viðskiptabankanna er bent á að lágt lausafjárhlutfall bankanna þýði að þeir muni hafa takmarkað svigrúm til þess að stækka útlánasöfn sín. „Reglur um lausafé eru nú að okkar mati orðnar meira hamlandi fyrir lánavöxt og arðgreiðslur en eiginfjárkröfur,“ segir í skýrslu hagfræðideildarinnar. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, sagði í samtali við Markaðinn síðasta miðvikudag að „háar eiginfjár- og lausafjárkröfur, auk arðsemi bankanna, gerðu það að verkum að aðgerðir til þess að lækka vexti, til að mynda rýmkun heimilda til þess að eiga veðlánaviðskipti við Seðlabankann, skila sér ekki í eins miklum mæli og annars væri.“ Nýleg breyting á reglum Seðlabankans sem felur í sér að sértryggð skuldabréf bankanna eru nú orðin hæf til trygginga í endurhverfum viðskiptum þeirra við Seðlabankann sé afar jákvætt skref en marki þó engin tímamót. hordur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Vinna stendur nú yfir innan Seðlabanka Íslands, samkvæmt heimildum Markaðarins, sem miðar að því að Íbúðalánasjóði verði ekki lengur heimilt að ráðstafa lausu fé sjóðsins til fjárfestinga í bundnum innlánum í Seðlabankanum. Þess í stað þyrfti Íbúðalánasjóður þá að leita annarra fjárfestingakosta, meðal annars í innlánsreikningum í viðskiptabönkunum, sértryggðum skuldabréfum bankanna og ríkisskuldabréfum. Innlán sjóðsins í Seðlabankanum nema í dag samtals hátt í hundrað milljörðum króna. Markmiðið með þessum breytingum, sem væntingar eru um að geti orðið að veruleika innan fárra vikna og væru í reynd ígildi aukins peningamagns í umferð, eru einkum að reyna að auka framboð af lánsfjármagni á fjármálamarkaði. Lausafjárstaða stóru bankanna í krónum hefur versnað mjög á síðustu mánuðum og misserum, en fjármálastöðugleikaráð sá ástæðu til að vekja sérstaklega athygli á þeirri þróun í síðustu fundargerð sinni. Viðmælendur Markaðarins innan bankakerfisins segja að vegna þröngrar lausafjárstöðu hafni þeir nú í fleiri tilfellum en áður að fjármagna verkefni sem þeir hefðu að öðrum kosti kosið að fjármagna. Bankarnir vilji ekki að lausafjárhlutfall þeirra í krónum verði lægra. Vextir á sjö daga bundnum innlánum í Seðlabankanum, sem eru iðulega nefndir meginvextir bankans, eru í dag 3,75 prósent en vextir Seðlabankans hafa verið lækkaðir um samanlagt 0,75 prósentur á síðustu tveimur mánuðum. Í árslok 2018 námu innlán Íbúðalánasjóðs í Seðlabankanum um 68 milljörðum en samkvæmt heimildum Markaðarins hafa þau aukist talsvert sem af er árinu og nema nú hátt í hundrað milljörðum. Hið mikla lausafé sem sjóðurinn er með bundið á innlánsreikningum í Seðlabankanum, og hefur aukist verulega síðustu ár, er í raun peningamagn sem hefur verið tekið úr umferð. Vaxtalækkanir skila sér illa Vinna Seðlabankans miðar þess vegna að því, að sögn þeirra sem þekkja vel til, að með því að heimila ekki lengur Íbúðalánasjóði að ávaxta þetta fé á innlánsreikningum í Seðlabankanum heldur að beina því í aðra fjárfestingakosti, eins og í innlán í viðskiptabönkunum, væri það til þess fallið að bæta lausafjárstöðu bankanna og um leið auka útlánagetu þeirra. Þá væri það eins til þess að lækka vexti á markaði ef þessir fjármunir myndu að hluta til leita í fjárfestingar í ríkisskuldabréfum eða sértryggðum skuldabréfum bankanna. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa dregist saman um tugi prósenta síðustu ár og fór lausafjárhlutfall þeirra allra undir 100 prósent í lok síðasta árs. Í lok fyrsta ársfjórðungs var hlutfallið lægst hjá Landsbankanum, 46 prósent, 93 prósent hjá Íslandsbanka og 106 prósent í tilfelli Arion banka. Til samanburðar var sambærilegt hlutfall á bilinu 90 til 193 prósent á árinu 2016. Í nýlegri skýrslu hagfræðideildar Landsbankans um stöðu íslensku viðskiptabankanna er bent á að lágt lausafjárhlutfall bankanna þýði að þeir muni hafa takmarkað svigrúm til þess að stækka útlánasöfn sín. „Reglur um lausafé eru nú að okkar mati orðnar meira hamlandi fyrir lánavöxt og arðgreiðslur en eiginfjárkröfur,“ segir í skýrslu hagfræðideildarinnar. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, sagði í samtali við Markaðinn síðasta miðvikudag að „háar eiginfjár- og lausafjárkröfur, auk arðsemi bankanna, gerðu það að verkum að aðgerðir til þess að lækka vexti, til að mynda rýmkun heimilda til þess að eiga veðlánaviðskipti við Seðlabankann, skila sér ekki í eins miklum mæli og annars væri.“ Nýleg breyting á reglum Seðlabankans sem felur í sér að sértryggð skuldabréf bankanna eru nú orðin hæf til trygginga í endurhverfum viðskiptum þeirra við Seðlabankann sé afar jákvætt skref en marki þó engin tímamót. hordur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira