Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. júlí 2019 09:15 Teodoro Locsin Jr., utanríkisráðherra Filippseyja, hefur reglulega lýst stuðningi við fíkefnistríðið - sem og nasista. SÞ Með samþykkt tillögu, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. Þetta skrifar utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin Jr., á Twitter-síðu sína í gærkvöld og vísar þar til tillögu Íslands um að gerð verði úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja skrif utanríkisráðherrans vera forkastanleg og til marks um örvæntingu filippeyskra stjórnvalda. „Þetta er svívirðileg og illkvittin yfirlýsing frá æðsta erindreka Filippseyja. Hún er til marks um örvæntingafullar tilraunir ríkisstjórnar landsins til að þvo hendur sínar af hinu ógeðfellda fíkniefnastríði,“ segir fulltrúi samtakanna. If the Iceland resolution wins that means bonuses for everyone who worked for it—from the drug cartels.— Teddy Locsin Jr. (@teddyboylocsin) July 9, 2019 Yfirvöld á Filippseyjum hafa sætt mikilli gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála í landinu. Í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International kemur fram að ólöglegar aftökur og misbeiting valds séu orðin hættuleg og viðtekin venja á Filippseyjum. Þá hafa yfir sex þúsund verið drepnir í stjórnartíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum. Heillaður af nasistum Fyrrnefndur utanríkisráðherra landsins hefur margoft lýst stuðningi sínum við framgöngu Duterte í þessum málum, enda hefur Locsin sagst efast um að fíkniefnaneytendur geti nokkurn tímann losað sig úr viðjum fíknarinnar. Þannig vakti töluverða athygli þegar hann bar fíknefnastríðið saman við „lokalausn“ nasista „á gyðingavandamálinu“ enda hefðu þeir ekki haft „algjörlega rangt fyrir sér.“ Locsin dró nasistaummæli sín til baka með semingi um leið og hann hótaði öllum þeim sem þóttu skrif hans gagnrýniverð. Eitt þeirra tísta sem Locsin eyddi eftir harða gagnrýni.Twitter Áætlað er að greidd verði atkvæði um tillögu Íslands í mannréttindaráðinu á morgun. Hún felur í sér hvatningu til stjórnvalda í Manila um að „grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að sporna við ólöglegum aftökum og þvinguðum mannshvörfum“ á Filippseyjum. Auk þess eru stjórnvöld hvött til að hefja sjálfstæðar og óháðar rannsóknir á ástandinu, taka við alþjóðlegum eftirlitsmönnum og draga þá sem að mannréttindabrotunum standa til ábyrgðar, í samræmi við alþjóðalög og samþykktir. Alls hafa 47 ríki atkvæðarétt í ráðinu en auk Íslands hafa 28 ríki sett nafn sitt við tillöguna. Fulltrúar Filippseyja í mannréttindaráðinu hafa þó mótmælt henni harðlega og stormað út af fundum ráðsins þegar hún hefur borið á góma. Stjórnvöld í Manila telja tillöguna vera freklegt inngrip í sjálfstæði þjóðarinnar, forseti landsins njóti yfirgnæfandi stuðnings landsmanna og hafi því ríkt umboð til að framfylgja stefnu sinni í fíkniefnamálum. Þá hefur sendiherra Filippseyja lýst vanþóknun sinni á ályktun Íslendinga og hefur sakað Íslendinga um hræsni, sem utanríkisráðherra hefur vísað til föðurhúsanna. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Með samþykkt tillögu, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. Þetta skrifar utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin Jr., á Twitter-síðu sína í gærkvöld og vísar þar til tillögu Íslands um að gerð verði úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja skrif utanríkisráðherrans vera forkastanleg og til marks um örvæntingu filippeyskra stjórnvalda. „Þetta er svívirðileg og illkvittin yfirlýsing frá æðsta erindreka Filippseyja. Hún er til marks um örvæntingafullar tilraunir ríkisstjórnar landsins til að þvo hendur sínar af hinu ógeðfellda fíkniefnastríði,“ segir fulltrúi samtakanna. If the Iceland resolution wins that means bonuses for everyone who worked for it—from the drug cartels.— Teddy Locsin Jr. (@teddyboylocsin) July 9, 2019 Yfirvöld á Filippseyjum hafa sætt mikilli gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála í landinu. Í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International kemur fram að ólöglegar aftökur og misbeiting valds séu orðin hættuleg og viðtekin venja á Filippseyjum. Þá hafa yfir sex þúsund verið drepnir í stjórnartíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum. Heillaður af nasistum Fyrrnefndur utanríkisráðherra landsins hefur margoft lýst stuðningi sínum við framgöngu Duterte í þessum málum, enda hefur Locsin sagst efast um að fíkniefnaneytendur geti nokkurn tímann losað sig úr viðjum fíknarinnar. Þannig vakti töluverða athygli þegar hann bar fíknefnastríðið saman við „lokalausn“ nasista „á gyðingavandamálinu“ enda hefðu þeir ekki haft „algjörlega rangt fyrir sér.“ Locsin dró nasistaummæli sín til baka með semingi um leið og hann hótaði öllum þeim sem þóttu skrif hans gagnrýniverð. Eitt þeirra tísta sem Locsin eyddi eftir harða gagnrýni.Twitter Áætlað er að greidd verði atkvæði um tillögu Íslands í mannréttindaráðinu á morgun. Hún felur í sér hvatningu til stjórnvalda í Manila um að „grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að sporna við ólöglegum aftökum og þvinguðum mannshvörfum“ á Filippseyjum. Auk þess eru stjórnvöld hvött til að hefja sjálfstæðar og óháðar rannsóknir á ástandinu, taka við alþjóðlegum eftirlitsmönnum og draga þá sem að mannréttindabrotunum standa til ábyrgðar, í samræmi við alþjóðalög og samþykktir. Alls hafa 47 ríki atkvæðarétt í ráðinu en auk Íslands hafa 28 ríki sett nafn sitt við tillöguna. Fulltrúar Filippseyja í mannréttindaráðinu hafa þó mótmælt henni harðlega og stormað út af fundum ráðsins þegar hún hefur borið á góma. Stjórnvöld í Manila telja tillöguna vera freklegt inngrip í sjálfstæði þjóðarinnar, forseti landsins njóti yfirgnæfandi stuðnings landsmanna og hafi því ríkt umboð til að framfylgja stefnu sinni í fíkniefnamálum. Þá hefur sendiherra Filippseyja lýst vanþóknun sinni á ályktun Íslendinga og hefur sakað Íslendinga um hræsni, sem utanríkisráðherra hefur vísað til föðurhúsanna.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14
Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55