Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. júlí 2019 09:15 Teodoro Locsin Jr., utanríkisráðherra Filippseyja, hefur reglulega lýst stuðningi við fíkefnistríðið - sem og nasista. SÞ Með samþykkt tillögu, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. Þetta skrifar utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin Jr., á Twitter-síðu sína í gærkvöld og vísar þar til tillögu Íslands um að gerð verði úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja skrif utanríkisráðherrans vera forkastanleg og til marks um örvæntingu filippeyskra stjórnvalda. „Þetta er svívirðileg og illkvittin yfirlýsing frá æðsta erindreka Filippseyja. Hún er til marks um örvæntingafullar tilraunir ríkisstjórnar landsins til að þvo hendur sínar af hinu ógeðfellda fíkniefnastríði,“ segir fulltrúi samtakanna. If the Iceland resolution wins that means bonuses for everyone who worked for it—from the drug cartels.— Teddy Locsin Jr. (@teddyboylocsin) July 9, 2019 Yfirvöld á Filippseyjum hafa sætt mikilli gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála í landinu. Í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International kemur fram að ólöglegar aftökur og misbeiting valds séu orðin hættuleg og viðtekin venja á Filippseyjum. Þá hafa yfir sex þúsund verið drepnir í stjórnartíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum. Heillaður af nasistum Fyrrnefndur utanríkisráðherra landsins hefur margoft lýst stuðningi sínum við framgöngu Duterte í þessum málum, enda hefur Locsin sagst efast um að fíkniefnaneytendur geti nokkurn tímann losað sig úr viðjum fíknarinnar. Þannig vakti töluverða athygli þegar hann bar fíknefnastríðið saman við „lokalausn“ nasista „á gyðingavandamálinu“ enda hefðu þeir ekki haft „algjörlega rangt fyrir sér.“ Locsin dró nasistaummæli sín til baka með semingi um leið og hann hótaði öllum þeim sem þóttu skrif hans gagnrýniverð. Eitt þeirra tísta sem Locsin eyddi eftir harða gagnrýni.Twitter Áætlað er að greidd verði atkvæði um tillögu Íslands í mannréttindaráðinu á morgun. Hún felur í sér hvatningu til stjórnvalda í Manila um að „grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að sporna við ólöglegum aftökum og þvinguðum mannshvörfum“ á Filippseyjum. Auk þess eru stjórnvöld hvött til að hefja sjálfstæðar og óháðar rannsóknir á ástandinu, taka við alþjóðlegum eftirlitsmönnum og draga þá sem að mannréttindabrotunum standa til ábyrgðar, í samræmi við alþjóðalög og samþykktir. Alls hafa 47 ríki atkvæðarétt í ráðinu en auk Íslands hafa 28 ríki sett nafn sitt við tillöguna. Fulltrúar Filippseyja í mannréttindaráðinu hafa þó mótmælt henni harðlega og stormað út af fundum ráðsins þegar hún hefur borið á góma. Stjórnvöld í Manila telja tillöguna vera freklegt inngrip í sjálfstæði þjóðarinnar, forseti landsins njóti yfirgnæfandi stuðnings landsmanna og hafi því ríkt umboð til að framfylgja stefnu sinni í fíkniefnamálum. Þá hefur sendiherra Filippseyja lýst vanþóknun sinni á ályktun Íslendinga og hefur sakað Íslendinga um hræsni, sem utanríkisráðherra hefur vísað til föðurhúsanna. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Með samþykkt tillögu, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. Þetta skrifar utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin Jr., á Twitter-síðu sína í gærkvöld og vísar þar til tillögu Íslands um að gerð verði úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja skrif utanríkisráðherrans vera forkastanleg og til marks um örvæntingu filippeyskra stjórnvalda. „Þetta er svívirðileg og illkvittin yfirlýsing frá æðsta erindreka Filippseyja. Hún er til marks um örvæntingafullar tilraunir ríkisstjórnar landsins til að þvo hendur sínar af hinu ógeðfellda fíkniefnastríði,“ segir fulltrúi samtakanna. If the Iceland resolution wins that means bonuses for everyone who worked for it—from the drug cartels.— Teddy Locsin Jr. (@teddyboylocsin) July 9, 2019 Yfirvöld á Filippseyjum hafa sætt mikilli gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála í landinu. Í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International kemur fram að ólöglegar aftökur og misbeiting valds séu orðin hættuleg og viðtekin venja á Filippseyjum. Þá hafa yfir sex þúsund verið drepnir í stjórnartíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum. Heillaður af nasistum Fyrrnefndur utanríkisráðherra landsins hefur margoft lýst stuðningi sínum við framgöngu Duterte í þessum málum, enda hefur Locsin sagst efast um að fíkniefnaneytendur geti nokkurn tímann losað sig úr viðjum fíknarinnar. Þannig vakti töluverða athygli þegar hann bar fíknefnastríðið saman við „lokalausn“ nasista „á gyðingavandamálinu“ enda hefðu þeir ekki haft „algjörlega rangt fyrir sér.“ Locsin dró nasistaummæli sín til baka með semingi um leið og hann hótaði öllum þeim sem þóttu skrif hans gagnrýniverð. Eitt þeirra tísta sem Locsin eyddi eftir harða gagnrýni.Twitter Áætlað er að greidd verði atkvæði um tillögu Íslands í mannréttindaráðinu á morgun. Hún felur í sér hvatningu til stjórnvalda í Manila um að „grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að sporna við ólöglegum aftökum og þvinguðum mannshvörfum“ á Filippseyjum. Auk þess eru stjórnvöld hvött til að hefja sjálfstæðar og óháðar rannsóknir á ástandinu, taka við alþjóðlegum eftirlitsmönnum og draga þá sem að mannréttindabrotunum standa til ábyrgðar, í samræmi við alþjóðalög og samþykktir. Alls hafa 47 ríki atkvæðarétt í ráðinu en auk Íslands hafa 28 ríki sett nafn sitt við tillöguna. Fulltrúar Filippseyja í mannréttindaráðinu hafa þó mótmælt henni harðlega og stormað út af fundum ráðsins þegar hún hefur borið á góma. Stjórnvöld í Manila telja tillöguna vera freklegt inngrip í sjálfstæði þjóðarinnar, forseti landsins njóti yfirgnæfandi stuðnings landsmanna og hafi því ríkt umboð til að framfylgja stefnu sinni í fíkniefnamálum. Þá hefur sendiherra Filippseyja lýst vanþóknun sinni á ályktun Íslendinga og hefur sakað Íslendinga um hræsni, sem utanríkisráðherra hefur vísað til föðurhúsanna.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14
Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?