Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2019 11:21 Hundarnir tveir sem um ræðir. Grímsnes- og Grafningshr./Facebook Facebook-færsla sem birt var á síðu Sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps hefur vakið hörð viðbrögð netverja. Í færslunni kemur fram að tveir hundar sem voru í vörslu sveitarfélagsins yrði lógað, hefðu eigendur þeirra ekki samband við hundafangara sem fór með málið. Undir færsluna skrifar sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, en það er Ingibjörg Harðardóttir. Skjáskot„Verði ekki haft samband og hundanna ekki vitjað eigi síðar en 15. júlí 2019 verða þeir aflífaðir skv. Samþykkt um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi nr. 60/2012,“ segir í færslunni. Heimildir Vísis herma að síðan færslan birtist hafi eigandi hundanna haft samband og til standi að sækja hundana. Í 3. grein samþykktar um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi segir að leyfilegt sé að aflífa hund í óskilum „sé hans ekki vitjað innan sjö daga frá því eiganda var tilkynnt um handsömun hans , enda sé eigandi hundsins upplýstur um hvað vanræksla á að vitja ekki um hundinn getur haft í för með sér.“ Ekki liggur ljóst fyrir með hvort eigandi hundanna var látinn vita með öðrum hætti en í gegn um Facebook-færsluna, þar sem fréttastofu hefur ekki tekist að ná í Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps sem skrifar undir færsluna.Netverjar ósáttir Ljóst er að margir eru ósáttir við það að aflífa eigi hundana verði þeirra ekki vitjað og velta því upp hvort ekki sé hægt að leita annarra leiða, fari svo að eigendur hundanna skjóti ekki upp kollinum.Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og GrafningshreppiEinn netverji bendir á að allavega annar hundurinn sé merktur: „Þessi litli er merktur með tveimur símanúmerum! Hvernig væri að taka upp símann og láta eiganda vita? Hvað vitið þið um það hvort eigandi sé ekki á fullu að leita en hafi enga hugmynd um að þið hafið hirt þá upp?“ Þá bendir önnur kona á að sá sé almennt ekki hátturinn að aflífa hunda sem eru yfirgefnir af eigendum. Ummæli við færsluna skipta tugum og mörgum verulega heitt í hamsi vegna málsins. Orð eins og „aumingjar,“ „ógeðslegt fólk“ og „djöfuls rugl“ hafa þá verið látin falla. Ekki náðist í Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps sem skrifar undir færsluna, við vinnslu þessarar fréttar. Í svari á Facebook-síðu hreppsins kemur fram að hundarnir sem um ræði hafi oftar en ekki gengið lausir í sveitarfélaginu og kvartað undan þeim.Svarið má sjá að neðan.Svar frá hreppnumÍ Grímsnes- og Grafningshrepp er lausaganga hunda bönnuð og var það staðfest síðast með samþykkt þann 13. janúar 2012.Hundarnir sem hér ræðir um hafa oftar en ekki gengið lausir í sveitarfélaginu og hefur verið kvartað undan þeim.Þeir voru handsamaðir um helgina og er nú verið að auglýsa eftir eigendum þeirra.í 2. gr samþykkta sveitarfélagsins um hundahald segir að hundar skuli aldrei ganga lausir á almannafæri heldur vera í fylgd með einhverjum sem hefur fullt vald á þeim.Við brot á skilyrðum fyrrnefndar greinar skal fjarlægja viðkomandi hunda, sem hefur í þessu tilviki verið gert.Yfirvöldum sveitarfélagsins er ekki skylt að geyma skráða hunda lengur en í tíu daga frá handsömun þeirra og er heimilt að láta aflífa hundana að þeim tíma liðnum.Yfirvöldum sveitarfélagsins ber að auglýsa handsömun á hundum líkt og verið er að gera hér.Vissulega vonumst við til þess að þurfa ekki að grípa til þessa örþrifaráðs og óskum því hér með eftir að eigendur gefi sig fram við hundafangarann. Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Facebook-færsla sem birt var á síðu Sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps hefur vakið hörð viðbrögð netverja. Í færslunni kemur fram að tveir hundar sem voru í vörslu sveitarfélagsins yrði lógað, hefðu eigendur þeirra ekki samband við hundafangara sem fór með málið. Undir færsluna skrifar sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, en það er Ingibjörg Harðardóttir. Skjáskot„Verði ekki haft samband og hundanna ekki vitjað eigi síðar en 15. júlí 2019 verða þeir aflífaðir skv. Samþykkt um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi nr. 60/2012,“ segir í færslunni. Heimildir Vísis herma að síðan færslan birtist hafi eigandi hundanna haft samband og til standi að sækja hundana. Í 3. grein samþykktar um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi segir að leyfilegt sé að aflífa hund í óskilum „sé hans ekki vitjað innan sjö daga frá því eiganda var tilkynnt um handsömun hans , enda sé eigandi hundsins upplýstur um hvað vanræksla á að vitja ekki um hundinn getur haft í för með sér.“ Ekki liggur ljóst fyrir með hvort eigandi hundanna var látinn vita með öðrum hætti en í gegn um Facebook-færsluna, þar sem fréttastofu hefur ekki tekist að ná í Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps sem skrifar undir færsluna.Netverjar ósáttir Ljóst er að margir eru ósáttir við það að aflífa eigi hundana verði þeirra ekki vitjað og velta því upp hvort ekki sé hægt að leita annarra leiða, fari svo að eigendur hundanna skjóti ekki upp kollinum.Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og GrafningshreppiEinn netverji bendir á að allavega annar hundurinn sé merktur: „Þessi litli er merktur með tveimur símanúmerum! Hvernig væri að taka upp símann og láta eiganda vita? Hvað vitið þið um það hvort eigandi sé ekki á fullu að leita en hafi enga hugmynd um að þið hafið hirt þá upp?“ Þá bendir önnur kona á að sá sé almennt ekki hátturinn að aflífa hunda sem eru yfirgefnir af eigendum. Ummæli við færsluna skipta tugum og mörgum verulega heitt í hamsi vegna málsins. Orð eins og „aumingjar,“ „ógeðslegt fólk“ og „djöfuls rugl“ hafa þá verið látin falla. Ekki náðist í Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps sem skrifar undir færsluna, við vinnslu þessarar fréttar. Í svari á Facebook-síðu hreppsins kemur fram að hundarnir sem um ræði hafi oftar en ekki gengið lausir í sveitarfélaginu og kvartað undan þeim.Svarið má sjá að neðan.Svar frá hreppnumÍ Grímsnes- og Grafningshrepp er lausaganga hunda bönnuð og var það staðfest síðast með samþykkt þann 13. janúar 2012.Hundarnir sem hér ræðir um hafa oftar en ekki gengið lausir í sveitarfélaginu og hefur verið kvartað undan þeim.Þeir voru handsamaðir um helgina og er nú verið að auglýsa eftir eigendum þeirra.í 2. gr samþykkta sveitarfélagsins um hundahald segir að hundar skuli aldrei ganga lausir á almannafæri heldur vera í fylgd með einhverjum sem hefur fullt vald á þeim.Við brot á skilyrðum fyrrnefndar greinar skal fjarlægja viðkomandi hunda, sem hefur í þessu tilviki verið gert.Yfirvöldum sveitarfélagsins er ekki skylt að geyma skráða hunda lengur en í tíu daga frá handsömun þeirra og er heimilt að láta aflífa hundana að þeim tíma liðnum.Yfirvöldum sveitarfélagsins ber að auglýsa handsömun á hundum líkt og verið er að gera hér.Vissulega vonumst við til þess að þurfa ekki að grípa til þessa örþrifaráðs og óskum því hér með eftir að eigendur gefi sig fram við hundafangarann.
Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira