Skólastjóri var rekinn eftir ummæli um helförina Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2019 11:36 Skólastjórinn sagði ekki alla vera sammála um helförina. Vísir/Getty William Latson, skólastjóri í Flórídaríki í Bandaríkjunum, missti starf sitt eftir að hafa sagst ekki geta kennt um helförina þar sem ekki allir væru sammála um „tilvist“ hennar. Opinberum skólum í ríkinu er skylt að kenna um seinni heimsstyrjöldina og atburði hennar. „Ég get ekki sagt að kennsla um helförina sé byggð á staðreyndum og sé sögulegur atburður því sem starfsmaður skólakerfisins er ég ekki í stöðu til þess,“ sagði Latson í svari til móður sem spurði hvernig kennslu um helförina yrði háttað. Hann sagðist þurfa að vera „pólitískt hlutlaus“ um þetta tiltekna málefni. Svör skólastjórans voru gerð opinber í the Palm Beach Post á föstudag en þar kemur einnig fram að skólastjórinn rökstuddi svar sitt með þeirri fullyrðingu að „ekki allir foreldrar hefðu sömu sannfæringu“. Skólinn byði hins vegar upp á kennslu um helförina, þar á meðal á árlegri samkomu, en það væri ekki hægt að „pranga slíku upp á einstaklinga“.Helförin hluti af námskrá opinberra skóla Samkvæmt námskrá sem er í gildi í ríkinu er skólum skylt að segja frá helförinni í námsefni sínu, atburðurinn sé vendipunktur í mannkynssögunni og er kennurum sagt að kenna hana til þess að skapa tækifæri fyrir nemendur að rannsaka hegðun mannfólks og fordóma sem búa innra með því. „Kerfisbundin, skipulögð útrýming evrópska gyðinga og annarra hópa af hálfu nasista í Þýskalandi, atburður sem markaði þáttaskil í mannkynssögunni, skal vera kennd á þann hátt að það leiði til rannsóknar á mannlegri hegðun, skilnings á afleiðingum fordóma, rasisma og staðalímyndum og athugunar á því hvað það merkir að vera ábyrg og tillitsöm manneskja í þeim tilgangi að hvetja til umburðarlyndis gagnvart fjölbreytileikanum í fjölbreyttu samfélagi og til þess að næra og vernda lýðræðisleg gildi og stofnanir,“ segir í námskránni. Eftir birtingu tölvupósta skólastjórans fór af stað undirskriftasöfnun þar sem kallað var eftir því að hann myndi segja af sér. Hátt í tíu þúsund manns skrifuðu undir áður en honum var sagt upp störfum. Bandaríkin Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira
William Latson, skólastjóri í Flórídaríki í Bandaríkjunum, missti starf sitt eftir að hafa sagst ekki geta kennt um helförina þar sem ekki allir væru sammála um „tilvist“ hennar. Opinberum skólum í ríkinu er skylt að kenna um seinni heimsstyrjöldina og atburði hennar. „Ég get ekki sagt að kennsla um helförina sé byggð á staðreyndum og sé sögulegur atburður því sem starfsmaður skólakerfisins er ég ekki í stöðu til þess,“ sagði Latson í svari til móður sem spurði hvernig kennslu um helförina yrði háttað. Hann sagðist þurfa að vera „pólitískt hlutlaus“ um þetta tiltekna málefni. Svör skólastjórans voru gerð opinber í the Palm Beach Post á föstudag en þar kemur einnig fram að skólastjórinn rökstuddi svar sitt með þeirri fullyrðingu að „ekki allir foreldrar hefðu sömu sannfæringu“. Skólinn byði hins vegar upp á kennslu um helförina, þar á meðal á árlegri samkomu, en það væri ekki hægt að „pranga slíku upp á einstaklinga“.Helförin hluti af námskrá opinberra skóla Samkvæmt námskrá sem er í gildi í ríkinu er skólum skylt að segja frá helförinni í námsefni sínu, atburðurinn sé vendipunktur í mannkynssögunni og er kennurum sagt að kenna hana til þess að skapa tækifæri fyrir nemendur að rannsaka hegðun mannfólks og fordóma sem búa innra með því. „Kerfisbundin, skipulögð útrýming evrópska gyðinga og annarra hópa af hálfu nasista í Þýskalandi, atburður sem markaði þáttaskil í mannkynssögunni, skal vera kennd á þann hátt að það leiði til rannsóknar á mannlegri hegðun, skilnings á afleiðingum fordóma, rasisma og staðalímyndum og athugunar á því hvað það merkir að vera ábyrg og tillitsöm manneskja í þeim tilgangi að hvetja til umburðarlyndis gagnvart fjölbreytileikanum í fjölbreyttu samfélagi og til þess að næra og vernda lýðræðisleg gildi og stofnanir,“ segir í námskránni. Eftir birtingu tölvupósta skólastjórans fór af stað undirskriftasöfnun þar sem kallað var eftir því að hann myndi segja af sér. Hátt í tíu þúsund manns skrifuðu undir áður en honum var sagt upp störfum.
Bandaríkin Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira