Eigandi Hlöðu ráðinn sem ráðgjafi hjá ON Ari Brynjólfsson skrifar 11. júlí 2019 07:07 Hleðslustöðvar eru liður í að vera í fararbroddi þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum. Fréttablaðið/Valli Orka náttúrunnar réð framkvæmdastjóra og eiganda fyrirtækis sem selur hleðslustöðvar sem ráðgjafa um hleðslustöðvar. Ólafur Davíð Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hleðslu ehf., einnig þekkt sem Hlaða, er skráður sem eigandi að fimmtán prósentum í fyrirtækinu. ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, sem er að stærstum hluta í eigu Reykjavíkurborgar, sér um að reka og þjónusta hleðslustöðvar við þjóðvegi landsins ásamt því að veita ráðgjöf bæði á sviði hleðslulausna fyrir fyrirtæki og fjölbýlishús. Hleðsla ehf. er seljandi hleðslustöðva og hefur sett upp stöðvar fyrir fyrirtæki og býður þjónustu til að rafvæða bílastæði fjölbýlishúsa. „Það er rétt að ég er framkvæmdastjóri Hlöðu og ég vinn sem verktaki hjá Orku náttúrunnar, sem tæknistjóri hleðslustöðva. Ég kem ekkert nálægt nýjum málum, nýjum uppsetningum eða slíku, nema þá í tæknilegum hluta að klára þau mál. Ég kem ekki nálægt innkaupum. Ég hef heldur aldrei talað um búnað,“ segir Ólafur Davíð. Vegir Hlaða og ON hafa legið saman nokkrum sinnum á undanförnum vikum. Á fræðslufundi hjá bílaumboði í maí var auglýst að þar væru sérfræðingar frá bæði ON og Hlöðu, á sama fundi undirritaði Ólafur Davíð samstarfssamning við umboðið fyrir hönd ON. Ólafur Davíð var titlaður tæknistjóri hlaða hjá ON, því var breytt fyrir skömmu yfir í ráðgjafi í hlöðum á einstaklingsmarkaði. Keppinautar Hleðslu sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að það skjóti mjög skökku við að framkvæmdastjóri og eigandi keppinautar starfi einnig hjá opinberu fyrirtæki sem veiti ráðgjöf og vinni við uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Ólafur Davíð segir að hann hafi aldrei misnotað aðstöðu sína í störfum fyrir ON, en hann hefur starfað þar síðustu þrjá mánuði. Það hafi verið ON sem leitaði til hans um að taka að sér þetta starf á meðan annar starfsmaður væri frá. Gögn sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að Orkuveitan vissi af þessum hagsmunaárekstri og að kurr sé meðal annarra fyrirtækja vegna málsins. Ekki náðist í Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra ON, við vinnslu fréttarinnar. ON hefur ekki svarað fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu margar hleðslustöðvar fyrirtækið hafi keypt af Hleðslu ehf. Upplýsingafulltrúi ON sagði að það gæti tekið langan tíma að taka upplýsingarnar saman. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Vistaskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Orka náttúrunnar réð framkvæmdastjóra og eiganda fyrirtækis sem selur hleðslustöðvar sem ráðgjafa um hleðslustöðvar. Ólafur Davíð Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hleðslu ehf., einnig þekkt sem Hlaða, er skráður sem eigandi að fimmtán prósentum í fyrirtækinu. ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, sem er að stærstum hluta í eigu Reykjavíkurborgar, sér um að reka og þjónusta hleðslustöðvar við þjóðvegi landsins ásamt því að veita ráðgjöf bæði á sviði hleðslulausna fyrir fyrirtæki og fjölbýlishús. Hleðsla ehf. er seljandi hleðslustöðva og hefur sett upp stöðvar fyrir fyrirtæki og býður þjónustu til að rafvæða bílastæði fjölbýlishúsa. „Það er rétt að ég er framkvæmdastjóri Hlöðu og ég vinn sem verktaki hjá Orku náttúrunnar, sem tæknistjóri hleðslustöðva. Ég kem ekkert nálægt nýjum málum, nýjum uppsetningum eða slíku, nema þá í tæknilegum hluta að klára þau mál. Ég kem ekki nálægt innkaupum. Ég hef heldur aldrei talað um búnað,“ segir Ólafur Davíð. Vegir Hlaða og ON hafa legið saman nokkrum sinnum á undanförnum vikum. Á fræðslufundi hjá bílaumboði í maí var auglýst að þar væru sérfræðingar frá bæði ON og Hlöðu, á sama fundi undirritaði Ólafur Davíð samstarfssamning við umboðið fyrir hönd ON. Ólafur Davíð var titlaður tæknistjóri hlaða hjá ON, því var breytt fyrir skömmu yfir í ráðgjafi í hlöðum á einstaklingsmarkaði. Keppinautar Hleðslu sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að það skjóti mjög skökku við að framkvæmdastjóri og eigandi keppinautar starfi einnig hjá opinberu fyrirtæki sem veiti ráðgjöf og vinni við uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Ólafur Davíð segir að hann hafi aldrei misnotað aðstöðu sína í störfum fyrir ON, en hann hefur starfað þar síðustu þrjá mánuði. Það hafi verið ON sem leitaði til hans um að taka að sér þetta starf á meðan annar starfsmaður væri frá. Gögn sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að Orkuveitan vissi af þessum hagsmunaárekstri og að kurr sé meðal annarra fyrirtækja vegna málsins. Ekki náðist í Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra ON, við vinnslu fréttarinnar. ON hefur ekki svarað fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu margar hleðslustöðvar fyrirtækið hafi keypt af Hleðslu ehf. Upplýsingafulltrúi ON sagði að það gæti tekið langan tíma að taka upplýsingarnar saman.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Vistaskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira