Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Gígja Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2019 19:15 Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Momo Hayashi kom til Íslands haustið 2015 og hóf nám í íslensku við Háskóla Íslands. Hún var í háskólanum í þrjú ár og fékk atvinnuleyfi sem námsmaður. Momo tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni en fjöldi fólks hefur nú deilt færslunni. Hún hefur starfað hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours síðan í október í fyrra og í desember sótti hún um atvinnuleyfi sem krafðist sérþekkingar en hún talar japönsku, ensku og íslensku. Special Tours óskaði sömuleiðis um atvinnuleyfi fyrir Momo í lok mars. Þann 26. júní síðastliðinn barst Momo og fyrirtækinu bréf þess efni að umsókninni var hafnað. „Ég fékk bréf, fór á skrifstofu fyrirtækisins og spurði hvað ég ætti að gera núna og fékk þær upplýsingar að ég mætti ekki vinna þar lengur,“ sagði Momo. Í bréfi vinnumálastofnunar kemur fram að stofnunin hafi óskað eftir því að fyrirtækið auglýsti starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og að mat stofnunarinnar væri að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Síðastliðinn mánudag barst Momo bréf frá Útlendingastofnun. Í bréfinu kom fram að umsókn hennar áframhaldandi dvalarleyfi væri synjað og henni gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Momo segir stöðu sína flókna. Hún leigir íbúð í Reykjavík og opnaði nýverið verslun í miðbænum. Henni þykir niðurstaðan ósanngjörn. „Þetta er ótrúlegt, ég hef verið hér á Íslandi í fjögur ár, ég var í háskólanum, ég er að læra íslensku og reyni að vera eins og Íslendingar. Ég þekki fullt af fólki frá Evrópu sem tala ekki tungumálið, koma bara til Íslands í sumarvinnu og taka allan peninginn úr landinu. Þau fá að vinna en ég fæ það ekki,“ sagði Momo. Félagsmál Innflytjendamál Japan Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Momo Hayashi kom til Íslands haustið 2015 og hóf nám í íslensku við Háskóla Íslands. Hún var í háskólanum í þrjú ár og fékk atvinnuleyfi sem námsmaður. Momo tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni en fjöldi fólks hefur nú deilt færslunni. Hún hefur starfað hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours síðan í október í fyrra og í desember sótti hún um atvinnuleyfi sem krafðist sérþekkingar en hún talar japönsku, ensku og íslensku. Special Tours óskaði sömuleiðis um atvinnuleyfi fyrir Momo í lok mars. Þann 26. júní síðastliðinn barst Momo og fyrirtækinu bréf þess efni að umsókninni var hafnað. „Ég fékk bréf, fór á skrifstofu fyrirtækisins og spurði hvað ég ætti að gera núna og fékk þær upplýsingar að ég mætti ekki vinna þar lengur,“ sagði Momo. Í bréfi vinnumálastofnunar kemur fram að stofnunin hafi óskað eftir því að fyrirtækið auglýsti starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og að mat stofnunarinnar væri að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Síðastliðinn mánudag barst Momo bréf frá Útlendingastofnun. Í bréfinu kom fram að umsókn hennar áframhaldandi dvalarleyfi væri synjað og henni gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Momo segir stöðu sína flókna. Hún leigir íbúð í Reykjavík og opnaði nýverið verslun í miðbænum. Henni þykir niðurstaðan ósanngjörn. „Þetta er ótrúlegt, ég hef verið hér á Íslandi í fjögur ár, ég var í háskólanum, ég er að læra íslensku og reyni að vera eins og Íslendingar. Ég þekki fullt af fólki frá Evrópu sem tala ekki tungumálið, koma bara til Íslands í sumarvinnu og taka allan peninginn úr landinu. Þau fá að vinna en ég fæ það ekki,“ sagði Momo.
Félagsmál Innflytjendamál Japan Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira