Þetta reddast Þórlindur Kjartansson skrifar 12. júlí 2019 06:45 Þegar Íslendingar líta í eigin barm og gerast gagnrýnir á sjálfa sig (sem er ekki oft) verður okkur tíðrætt um þann þjóðarósið að undirbúa okkur ekki nægilega vel. Sú kenning er mjög ríkjandi að í útlöndum hafi fólk almennt miklu meiri fyrirhyggju, skipuleggi sig betur, séu betur „ferlaðir og faglegir“. Við sjáum okkur stundum eins og kæruleysingja sem yppir öxlum þegar allt fer í handaskol og segir af tómlæti: „Þetta reddast.“ En vandinn er auðvitað að þetta reddast ekki alltaf. Hvort sem ferðamannabransinn eða bankabransinn taka kolldýfur, eða framkvæmd við brú eða tónlistarhús fer fram úr kostnaðaráætlun, þá er okkur mjög tamt að líta í baksýnisspegilinn og kenna því um að „þetta reddast“ hugsunarhátturinn hafi enn einu sinni komið okkur Íslendingum í bobba. Af hverju getum við ekki verið meira eins og Þjóðverjar, Danir og Svíar sem láta aldrei neitt koma sér á óvart; og eru alltaf búnir að sjá fyrir öllu löngu áður en það gerist? Að hugsa sér hversu mikið mætti spara af veseni ef við byrgðum alla brunna löngu áður en börnin komast í hundrað metra færi við þá.Er það svo? Þegar farið er að hugsa örlítið dýpra út í málin, þá kemur samt í ljós að þjóðsagan um Íslendinga sem kærulaust og fyrirhyggjulítið fólk gengur ekki upp. Ef það væri raunverulegt þjóðareinkenni á Íslendingum að kunna ekki að undirbúa sig undir óvænta atburðarás, óvænt veðrabrigði og óvæntar hættur þá væri tómt mál að tala um blómlega búsetu á þessu landi. Við værum löngu orðin útdauð. Íslendingar hafa nefnilega þurft að fara í göngur eftir sauðfé, róðra eftir fiski, bjargsig eftir eggjum og leggja á sig langar ferðir um hrjóstrugt landið til þess að eiga samskipti sín á milli. Öll þessi lífsnauðsynlegu verkefni hafa einmitt krafist þess að fyrirhyggjan sé í hávegum. Í þeim veldur kæruleysi ekki aðeins óþægindum heldur raunverulegri lífshættu, bæði fyrir þann kærulausa og aðra sem þurfa að súpa seyðið af glannaskapnum.Reddast eða ekki En hvernig má það vera að okkur Íslendingum finnst það samt svo ríkjandi í þjóðarsálinni að segja kæruleysislega að hlutirnir reddist jafnvel þótt margar aðstæður hér kalli einmitt á vandvirkni og fyrirhyggju? Ef til vill má sjá jákvæðar og núvitundarlegar skýringar á þessu sterka þjóðareinkenni okkar. Hin hliðin á „þetta reddast“ er nefnilega sú að fólk sem þarf að eiga í höggi við óblíða náttúru og raunverulegar hættur, getur ekki leyft sér þann lúxus að fara á taugum yfir smáatriðum. Það vill stundum brenna mjög við hjá fólki sem lendir í ofreglu og skipulagsáráttu að orkan sem fer í að koma í veg fyrir alls kyns ólíkleg óþægindi verður smám saman til þess að flækja einfalda hluti úr hófi fram. Einhvers staðar liggur nefnilega skurðpunktur sem gefur til kynna hversu miklar áhyggjur eðlilegt er að hafa hinum og þessum hlutum. Sumt er auðvitað nauðsynlegt að skipuleggja út í hörgul, vanda sig í smáatriðunum, gleyma engu og spara hvergi til: „Eru nægilega mörg björgunarvesti um borð í bátnum?“ „Leyfðu mér að telja aftur áður en við leggjum úr höfn.“ En mjög margt af því sem fólk fjargviðrast yfir í daglega lífinu er raunverulega þess eðlis að það svarar ekki tilkostnaði að leggja mikið á sig til þess að leysa úr því. Annaðhvort eru málin smávægileg eða ólíkleg; í öllu falli er skaðlaust að setja sjálfan sig úr jafnvægi yfir þeim: „Ertu með aukaúlpu til að fara með í útileguna?“ „Veit það ekki. Þetta reddast. Drífum okkur af stað.“Reddingar Hinar jákvæðu hliðar „þetta reddast“ hugsunarháttarins byggjast auðvitað á því að honum sé beitt af vandvirkni. Við sumu má segja að það skipti ekki svo miklu máli hvort það klikki eða ekki, en við öðru má segja að það sé slæmt að það klikki en það taki því ekki að undirbúa sig. Í slíkan flokk falla vandamál sem ljóst er að einhvern tímann þarf að takast á við, en óþarft er að láta tefja að sinni. Þar kemur til mikilvæg forsenda þess að hægt sé að leyfa sér „þetta reddast“-hugsunarháttinn. Hún er sú að gera sér grein fyrir því að jafnvel þótt maður hafi fulla trú á eitthvað muni reddast, þá er ekki þar með sagt að það þurfi ekki að hafa fyrir því að redda því. Það felst því í raun mikil ábyrgð og djúp hugsun í „þetta reddast“ hugsunarhættinum sem á yfirborðinu virkar svo kærulaus. Það krefst dómgreindar að vita hvenær hann á við og hvað hann þýðir. „Þetta reddast“ verður fyrst hættulegur hugsunarháttur þegar hann er látinn gilda um hluti sem raunverulega skipta máli og þegar í honum felst trú á því að reddingin á því sem slegið er á frest muni gerast sjálfkrafa og án fyrirhafnar. Í stað þess að skammast okkar fyrir „þetta reddast“ hugsunarháttinn ættum við að vera stolt af honum, beita honum af ábyrgð en njóta líka þess frelsis sem honum fylgir. Það er kannski ekki eins faglegt eins og að fylgja dæmum Dana, Þjóðverja og Svía—en er það ekki áreiðanlega umtalsvert skemmtilegra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar Íslendingar líta í eigin barm og gerast gagnrýnir á sjálfa sig (sem er ekki oft) verður okkur tíðrætt um þann þjóðarósið að undirbúa okkur ekki nægilega vel. Sú kenning er mjög ríkjandi að í útlöndum hafi fólk almennt miklu meiri fyrirhyggju, skipuleggi sig betur, séu betur „ferlaðir og faglegir“. Við sjáum okkur stundum eins og kæruleysingja sem yppir öxlum þegar allt fer í handaskol og segir af tómlæti: „Þetta reddast.“ En vandinn er auðvitað að þetta reddast ekki alltaf. Hvort sem ferðamannabransinn eða bankabransinn taka kolldýfur, eða framkvæmd við brú eða tónlistarhús fer fram úr kostnaðaráætlun, þá er okkur mjög tamt að líta í baksýnisspegilinn og kenna því um að „þetta reddast“ hugsunarhátturinn hafi enn einu sinni komið okkur Íslendingum í bobba. Af hverju getum við ekki verið meira eins og Þjóðverjar, Danir og Svíar sem láta aldrei neitt koma sér á óvart; og eru alltaf búnir að sjá fyrir öllu löngu áður en það gerist? Að hugsa sér hversu mikið mætti spara af veseni ef við byrgðum alla brunna löngu áður en börnin komast í hundrað metra færi við þá.Er það svo? Þegar farið er að hugsa örlítið dýpra út í málin, þá kemur samt í ljós að þjóðsagan um Íslendinga sem kærulaust og fyrirhyggjulítið fólk gengur ekki upp. Ef það væri raunverulegt þjóðareinkenni á Íslendingum að kunna ekki að undirbúa sig undir óvænta atburðarás, óvænt veðrabrigði og óvæntar hættur þá væri tómt mál að tala um blómlega búsetu á þessu landi. Við værum löngu orðin útdauð. Íslendingar hafa nefnilega þurft að fara í göngur eftir sauðfé, róðra eftir fiski, bjargsig eftir eggjum og leggja á sig langar ferðir um hrjóstrugt landið til þess að eiga samskipti sín á milli. Öll þessi lífsnauðsynlegu verkefni hafa einmitt krafist þess að fyrirhyggjan sé í hávegum. Í þeim veldur kæruleysi ekki aðeins óþægindum heldur raunverulegri lífshættu, bæði fyrir þann kærulausa og aðra sem þurfa að súpa seyðið af glannaskapnum.Reddast eða ekki En hvernig má það vera að okkur Íslendingum finnst það samt svo ríkjandi í þjóðarsálinni að segja kæruleysislega að hlutirnir reddist jafnvel þótt margar aðstæður hér kalli einmitt á vandvirkni og fyrirhyggju? Ef til vill má sjá jákvæðar og núvitundarlegar skýringar á þessu sterka þjóðareinkenni okkar. Hin hliðin á „þetta reddast“ er nefnilega sú að fólk sem þarf að eiga í höggi við óblíða náttúru og raunverulegar hættur, getur ekki leyft sér þann lúxus að fara á taugum yfir smáatriðum. Það vill stundum brenna mjög við hjá fólki sem lendir í ofreglu og skipulagsáráttu að orkan sem fer í að koma í veg fyrir alls kyns ólíkleg óþægindi verður smám saman til þess að flækja einfalda hluti úr hófi fram. Einhvers staðar liggur nefnilega skurðpunktur sem gefur til kynna hversu miklar áhyggjur eðlilegt er að hafa hinum og þessum hlutum. Sumt er auðvitað nauðsynlegt að skipuleggja út í hörgul, vanda sig í smáatriðunum, gleyma engu og spara hvergi til: „Eru nægilega mörg björgunarvesti um borð í bátnum?“ „Leyfðu mér að telja aftur áður en við leggjum úr höfn.“ En mjög margt af því sem fólk fjargviðrast yfir í daglega lífinu er raunverulega þess eðlis að það svarar ekki tilkostnaði að leggja mikið á sig til þess að leysa úr því. Annaðhvort eru málin smávægileg eða ólíkleg; í öllu falli er skaðlaust að setja sjálfan sig úr jafnvægi yfir þeim: „Ertu með aukaúlpu til að fara með í útileguna?“ „Veit það ekki. Þetta reddast. Drífum okkur af stað.“Reddingar Hinar jákvæðu hliðar „þetta reddast“ hugsunarháttarins byggjast auðvitað á því að honum sé beitt af vandvirkni. Við sumu má segja að það skipti ekki svo miklu máli hvort það klikki eða ekki, en við öðru má segja að það sé slæmt að það klikki en það taki því ekki að undirbúa sig. Í slíkan flokk falla vandamál sem ljóst er að einhvern tímann þarf að takast á við, en óþarft er að láta tefja að sinni. Þar kemur til mikilvæg forsenda þess að hægt sé að leyfa sér „þetta reddast“-hugsunarháttinn. Hún er sú að gera sér grein fyrir því að jafnvel þótt maður hafi fulla trú á eitthvað muni reddast, þá er ekki þar með sagt að það þurfi ekki að hafa fyrir því að redda því. Það felst því í raun mikil ábyrgð og djúp hugsun í „þetta reddast“ hugsunarhættinum sem á yfirborðinu virkar svo kærulaus. Það krefst dómgreindar að vita hvenær hann á við og hvað hann þýðir. „Þetta reddast“ verður fyrst hættulegur hugsunarháttur þegar hann er látinn gilda um hluti sem raunverulega skipta máli og þegar í honum felst trú á því að reddingin á því sem slegið er á frest muni gerast sjálfkrafa og án fyrirhafnar. Í stað þess að skammast okkar fyrir „þetta reddast“ hugsunarháttinn ættum við að vera stolt af honum, beita honum af ábyrgð en njóta líka þess frelsis sem honum fylgir. Það er kannski ekki eins faglegt eins og að fylgja dæmum Dana, Þjóðverja og Svía—en er það ekki áreiðanlega umtalsvert skemmtilegra?
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun