Vilja reisa eins konar kastala í Mosfellsbæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2019 12:15 Skjáskot úr kynningarmyndbandinu fyrir Varmártorg. Bílapartasalan ehf. sem á lóðina að Völuteig 8 í Mosfellsbæ vill hefja uppbyggingu á lóðinni og reisa þar eins konar kastala. Þetta kemur fram í erindi Zeppelin Arkitekta til skipulagsnefndar bæjarins en árið 2009 unnu arkitektarnir deiliskipulag á lóðinni. Þá var hugmyndin að byggja þar fjögurra hæða skrifstofu- og hótelbyggingu auk kjallara og niðurgrafinnar bílageymslu en nú er markmiðið að skapa vistvæna byggð þar sem verða meðal annars íbúðir, vinnustofur, kaffi- og veitingahús. Fyrst var greint frá erindi Zeppelin Arkitekta á vef Fréttablaðsins. Bílapartasalan hefur gert samning við Byggingarfélagið Mannverk ehf. um að þróa og byggja upp lóðina. Í samkomulaginu felst einnig að Zeppelin Arkitektar mun vinna tilheyrandi skipulagsvinnu og hanna allar byggingarnar á lóðinni. „Á lóðina verði byggður eins konar kastali, safnmishárra turnbygginga, sem liggja munu umhverfis stórt torg. Tillögunni hefur verið gefið vinnuheitið „Varmártorg“,“ segir í erindi arkitektanna.Klippa: Nýtt Varmártorg - Hugmyndamyndband Útfærslan verður á þá leið að lágar múrsteinsklæddar byggingar stallist niður brekkuna í lóðinni. Þær mynda kastalaveginna og í þeim verða vinnustofur og/eða íbúðir og til dæmis veitingastaðir. „Upp úr múrsteinsklæddum byggingunum rísa fjórir turnar, misháir og einfaldir í formi. Tveir lægri turnanna snúa að Varmá en þeir hærri eru ofar í brekkunni. Mátulega rúmt er á milli þeirra og útsýni frá þeim því ágætt. Efstu hæðir verða inndregnar. Turnarnir standa umhverfis stórt og sólríkt torg, þar sem hægt verður að halda samkomur og útimarkaði. Niðurröðun turnanna gerir það að verkum að þeir hylja iðnaðarsvæðið, frá Helgafellslandinu séð. Með því að reisa byggingarnar vel upp yfir iðnaðarbyggingarnar vinnst tvennt; iðnaðarbyggingarnar verða skermaðar af og íbúar turnanna geta notið óhindraðs útsýnis, fjallasýnar og út á Faxaflóa. Byggingarnar eru nokkuð hærri en gengur og gerist í Mosfellsbæ, en aðstæður eru sérstakar og því teljum við leyfilegt að bregða út frá meginreglunni. Húsin eru í útjaðri byggðar og næsti nágranni er iðnaðarsvæðið í Völuteig,“ segir í erindinu þar sem lesa má nánar um málið. Mosfellsbær Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Bílapartasalan ehf. sem á lóðina að Völuteig 8 í Mosfellsbæ vill hefja uppbyggingu á lóðinni og reisa þar eins konar kastala. Þetta kemur fram í erindi Zeppelin Arkitekta til skipulagsnefndar bæjarins en árið 2009 unnu arkitektarnir deiliskipulag á lóðinni. Þá var hugmyndin að byggja þar fjögurra hæða skrifstofu- og hótelbyggingu auk kjallara og niðurgrafinnar bílageymslu en nú er markmiðið að skapa vistvæna byggð þar sem verða meðal annars íbúðir, vinnustofur, kaffi- og veitingahús. Fyrst var greint frá erindi Zeppelin Arkitekta á vef Fréttablaðsins. Bílapartasalan hefur gert samning við Byggingarfélagið Mannverk ehf. um að þróa og byggja upp lóðina. Í samkomulaginu felst einnig að Zeppelin Arkitektar mun vinna tilheyrandi skipulagsvinnu og hanna allar byggingarnar á lóðinni. „Á lóðina verði byggður eins konar kastali, safnmishárra turnbygginga, sem liggja munu umhverfis stórt torg. Tillögunni hefur verið gefið vinnuheitið „Varmártorg“,“ segir í erindi arkitektanna.Klippa: Nýtt Varmártorg - Hugmyndamyndband Útfærslan verður á þá leið að lágar múrsteinsklæddar byggingar stallist niður brekkuna í lóðinni. Þær mynda kastalaveginna og í þeim verða vinnustofur og/eða íbúðir og til dæmis veitingastaðir. „Upp úr múrsteinsklæddum byggingunum rísa fjórir turnar, misháir og einfaldir í formi. Tveir lægri turnanna snúa að Varmá en þeir hærri eru ofar í brekkunni. Mátulega rúmt er á milli þeirra og útsýni frá þeim því ágætt. Efstu hæðir verða inndregnar. Turnarnir standa umhverfis stórt og sólríkt torg, þar sem hægt verður að halda samkomur og útimarkaði. Niðurröðun turnanna gerir það að verkum að þeir hylja iðnaðarsvæðið, frá Helgafellslandinu séð. Með því að reisa byggingarnar vel upp yfir iðnaðarbyggingarnar vinnst tvennt; iðnaðarbyggingarnar verða skermaðar af og íbúar turnanna geta notið óhindraðs útsýnis, fjallasýnar og út á Faxaflóa. Byggingarnar eru nokkuð hærri en gengur og gerist í Mosfellsbæ, en aðstæður eru sérstakar og því teljum við leyfilegt að bregða út frá meginreglunni. Húsin eru í útjaðri byggðar og næsti nágranni er iðnaðarsvæðið í Völuteig,“ segir í erindinu þar sem lesa má nánar um málið.
Mosfellsbær Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira