Vinnu að nýju Alzheimerlyfi hætt vegna mikilla aukaverkana Andri Eysteinsson skrifar 12. júlí 2019 14:15 Fjölmargir íslendingar greinast með Alzheimer á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. vísir/getty Ákveðið hefur verið að hætta við þróun á nýju lyfi gegn Alzheimer en aukaverkanir sem fylgja lyfinu voru metnar of miklar af sérstakri vísindanefnd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Miklar vonir voru bundnar við tilraunina þar sem Alzheimer sjúkdómurinn er ein af stærstu áskorunum sem heilbrigðisvísindin standa frammi fyrir en allar tilraunir til að þróa lyf gegn sjúkdómnum hafa verið árangurslausar. 130 Íslendingar höfðu tekið lyfin í tilrauninni en að verkefninu störfuðu átta manns, tveir læknar, tveir sálfræðingar og fjórir hjúkrunarfræðingar. Jón Snædal, öldrunarlæknir á Landsspítalanum fór fyrir rannsókninni í samstarfi við þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna. David Reese, yfirmaður þróunar og rannsókna hjá Amgen sem vann að þróun lyfsins ásamt Novartis, segir niðurstöðuna vera mikil vonbrigði, bæði fyrir vísindin og þær milljónir sem Alzheimer hefur áhrif á. Hann segist þó enn trúa því að efnahvatinn sem lyfið átti að hemja sé mikilvægur í ferlinu. Reese segir fyrirtæki sitt enn fremur reiðubúið til þess að deila niðurstöðum sínum með öðrum og þannig leggja lóð sín á vogarskálarnar. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir lyfið hafa haft áhrif á efnahvatann en það hafi ekki nægt til þess að hægja á þróun sjúkdómsins.Haft verður samband við alla þátttakendur verkefnisins og framhaldið rætt. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ákveðið hefur verið að hætta við þróun á nýju lyfi gegn Alzheimer en aukaverkanir sem fylgja lyfinu voru metnar of miklar af sérstakri vísindanefnd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Miklar vonir voru bundnar við tilraunina þar sem Alzheimer sjúkdómurinn er ein af stærstu áskorunum sem heilbrigðisvísindin standa frammi fyrir en allar tilraunir til að þróa lyf gegn sjúkdómnum hafa verið árangurslausar. 130 Íslendingar höfðu tekið lyfin í tilrauninni en að verkefninu störfuðu átta manns, tveir læknar, tveir sálfræðingar og fjórir hjúkrunarfræðingar. Jón Snædal, öldrunarlæknir á Landsspítalanum fór fyrir rannsókninni í samstarfi við þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna. David Reese, yfirmaður þróunar og rannsókna hjá Amgen sem vann að þróun lyfsins ásamt Novartis, segir niðurstöðuna vera mikil vonbrigði, bæði fyrir vísindin og þær milljónir sem Alzheimer hefur áhrif á. Hann segist þó enn trúa því að efnahvatinn sem lyfið átti að hemja sé mikilvægur í ferlinu. Reese segir fyrirtæki sitt enn fremur reiðubúið til þess að deila niðurstöðum sínum með öðrum og þannig leggja lóð sín á vogarskálarnar. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir lyfið hafa haft áhrif á efnahvatann en það hafi ekki nægt til þess að hægja á þróun sjúkdómsins.Haft verður samband við alla þátttakendur verkefnisins og framhaldið rætt.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00