„Aðeins illt í fótunum“ eftir tvöfaldan Laugaveg Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 14:17 Þorbergur á ferðinni í nótt. Hann á að baki rúma hundrað kílómetra síðan klukkan tvö. Mynd/Aðsend „Ég er mjög þreyttur. Þetta var frekar erfitt en annars er ég bara ágætur, illa sofinn og aðeins illt í fótunum,“ segir Þorbergur Ingi Jónsson, sigurvegari Laugavegshlaupsins í ár, í samtali við Vísi nokkrum mínútum eftir að hann kom í mark. Þorbergur kláraði hlaupið á tímanum 04:32:15, sem er ellefti besti tími hlaupsins frá upphafi, en sjálfur á Þorbergur brautarmetið í hlaupinu. Frammistaða Þorbergs í dag verður þó að teljast afar góð – jafnvel mögnuð – í ljósi þess að hann hljóp Laugaveginn í nótt, áður en hið eiginlega hlaup hófst í morgun. Þorbergur tók „upphitunina“ ásamt Elísabetu Margeirsdóttur hlaupara og fylgdarfólki. Elísabet, sem einnig tekur þátt í Laugavegshlaupinu í ár, lagði af stað klukkan eitt í nótt og Þorbergur klukkutíma síðar. Þannig á Þorbergur nú rúma 100 kílómetra að baki síðan klukkan tvö, og hið sama mun gilda um Elísabetu þegar hún kemur í mark. „Ég er að fara í langt hlaup í lok ágúst, 170 kílómetra hlaup með 10 þúsund metra hækkun, og mig vantaði góða langa æfingu og frábært að gera það úr þessu hlaupi. Maður er svona þvingaður til að pressa á bakaleiðinni,“ segir Þorbergur. „Við fórum á þægilegu tempói, ég var um sex tíma og Elísabet um sjö tíma. Svo fengum við tæpan klukkutíma aðeins til að borða þarna upp frá. Þetta var skemmtilegt verkefni.“ Þorbergur sést hér koma í mark í Þórsmörk á öðrum tímanum í dag.Mynd/Laugavegur Ultra Marathon Ertu sáttur með tímann? „Já, já. Tíminn var eiginlega aukaatriði. En auðvitað langaði mig að vinna. Það er náttúrulega mjög erfitt að vera búinn að hlaupa 53 kílómetra þegar maður leggur af stað í hlaup, þannig að ég er bara mjög sáttur.“ Nú þegar þrekraun dagsins og næturinnar er yfirstaðin taka rólegir dagar við hjá Þorbergi, eða í það minnsta „rólegir“ á mælikvarða maraþonhlauparans. Framundan er 170 kílómetra hlaup í Ölpunum. „Ég skokka núna fjóra, fimm daga og svo byrja ég aftur að taka einhver gæði,“ segir Þorbergur. „Stóra markmiðið bæði hjá mér og Elísabetu heitir UTMB og er 170 kílómetrar, þar er hlaupið hringinn í kringum Mont Blanc. Þetta er eitt sterkasta hlaup í heimi og okkur fannst kjörið tækifæri að nota þetta hlaup sem æfingu.“ Þorbergur og Elísabet höfðu um klukkustund til að fá sér að borða á milli Laugavegshlaupa.Mynd/Aðsend Heilsa Hlaup Laugavegshlaupið Tengdar fréttir Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. 13. júlí 2019 09:59 Þorbergur fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu Hlaupagarpurinn Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 04:32:15 nú um klukkan hálf tvö. 13. júlí 2019 13:45 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
„Ég er mjög þreyttur. Þetta var frekar erfitt en annars er ég bara ágætur, illa sofinn og aðeins illt í fótunum,“ segir Þorbergur Ingi Jónsson, sigurvegari Laugavegshlaupsins í ár, í samtali við Vísi nokkrum mínútum eftir að hann kom í mark. Þorbergur kláraði hlaupið á tímanum 04:32:15, sem er ellefti besti tími hlaupsins frá upphafi, en sjálfur á Þorbergur brautarmetið í hlaupinu. Frammistaða Þorbergs í dag verður þó að teljast afar góð – jafnvel mögnuð – í ljósi þess að hann hljóp Laugaveginn í nótt, áður en hið eiginlega hlaup hófst í morgun. Þorbergur tók „upphitunina“ ásamt Elísabetu Margeirsdóttur hlaupara og fylgdarfólki. Elísabet, sem einnig tekur þátt í Laugavegshlaupinu í ár, lagði af stað klukkan eitt í nótt og Þorbergur klukkutíma síðar. Þannig á Þorbergur nú rúma 100 kílómetra að baki síðan klukkan tvö, og hið sama mun gilda um Elísabetu þegar hún kemur í mark. „Ég er að fara í langt hlaup í lok ágúst, 170 kílómetra hlaup með 10 þúsund metra hækkun, og mig vantaði góða langa æfingu og frábært að gera það úr þessu hlaupi. Maður er svona þvingaður til að pressa á bakaleiðinni,“ segir Þorbergur. „Við fórum á þægilegu tempói, ég var um sex tíma og Elísabet um sjö tíma. Svo fengum við tæpan klukkutíma aðeins til að borða þarna upp frá. Þetta var skemmtilegt verkefni.“ Þorbergur sést hér koma í mark í Þórsmörk á öðrum tímanum í dag.Mynd/Laugavegur Ultra Marathon Ertu sáttur með tímann? „Já, já. Tíminn var eiginlega aukaatriði. En auðvitað langaði mig að vinna. Það er náttúrulega mjög erfitt að vera búinn að hlaupa 53 kílómetra þegar maður leggur af stað í hlaup, þannig að ég er bara mjög sáttur.“ Nú þegar þrekraun dagsins og næturinnar er yfirstaðin taka rólegir dagar við hjá Þorbergi, eða í það minnsta „rólegir“ á mælikvarða maraþonhlauparans. Framundan er 170 kílómetra hlaup í Ölpunum. „Ég skokka núna fjóra, fimm daga og svo byrja ég aftur að taka einhver gæði,“ segir Þorbergur. „Stóra markmiðið bæði hjá mér og Elísabetu heitir UTMB og er 170 kílómetrar, þar er hlaupið hringinn í kringum Mont Blanc. Þetta er eitt sterkasta hlaup í heimi og okkur fannst kjörið tækifæri að nota þetta hlaup sem æfingu.“ Þorbergur og Elísabet höfðu um klukkustund til að fá sér að borða á milli Laugavegshlaupa.Mynd/Aðsend
Heilsa Hlaup Laugavegshlaupið Tengdar fréttir Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. 13. júlí 2019 09:59 Þorbergur fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu Hlaupagarpurinn Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 04:32:15 nú um klukkan hálf tvö. 13. júlí 2019 13:45 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. 13. júlí 2019 09:59
Þorbergur fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu Hlaupagarpurinn Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 04:32:15 nú um klukkan hálf tvö. 13. júlí 2019 13:45