Óeðlilegt að velta raforkuskorti á almenning Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júlí 2019 19:45 Yfirvofandi raforkuskortur er til marks um stefnuleysi í orkumálum Íslendinga að mati formanns Ungra umhverfissinna. Staðan sé tilkomin vegna uppbyggingu raforkufreks iðnaðar og þess vegna óeðlilegt að ýja að því almenningur þurfi að taka skortinn á sig. Í nýrri skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð á Íslandi er varað við hugsanlegum orkuskorti á landinu eftir um þrjú ár, aukning rafmagnsnotkunar hafi verið meiri en aukning framleiðslunnar, ekki síst vegna tilkomu gagnavera. Forstjóri Landsnets hefur lýst því yfir að ef til slíks skorts komi þyrfti að skerða rafmagn á álagstímum. Lagaramma skorti til að tryggja að skerðingin bitni ekki á almenningi.Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK hefur tekið í sama streng, Ekki hafi fengist leyfi til að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir til að auka raforkuframleiðsluna og beindi hann spjótum sínum að rammaáætlun. Forstjóri HS Orku er sama sinnis og talar fyrir aukinni virkjun vindorku sem lið í því að bregðast við yfirvofandi rafmagnsskorti. Formaður Ungra umhverfissinna segir ákveðið stefnuleysi ríkja í orkumálum þjóðarinnar enda sé enn unnið að mörkun orkustefnu fyrir Ísland. Í þeirri umræðu sé mikilvægt að hafa í huga að um 83 prósent raforkuframleiðslu fari í stóriðju. „Vandamálið í þessari umræðu um orkuskort er spurningin um fyrir hvern. Því þegar það er algjört stefnuleysi þá er mjög auðvelt fyrir suma að ýja að því að almenningur eigi einhvern veginn að taka þennan skort á sig, sem verður eingöngu til vegna þess að það er alltaf verið að reisa fleiri mannvirki sem krefjast mikillar raforku,“ segir Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna. Forstjóri Landsnets telur aðeins tvennt í stöðunni vegna yfirvofandi rafmagnsskorts, annað hvort að auka framleiðsluna eða að draga úr álagi. „Þá þarf nú kannski líka að huga að því að það er verið að bæta við fullt af verkefnum sem krefjast mikillar raforku. Þannig að þeir aðilar sem eru að standa fyrir þeirri aukningu ættu nú kannski aðeins að hugsa sig um, og þau sveitarfélög sem að eru að leyfa slíkt,“ segir Pétur. Hann hvetur stjórnvöld til að hugsa orkustefnuna til lengri tíma og að litið verði á náttúruna, og um leið raforkuframleiðslu, sem takmarkaða auðlind. „Upprunalega var talað um kannski þrjátíu til fjörutíu ár en okkur finnst að þetta ættu kannski að vera tvö, þrjú hundruð ár. Vegna þess að það er verið að raska náttúrunni á óafturkræfan hátt og eftir fimm hundruð ár þá mun fólk vonandi búa hérna enn þá.“ Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Alþingismaður segir Rammaáætlunina ónýta Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar ræddu um skýrslu Landsnets um meintan orkuskort og þróun orkunýtingu hérlendis í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. 14. júlí 2019 15:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Yfirvofandi raforkuskortur er til marks um stefnuleysi í orkumálum Íslendinga að mati formanns Ungra umhverfissinna. Staðan sé tilkomin vegna uppbyggingu raforkufreks iðnaðar og þess vegna óeðlilegt að ýja að því almenningur þurfi að taka skortinn á sig. Í nýrri skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð á Íslandi er varað við hugsanlegum orkuskorti á landinu eftir um þrjú ár, aukning rafmagnsnotkunar hafi verið meiri en aukning framleiðslunnar, ekki síst vegna tilkomu gagnavera. Forstjóri Landsnets hefur lýst því yfir að ef til slíks skorts komi þyrfti að skerða rafmagn á álagstímum. Lagaramma skorti til að tryggja að skerðingin bitni ekki á almenningi.Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK hefur tekið í sama streng, Ekki hafi fengist leyfi til að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir til að auka raforkuframleiðsluna og beindi hann spjótum sínum að rammaáætlun. Forstjóri HS Orku er sama sinnis og talar fyrir aukinni virkjun vindorku sem lið í því að bregðast við yfirvofandi rafmagnsskorti. Formaður Ungra umhverfissinna segir ákveðið stefnuleysi ríkja í orkumálum þjóðarinnar enda sé enn unnið að mörkun orkustefnu fyrir Ísland. Í þeirri umræðu sé mikilvægt að hafa í huga að um 83 prósent raforkuframleiðslu fari í stóriðju. „Vandamálið í þessari umræðu um orkuskort er spurningin um fyrir hvern. Því þegar það er algjört stefnuleysi þá er mjög auðvelt fyrir suma að ýja að því að almenningur eigi einhvern veginn að taka þennan skort á sig, sem verður eingöngu til vegna þess að það er alltaf verið að reisa fleiri mannvirki sem krefjast mikillar raforku,“ segir Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna. Forstjóri Landsnets telur aðeins tvennt í stöðunni vegna yfirvofandi rafmagnsskorts, annað hvort að auka framleiðsluna eða að draga úr álagi. „Þá þarf nú kannski líka að huga að því að það er verið að bæta við fullt af verkefnum sem krefjast mikillar raforku. Þannig að þeir aðilar sem eru að standa fyrir þeirri aukningu ættu nú kannski aðeins að hugsa sig um, og þau sveitarfélög sem að eru að leyfa slíkt,“ segir Pétur. Hann hvetur stjórnvöld til að hugsa orkustefnuna til lengri tíma og að litið verði á náttúruna, og um leið raforkuframleiðslu, sem takmarkaða auðlind. „Upprunalega var talað um kannski þrjátíu til fjörutíu ár en okkur finnst að þetta ættu kannski að vera tvö, þrjú hundruð ár. Vegna þess að það er verið að raska náttúrunni á óafturkræfan hátt og eftir fimm hundruð ár þá mun fólk vonandi búa hérna enn þá.“
Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Alþingismaður segir Rammaáætlunina ónýta Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar ræddu um skýrslu Landsnets um meintan orkuskort og þróun orkunýtingu hérlendis í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. 14. júlí 2019 15:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00
Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30
Alþingismaður segir Rammaáætlunina ónýta Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar ræddu um skýrslu Landsnets um meintan orkuskort og þróun orkunýtingu hérlendis í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. 14. júlí 2019 15:00