Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2019 22:16 Helgi Steinsson og dæturnar Jónína og Gunnþórunn á Syðri-Bægisá settust niður stutta stund með fréttamanni til að spjalla um heyskapinn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. Rætt var við bændur í Öxnadal í fréttum Stöðvar 2. Herdeildir heyvinnuvéla hafa verið á túnum á Norðurlandi í veðurblíðunni að undanförnu. Sjá mátti fólk í heyskap nánast á hverjum bæ í sveitum Eyjafjarðar þegar við fórum þar um í vikunni.Frá heyskap á Þverá í Öxnadal í vikunni. Hraundrangi í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er liðnar yfir sex vikur frá því fyrstu fregnir bárust af heyskap sunnanlands. En hvernig skyldi ganga hjá bændum norðanlands? Á Þverá í Öxnadal var Þorsteinn Rútsson að ljúka fyrsta slætti og Arnar Ingi Tryggvason var að snúa en þeir hófu heyskap um miðjan júní. Þorsteinn Rútsson og Arnar Ingi Tryggvason, bændur á Þverá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það gekk náttúrulega bara mjög illa með sprettu vegna þurrka. Það er einstakt hvað það er búið að vera þurrt í vor og kalt um tíma,“ segir Þorsteinn. „Verið frekar dræmt,“ bætir Arnar við. „Þannig að það er minni heyfengur í ár bara yfirleitt held ég á svæðinu hér norðanlands heldur en verið hefur undanfarið,“ segir Þorsteinn.Á Syðri-Bægisá var verið að rúllubinda.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Syðri Bægisá var Helgi Steinsson að rúllubinda með dætrum sínum, þeim Gunnþórunni og Jónínu, meðan húsmóðirin, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sá um að loka rúllunum. „Það hefur gengið nokkuð vel en þurrkurinn er búinn að há okkur verulega hérna. Síðustu rigningar komu hérna 12. maí og síðan kom eiginlega ekkert fyrr en bara núna. Túnin eru farin að brenna og engin spretta að ráði,“ segir Helgi.Bændum í Öxnadal finnst uppskeran rýr af túnunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Syðri-Bægisá hófu þau slátt 20. júní og finnst uppskeran rýr. „Yfirleitt hefur það ekki verið mikið verra en þetta. Það er þá frekar í seinni slætti. Fyrri sláttur hefur yfirleitt verið nokkuð góður en brunnið þá í seinni slætti,“ segir Helgi.Syðri-Bægisá telst neðsti bær í Öxnadal. Séð niður Hörgárdal í átt til Eyjafjarðar. Fjallið Kaldbakur fjærst fyrir miðju.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En hvernig horfir þá með seinni slátt? „Við fengum góða dembu núna í síðustu viku. Ef að það kannski bleytir eitthvað meira aftur þá lítur bara vel út með hann,“ svarar Helgi.Pabbinn og dæturnar ræða við fréttamann. Þriðja dóttirin var í vinnu í sundlauginni á Þelamörk.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Meðan við sátum á spjalli með feðginunum var húsmóðirin farin að sækja kýrnar til mjalta. Og dæturnar láta ekki sitt eftir liggja í heyskapnum. „Þetta er bara það skemmtilegasta sem maður gerir,“ segir Jónína og Gunnþórunn tekur undir. Pabbinn segir þær mjög áhugasamar og kunni vel til verka, eins og heyra má hér í frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Landbúnaður Tengdar fréttir Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. Rætt var við bændur í Öxnadal í fréttum Stöðvar 2. Herdeildir heyvinnuvéla hafa verið á túnum á Norðurlandi í veðurblíðunni að undanförnu. Sjá mátti fólk í heyskap nánast á hverjum bæ í sveitum Eyjafjarðar þegar við fórum þar um í vikunni.Frá heyskap á Þverá í Öxnadal í vikunni. Hraundrangi í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er liðnar yfir sex vikur frá því fyrstu fregnir bárust af heyskap sunnanlands. En hvernig skyldi ganga hjá bændum norðanlands? Á Þverá í Öxnadal var Þorsteinn Rútsson að ljúka fyrsta slætti og Arnar Ingi Tryggvason var að snúa en þeir hófu heyskap um miðjan júní. Þorsteinn Rútsson og Arnar Ingi Tryggvason, bændur á Þverá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það gekk náttúrulega bara mjög illa með sprettu vegna þurrka. Það er einstakt hvað það er búið að vera þurrt í vor og kalt um tíma,“ segir Þorsteinn. „Verið frekar dræmt,“ bætir Arnar við. „Þannig að það er minni heyfengur í ár bara yfirleitt held ég á svæðinu hér norðanlands heldur en verið hefur undanfarið,“ segir Þorsteinn.Á Syðri-Bægisá var verið að rúllubinda.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Syðri Bægisá var Helgi Steinsson að rúllubinda með dætrum sínum, þeim Gunnþórunni og Jónínu, meðan húsmóðirin, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sá um að loka rúllunum. „Það hefur gengið nokkuð vel en þurrkurinn er búinn að há okkur verulega hérna. Síðustu rigningar komu hérna 12. maí og síðan kom eiginlega ekkert fyrr en bara núna. Túnin eru farin að brenna og engin spretta að ráði,“ segir Helgi.Bændum í Öxnadal finnst uppskeran rýr af túnunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Syðri-Bægisá hófu þau slátt 20. júní og finnst uppskeran rýr. „Yfirleitt hefur það ekki verið mikið verra en þetta. Það er þá frekar í seinni slætti. Fyrri sláttur hefur yfirleitt verið nokkuð góður en brunnið þá í seinni slætti,“ segir Helgi.Syðri-Bægisá telst neðsti bær í Öxnadal. Séð niður Hörgárdal í átt til Eyjafjarðar. Fjallið Kaldbakur fjærst fyrir miðju.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En hvernig horfir þá með seinni slátt? „Við fengum góða dembu núna í síðustu viku. Ef að það kannski bleytir eitthvað meira aftur þá lítur bara vel út með hann,“ svarar Helgi.Pabbinn og dæturnar ræða við fréttamann. Þriðja dóttirin var í vinnu í sundlauginni á Þelamörk.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Meðan við sátum á spjalli með feðginunum var húsmóðirin farin að sækja kýrnar til mjalta. Og dæturnar láta ekki sitt eftir liggja í heyskapnum. „Þetta er bara það skemmtilegasta sem maður gerir,“ segir Jónína og Gunnþórunn tekur undir. Pabbinn segir þær mjög áhugasamar og kunni vel til verka, eins og heyra má hér í frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Landbúnaður Tengdar fréttir Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01