Ríkisjarðir Davíð Stefánsson skrifar 15. júlí 2019 07:00 Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, vakti nýlega máls á mikilvægu atriði skynsamlegrar byggðafestu þegar hann hvatti til stórátaks í sölu ríkisjarða. Haraldur, sem er bóndi undir Akrafjalli og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, er einn af landsbyggðarþingmönnum Sjálfstæðisflokksins og í fjárlaganefnd Alþingis. Hann hvetur til umræðu um eignarhald á venjulegum bújörðum og bendir á að íslenska ríkið sé stærsti einstaki eigandi þeirra. „Það færi vel á því að hefja nú átak í sölu ríkisjarða undir merkjum nýrrar stefnu í eignarhaldi á bújörðum. Stefnu sem styrkir byggð og búsetu, því blómlegar byggðir eru helsta aðdráttarafl landsins,“ segir hann. Jarðir í eigu ríkisins eru um 450 talsins. Þar af eru um 300 bújarðir, flestar í ábúð en einhverjar eru eyðijarðir. Þetta víðtæka eignarhald ríkisins á bújörðum á sér margar ólíkar skýringar. Brugðist var við miklum erfiðleikum í landbúnaði með því að ríkisvaldið yfirtók jarðir. En af hverju að hefja stórátak í sölu ríkisjarða? Flestir hljóta að vera sammála um að ríkið eigi ekki að vera stærsti eigandi bújarða á Íslandi. Það eru engin skynsamleg rök fyrir að svo eigi að vera. Ekki frekar en að ríkið eigi verslunarhúsnæði í stórum stíl til útleigu. Aukinheldur ætti að takmarka sem mest atvinnurekstur ríkisvaldsins, hvort sem það er búrekstur eða útleiga jarða til landbúnaðar. Þetta er einfaldlega ekki hlutverk ríkisins. Nóg er nú samt. Verði af slíku átaki í sölu ríkisjarða þarf að tryggja að ekki verði gengið á núverandi ábúendur eða leigutaka og til þeirra verði leitað fyrst varðandi sölu. Til að flækja þetta hafa nálæg bú á stundum nytjar af ríkisjörðum. Að sama skapi þarf að tryggja að markaður með jarðir raskist ekki um of. Hagsmunir margra fjölskyldna er undir. Menn skyldu ætla sér tíma til sölu þessara jarða. Það kunna síðan að vera eðlileg rök fyrir því að ríkisvaldið eigi áfram jarðir sem það hefur mikla hagsmuni af. En það á ekki við um bróðurpart ríkisjarða. Það er ólíklegt að í mörgum þessara jarða felist einhver gríðarleg verðmæti. En hugsanlega er hægt að sammælast um slíkt átak gangi söluandvirðið til varnar hinum dreifðu byggðum. Það er staðreynd að samfélög í hinum dreifðu byggðum eiga sum hver mjög undir högg að sækja þar sem fækkun íbúa leiðir til þess að erfiðara verður að halda uppi grunnþjónustu. Landbúnaður heldur byggðarlögum í ábúð. Það viljum við flest. Umræða um sölu ríkisjarða er ekki ný af nálinni. En þessum tillögum Haraldar Benediktssonar ber að fagna. Þetta eru orð í tíma töluð. Hann hefur sagt að nú sé meiri pólitískur stuðningur en áður við að búa til lagaumgjörð með þeim hætti að eignarhald jarða til byggðafestu. Þar verður hlutur ríkisins að minnka. Nú er að hefjast handa Haraldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Landbúnaður Tengdar fréttir Segir búskap á ríkisjörðum staðna vegna óvissu um sölu Haraldur Benediktsson, þingmaður, segir búskap á ríkisjörðum víða í stöðnun vegna óvissu um framtíðina. Hann vill sjá skipulagt átak í sölu bújarða ríkisins, sem eru um 15. júlí 2019 06:00 Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, vakti nýlega máls á mikilvægu atriði skynsamlegrar byggðafestu þegar hann hvatti til stórátaks í sölu ríkisjarða. Haraldur, sem er bóndi undir Akrafjalli og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, er einn af landsbyggðarþingmönnum Sjálfstæðisflokksins og í fjárlaganefnd Alþingis. Hann hvetur til umræðu um eignarhald á venjulegum bújörðum og bendir á að íslenska ríkið sé stærsti einstaki eigandi þeirra. „Það færi vel á því að hefja nú átak í sölu ríkisjarða undir merkjum nýrrar stefnu í eignarhaldi á bújörðum. Stefnu sem styrkir byggð og búsetu, því blómlegar byggðir eru helsta aðdráttarafl landsins,“ segir hann. Jarðir í eigu ríkisins eru um 450 talsins. Þar af eru um 300 bújarðir, flestar í ábúð en einhverjar eru eyðijarðir. Þetta víðtæka eignarhald ríkisins á bújörðum á sér margar ólíkar skýringar. Brugðist var við miklum erfiðleikum í landbúnaði með því að ríkisvaldið yfirtók jarðir. En af hverju að hefja stórátak í sölu ríkisjarða? Flestir hljóta að vera sammála um að ríkið eigi ekki að vera stærsti eigandi bújarða á Íslandi. Það eru engin skynsamleg rök fyrir að svo eigi að vera. Ekki frekar en að ríkið eigi verslunarhúsnæði í stórum stíl til útleigu. Aukinheldur ætti að takmarka sem mest atvinnurekstur ríkisvaldsins, hvort sem það er búrekstur eða útleiga jarða til landbúnaðar. Þetta er einfaldlega ekki hlutverk ríkisins. Nóg er nú samt. Verði af slíku átaki í sölu ríkisjarða þarf að tryggja að ekki verði gengið á núverandi ábúendur eða leigutaka og til þeirra verði leitað fyrst varðandi sölu. Til að flækja þetta hafa nálæg bú á stundum nytjar af ríkisjörðum. Að sama skapi þarf að tryggja að markaður með jarðir raskist ekki um of. Hagsmunir margra fjölskyldna er undir. Menn skyldu ætla sér tíma til sölu þessara jarða. Það kunna síðan að vera eðlileg rök fyrir því að ríkisvaldið eigi áfram jarðir sem það hefur mikla hagsmuni af. En það á ekki við um bróðurpart ríkisjarða. Það er ólíklegt að í mörgum þessara jarða felist einhver gríðarleg verðmæti. En hugsanlega er hægt að sammælast um slíkt átak gangi söluandvirðið til varnar hinum dreifðu byggðum. Það er staðreynd að samfélög í hinum dreifðu byggðum eiga sum hver mjög undir högg að sækja þar sem fækkun íbúa leiðir til þess að erfiðara verður að halda uppi grunnþjónustu. Landbúnaður heldur byggðarlögum í ábúð. Það viljum við flest. Umræða um sölu ríkisjarða er ekki ný af nálinni. En þessum tillögum Haraldar Benediktssonar ber að fagna. Þetta eru orð í tíma töluð. Hann hefur sagt að nú sé meiri pólitískur stuðningur en áður við að búa til lagaumgjörð með þeim hætti að eignarhald jarða til byggðafestu. Þar verður hlutur ríkisins að minnka. Nú er að hefjast handa Haraldur.
Segir búskap á ríkisjörðum staðna vegna óvissu um sölu Haraldur Benediktsson, þingmaður, segir búskap á ríkisjörðum víða í stöðnun vegna óvissu um framtíðina. Hann vill sjá skipulagt átak í sölu bújarða ríkisins, sem eru um 15. júlí 2019 06:00
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun