Kynslóðaskipti í kortunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. júlí 2019 07:30 Helmingur dómara við Hæstarétt er kominn á leyfilegan eftirlaunaaldur, þeirra á meðal eina konan í réttinum. Fréttablaðið/Eyþór Fjórir af átta dómurum í Hæstarétti eru ýmist orðnir 65 ára eða ná þeim aldri innan skamms. Einn til viðbótar nær leyfilegum eftirlaunaaldri á næsta ári. Dómarar eru skipaðir ævilangt en Hæstaréttardómarar geta fengið lausn frá embætti 65 ára án þess að missa neins af launum sínum eins og segir í 61. gr. stjórnarskrárinnar. Meðal þeirra dómara sem komnir eru á eftirlaunaaldur er eina konan sem situr í réttinum, Gréta Baldursdóttir. Verði hún næst dómara til að láta af embætti verður ekki skipaður dómari í hennar stað sem þýðir að Hæstiréttur yrði eingöngu skipaður körlum en samkvæmt breytingu sem gerð var á dómstólalögum 2016 verður ekki skipaður nýr dómari fyrir þann sem næstur lætur af störfum við réttinn vegna fækkunar dómara við Hæstarétt. Þeir eru átta núna en eiga samkvæmt nýrri skipan réttarins að vera sjö. Gréta er þó enn í fullu fjöri en í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins staðfestir Gréta að hún sé ekki að hætta að svo stöddu.Gréta er næstelst í réttinum en Þorgeir Örlygsson er einnig orðinn 65 ára. Hann tók verið forsæti í réttinum í ársbyrjun 2017 og verður forseti Hæstaréttar til ársloka 2021. Þorgeir verður ekki sjötugur fyrr en í nóvember 2022 og getur því lokið forsetatímabili sínu fyrir þann tíma. Tveir aðrir dómarar við réttinn nálgast leyfilegan eftirlaunaaldur; þeir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson sem verða báðir 65 ára í haust. Markús hefur langlengsta starfsaldur allra dómara í réttinum. Hann var skipaður Hæstaréttardómari fertugur að aldri árið 1994 og hefur gengt stöðu hæstaréttardómara í aldarfjórðung. Enginn fyrrnefndra dómara hefur tilkynnt dómsmálaráðherra að hann hyggist fara á eftirlaun samkvæmt svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins, en orðrómur hefur þó verið um að bæði Viðar Már og Markús hyggist setjast í helgan stein. Samkvæmt ákvæðum dómstólalaga skal dómara veitt lausn frá embætti ef hann leitar eftir henni sjálfur enda sé það gert með þeim fyrirvara sem gildir almennt um starfsmenn ríkisins. Í starfsmannalögum segir að embættismaður sem hyggst biðjast lausnar skuli gera það skriflega með þriggja mánaða fyrirvara, nema ófyrirsjáanleg atvik hafi gert hann ófæran um að gegna embættinu eða stjórnvald, sem lausn á að veita, samþykki skemmri frest. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Sjá meira
Fjórir af átta dómurum í Hæstarétti eru ýmist orðnir 65 ára eða ná þeim aldri innan skamms. Einn til viðbótar nær leyfilegum eftirlaunaaldri á næsta ári. Dómarar eru skipaðir ævilangt en Hæstaréttardómarar geta fengið lausn frá embætti 65 ára án þess að missa neins af launum sínum eins og segir í 61. gr. stjórnarskrárinnar. Meðal þeirra dómara sem komnir eru á eftirlaunaaldur er eina konan sem situr í réttinum, Gréta Baldursdóttir. Verði hún næst dómara til að láta af embætti verður ekki skipaður dómari í hennar stað sem þýðir að Hæstiréttur yrði eingöngu skipaður körlum en samkvæmt breytingu sem gerð var á dómstólalögum 2016 verður ekki skipaður nýr dómari fyrir þann sem næstur lætur af störfum við réttinn vegna fækkunar dómara við Hæstarétt. Þeir eru átta núna en eiga samkvæmt nýrri skipan réttarins að vera sjö. Gréta er þó enn í fullu fjöri en í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins staðfestir Gréta að hún sé ekki að hætta að svo stöddu.Gréta er næstelst í réttinum en Þorgeir Örlygsson er einnig orðinn 65 ára. Hann tók verið forsæti í réttinum í ársbyrjun 2017 og verður forseti Hæstaréttar til ársloka 2021. Þorgeir verður ekki sjötugur fyrr en í nóvember 2022 og getur því lokið forsetatímabili sínu fyrir þann tíma. Tveir aðrir dómarar við réttinn nálgast leyfilegan eftirlaunaaldur; þeir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson sem verða báðir 65 ára í haust. Markús hefur langlengsta starfsaldur allra dómara í réttinum. Hann var skipaður Hæstaréttardómari fertugur að aldri árið 1994 og hefur gengt stöðu hæstaréttardómara í aldarfjórðung. Enginn fyrrnefndra dómara hefur tilkynnt dómsmálaráðherra að hann hyggist fara á eftirlaun samkvæmt svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins, en orðrómur hefur þó verið um að bæði Viðar Már og Markús hyggist setjast í helgan stein. Samkvæmt ákvæðum dómstólalaga skal dómara veitt lausn frá embætti ef hann leitar eftir henni sjálfur enda sé það gert með þeim fyrirvara sem gildir almennt um starfsmenn ríkisins. Í starfsmannalögum segir að embættismaður sem hyggst biðjast lausnar skuli gera það skriflega með þriggja mánaða fyrirvara, nema ófyrirsjáanleg atvik hafi gert hann ófæran um að gegna embættinu eða stjórnvald, sem lausn á að veita, samþykki skemmri frest.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Sjá meira