Hafnað í borginni, samþykkt á Alþingi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 16. júlí 2019 07:00 Það hlýtur að teljast sérstakt að tillaga sem hafnað er af hörku í borgarstjórn er stuttu síðar komin í lög. Á borgarstjórnarfundi 16. október, 2018 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að heimila akstur bifreiða með stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða um göngugötur í miðborg Reykjavíkur og að bifreiðum með slíkt stæðiskort verði heimilt að leggja á bílastæðum á göngugötum borgarinnar. Tillögunni var illa tekið af meirihlutanum í borgarstjórn og einkenndust viðbrögð af neikvæðni og útúrsnúningum. Einkum fulltrúar frá Samfylkingunni og Viðreisn kepptust við að draga umræðuna niður á lágt plan.Mannréttindamál Sjálfsagt er að takast á um þetta mál sem önnur með heiðarlegum hætti. En nú þarf ekki að takast á um þetta mál lengur. Löggjafinn hefur haft vit fyrir meirihluta borgarstjórnar enda hér um mannréttindamál að ræða. Á það skal minnt að á vefsíðu Reykjavíkurborgar stendur skýrt og skorinort: „Óheimilt er að mismuna fólki vegna fötlunar. Allir eiga rétt á virkri þátttöku í reykvísku borgarsamfélagi og fatlaðir skulu eiga jafnan aðgang að þjónustu og ófatlaðir.“ Þetta ætlaði meirihlutinn í borgarstjórn einfaldlega að hunsa en hefur engu að síður til skrauts á vefsíðu borgarinnar. Horfa skal til þess að meirihlutinn hefur samþykkt án samráðs við hagsmunasamtök hreyfihamlaðra sem og rekstraraðila að fjölga göngugötum og hafa ákveðið að gera vinsælustu götur miðbæjarins að göngugötum varanlega. Eins skemmtilegar og göngugötur geta verið þá eiga margir sem eru hreyfihamlaðir ekki auðvelt aðgengi að þeim. Það er ekki nema lítill hluti hreyfihamlaðs fólks sem notast við hjólastól eða göngugrind og getur því nýtt sér göngugötur (svo framarlega sem bílastæði eru nálægt). Fyrir stóran hluta hreyfihamlaðs fólks er lokuð göngugata hindrun á aðgengi og þýðir að þeir sem eiga erfitt með gang forðast þær einfaldlega. Það yrði varla á bætandi því að nú þegar er mikill fólks- og fyrirtækjaflótti af þessu svæði.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Félagsmál Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það hlýtur að teljast sérstakt að tillaga sem hafnað er af hörku í borgarstjórn er stuttu síðar komin í lög. Á borgarstjórnarfundi 16. október, 2018 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að heimila akstur bifreiða með stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða um göngugötur í miðborg Reykjavíkur og að bifreiðum með slíkt stæðiskort verði heimilt að leggja á bílastæðum á göngugötum borgarinnar. Tillögunni var illa tekið af meirihlutanum í borgarstjórn og einkenndust viðbrögð af neikvæðni og útúrsnúningum. Einkum fulltrúar frá Samfylkingunni og Viðreisn kepptust við að draga umræðuna niður á lágt plan.Mannréttindamál Sjálfsagt er að takast á um þetta mál sem önnur með heiðarlegum hætti. En nú þarf ekki að takast á um þetta mál lengur. Löggjafinn hefur haft vit fyrir meirihluta borgarstjórnar enda hér um mannréttindamál að ræða. Á það skal minnt að á vefsíðu Reykjavíkurborgar stendur skýrt og skorinort: „Óheimilt er að mismuna fólki vegna fötlunar. Allir eiga rétt á virkri þátttöku í reykvísku borgarsamfélagi og fatlaðir skulu eiga jafnan aðgang að þjónustu og ófatlaðir.“ Þetta ætlaði meirihlutinn í borgarstjórn einfaldlega að hunsa en hefur engu að síður til skrauts á vefsíðu borgarinnar. Horfa skal til þess að meirihlutinn hefur samþykkt án samráðs við hagsmunasamtök hreyfihamlaðra sem og rekstraraðila að fjölga göngugötum og hafa ákveðið að gera vinsælustu götur miðbæjarins að göngugötum varanlega. Eins skemmtilegar og göngugötur geta verið þá eiga margir sem eru hreyfihamlaðir ekki auðvelt aðgengi að þeim. Það er ekki nema lítill hluti hreyfihamlaðs fólks sem notast við hjólastól eða göngugrind og getur því nýtt sér göngugötur (svo framarlega sem bílastæði eru nálægt). Fyrir stóran hluta hreyfihamlaðs fólks er lokuð göngugata hindrun á aðgengi og þýðir að þeir sem eiga erfitt með gang forðast þær einfaldlega. Það yrði varla á bætandi því að nú þegar er mikill fólks- og fyrirtækjaflótti af þessu svæði.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun