Spenntir að sjá hvort makríll veiðist aftur hér í sama mæli Ari Brynjólfsson skrifar 17. júlí 2019 06:00 Skip frá Vestmannaeyjum eru farin á makrílveiðar, skip á Austurlandi eru á leið út. Jón Jónsson „Makríllinn er kominn til landsins, það er verið að veiða hann víða,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknastofnun, við Fréttablaðið. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú í fjölþjóðlegum leiðangri til að kanna ástand á vistkerfinu frá Svalbarða suður fyrir lögsögu Íslands. Meðal þess sem verið er að kanna er makrílstofninn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar féll aflamagn og verðmæti makríls í fyrra. Makríllinn tók fyrst stökk árið 2008 þegar hann fór í 112 þúsund tonn úr 36 þúsund tonnum árið áður. Hæst fór hann svo í 170 þúsund tonn árið 2014 með verðmæti upp á 15,2 milljarða króna. Veiðin í fyrra nam 135 þúsund tonnum og 7,5 milljörðum króna í verðmæti. Í ár er leyfilegur heildarafli á makríl 140 þúsund tonn. „Þetta er eins og við mátti búast, uppsjávarskipin fóru fyrr af stað í ár en í fyrra. Þau byrjuðu við Vestmannaeyjar, svo eru skip að byrja fyrir austan,“ segir Þorsteinn. „Makríllinn kom inn í Keflavíkina fyrir helgina, sem er árvisst. Síðan var veiði um helgina vestan við miðlínuna þar sem Grænlendingarnir eru að veiða. Þannig að þetta er allt eftir bókinni.“Það er ekkert sjálfgefið að makríllinn komi aftur í sama mæli árlega og hann hefur gert á undanförnum árum. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá HafrannsóknastofnunSkipstjórar sem Fréttablaðið ræddi við í ágúst í fyrra sögðu veiðina þá hafa gengið erfiðlega. Var veiðin þá sú minnsta í mörg ár. Þorsteinn segir erfitt að bera sumarið í ár saman við það í fyrra. „Þeir fóru svo seint út í fyrra. Það var þó heldur minna í lögsögunni, en það er ekki hægt að bera það beint saman því veiðitímabilinu er ekki lokið.“ Árni Friðriksson er búinn að mæla magn makríls í hafinu út af Norður- og Austurlandi, en á eftir að mæla í hafinu fyrir sunnan og vestan land. „Það er líklegasta svæðið,“ segir Þorsteinn. „Það var lítið fyrir norðan, en þar er alltaf lítið. Þar er kaldari sjór og makríllinn gengur ekki inn í hann fyrr en í haust þegar hann gengur til baka.“ Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti á Neskaupstað, var að undirbúa skipið fyrir makrílveiðar þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Það er búin að vera ágætis veiði, hún hefur verið upp á við síðustu daga,“ segir Tómas. Veiðin sé þó ekki endilega meiri en í fyrra. „Þetta er alla vega komið af stað núna.“ Þorsteinn segir menn spennta að sjá hvernig staðan verði í ár í ljósi veiðinnar í fyrra. „Það er ekkert sjálfgefið að makríllinn komi aftur í sama mæli árlega og hann hefur gert á undanförnum árum.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
„Makríllinn er kominn til landsins, það er verið að veiða hann víða,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknastofnun, við Fréttablaðið. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú í fjölþjóðlegum leiðangri til að kanna ástand á vistkerfinu frá Svalbarða suður fyrir lögsögu Íslands. Meðal þess sem verið er að kanna er makrílstofninn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar féll aflamagn og verðmæti makríls í fyrra. Makríllinn tók fyrst stökk árið 2008 þegar hann fór í 112 þúsund tonn úr 36 þúsund tonnum árið áður. Hæst fór hann svo í 170 þúsund tonn árið 2014 með verðmæti upp á 15,2 milljarða króna. Veiðin í fyrra nam 135 þúsund tonnum og 7,5 milljörðum króna í verðmæti. Í ár er leyfilegur heildarafli á makríl 140 þúsund tonn. „Þetta er eins og við mátti búast, uppsjávarskipin fóru fyrr af stað í ár en í fyrra. Þau byrjuðu við Vestmannaeyjar, svo eru skip að byrja fyrir austan,“ segir Þorsteinn. „Makríllinn kom inn í Keflavíkina fyrir helgina, sem er árvisst. Síðan var veiði um helgina vestan við miðlínuna þar sem Grænlendingarnir eru að veiða. Þannig að þetta er allt eftir bókinni.“Það er ekkert sjálfgefið að makríllinn komi aftur í sama mæli árlega og hann hefur gert á undanförnum árum. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá HafrannsóknastofnunSkipstjórar sem Fréttablaðið ræddi við í ágúst í fyrra sögðu veiðina þá hafa gengið erfiðlega. Var veiðin þá sú minnsta í mörg ár. Þorsteinn segir erfitt að bera sumarið í ár saman við það í fyrra. „Þeir fóru svo seint út í fyrra. Það var þó heldur minna í lögsögunni, en það er ekki hægt að bera það beint saman því veiðitímabilinu er ekki lokið.“ Árni Friðriksson er búinn að mæla magn makríls í hafinu út af Norður- og Austurlandi, en á eftir að mæla í hafinu fyrir sunnan og vestan land. „Það er líklegasta svæðið,“ segir Þorsteinn. „Það var lítið fyrir norðan, en þar er alltaf lítið. Þar er kaldari sjór og makríllinn gengur ekki inn í hann fyrr en í haust þegar hann gengur til baka.“ Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti á Neskaupstað, var að undirbúa skipið fyrir makrílveiðar þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Það er búin að vera ágætis veiði, hún hefur verið upp á við síðustu daga,“ segir Tómas. Veiðin sé þó ekki endilega meiri en í fyrra. „Þetta er alla vega komið af stað núna.“ Þorsteinn segir menn spennta að sjá hvernig staðan verði í ár í ljósi veiðinnar í fyrra. „Það er ekkert sjálfgefið að makríllinn komi aftur í sama mæli árlega og hann hefur gert á undanförnum árum.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira