Kröftugar vaxtalækkanir hjá nýjum seðlabankastjóra? Birgir Haraldsson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Íslenska hagkerfið er í niðursveiflu um þessar mundir eins og flestum er kunnugt um og hafa stjórnvöld og Seðlabankinn brugðist við með inngripum til að milda áfallið. Hvað varðar Seðlabankann þá hefur peningastefnunefndin lækkað vexti um 0,75 prósentur í tveimur skrefum síðan seint í maí. Þessi stefnubreyting, en bankinn hækkaði vexti í nóvember á síðasta ári, er að mestu drifin af versnandi efnahagsaðstæðum eftir fall WOW air í lok mars ásamt mildari kjarasamningum en vænst var í byrjun apríl. Meginvextir Seðlabankans standa rétt við sögulegt lágmark í 3,75 prósentum eftir þessar lækkanir. Í ljósi þessa og eftir ágætis uppgang fjármálamarkaða þá má velta tvennu fyrir sér um miðbik ársins. Hvernig ætti nýr seðlabankastjóri sem verður skipaður í þessum mánuði að haga peningastefnunni á komandi misserum og hvernig gætu fjármálamarkaðir brugðist við þeirri framvindu? Þegar kemur að hagsveiflunni er ljóst að nýr seðlabankastjóri stendur frammi fyrir mikilli óvissu vegna efnahagslegra erfiðleika innanlands og erlendis. Hvað varðar íslenska hagkerfið þá er kólnun þess víðtækari en vandamál ferðaþjónustunnar ein og sér þar sem innlend eftirspurn hefur verið þróttlítil í talsverðan tíma. Leiðandi hagvísar halda áfram að versna og fyrirtæki sýna litla sem enga löngun í aukinn mannauð eða aðrar fjárfestingar. Á sama tíma bendir margt til þess að alþjóðahagkerfið sé í sinni veikustu stöðu í nærri sjö ár og hafa verðbólguvæntingar hríðlækkað undanfarið innan Bandaríkjanna og Evrusvæðisins. Svo lengi sem íslenskan krónan helst stöðug þá bendir því margt til þess að undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé takmarkaður. Hvernig nýr seðlabankastjóri ætti að haga peningastefnunni á næstunni virðist því fyrst og fremst snúa að því hversu djúpur vaxtalækkunarferillinn á að vera og hversu hratt skal komast á endastöð. Það er vel hugsanlegt að meginvextir endi í 2,5 prósentum og að lækkunarferlið klárist á næstu níu til tólf mánuðum. Fyrst má nefna að ef verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir með að ná 2,5% markmiðinu um mitt næsta ár þá þurfa vextir að lækka um 0,85 prósentur eingöngu til að tryggja að taumhald peningastefnunnar haldist óbreytt yfir tímabilið. Eðlilegt er að vænta kraftmeiri stuðnings en það í ljósi óvissunnar um skammtíma efnahagshorfur. Einnig gæti reynst auðveldara að vinda ofan af kröftugum, fyrirbyggjandi vaxtalækkunum ef þær reynast of skarpar þegar fram í sækir heldur en að missa frá sér niðursveifluna vegna ofurvarkárni. Reynslan erlendis frá síðastliðinn áratug hefur sýnt að oft hefur reynst erfitt að halda verðbólgu við markmið án þess að reiða sig á mikla gengislækkun; lítill áhugi er fyrir því hérlendis og því fellur það á vaxtastigið að vinna gegn þeim slaka sem nú hefur myndast. Með þetta í huga, þá væri það taktískt hjá nýjum seðlabankastjóra að lækka vexti um 0,5 prósentur á sínum fyrsta fundi í ágúst til að gefa skýr skilaboð um að efnahagslegri óvissu skuli eytt sem allra fyrst. Þessu væri hægt að fylgja eftir með þremur 0,25 prósenta lækkunum næstu tvo ársfjórðunga og þannig færa efnahagsbatann innan seilingar og fríska væntingar einkageirans sem enn eru talsvert lágar. Ef þessi sviðsmynd verður að veruleika þá ætti krafan á skuldabréfamarkaði að lækka enn frekar, álag ofan á ríki að færast niður fyrir banka og fyrirtæki, og hækkanir þessa árs á dreifðu hlutabréfasafni skráðra félaga með mikla innlenda starfsemi að halda áfram sínum takti. Þess vegna ætti ekki að líta fram hjá væntri peningastefnu nýs seðlabankastjóra og líkunum á frekari vaxtalækkunum þegar kemur að því að spá í framvindu fjármálamarkaða þó að skammtíma erfiðleikar plagi nú hagkerfið. Slík inngrip hafa tök á að stytta leiðina að efnahagsbatanum og færa okkur hratt að þeim hluta hagsveiflunnar sem hefur almennt reynst sterkur fyrir fjármálamarkaði.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Haraldsson Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska hagkerfið er í niðursveiflu um þessar mundir eins og flestum er kunnugt um og hafa stjórnvöld og Seðlabankinn brugðist við með inngripum til að milda áfallið. Hvað varðar Seðlabankann þá hefur peningastefnunefndin lækkað vexti um 0,75 prósentur í tveimur skrefum síðan seint í maí. Þessi stefnubreyting, en bankinn hækkaði vexti í nóvember á síðasta ári, er að mestu drifin af versnandi efnahagsaðstæðum eftir fall WOW air í lok mars ásamt mildari kjarasamningum en vænst var í byrjun apríl. Meginvextir Seðlabankans standa rétt við sögulegt lágmark í 3,75 prósentum eftir þessar lækkanir. Í ljósi þessa og eftir ágætis uppgang fjármálamarkaða þá má velta tvennu fyrir sér um miðbik ársins. Hvernig ætti nýr seðlabankastjóri sem verður skipaður í þessum mánuði að haga peningastefnunni á komandi misserum og hvernig gætu fjármálamarkaðir brugðist við þeirri framvindu? Þegar kemur að hagsveiflunni er ljóst að nýr seðlabankastjóri stendur frammi fyrir mikilli óvissu vegna efnahagslegra erfiðleika innanlands og erlendis. Hvað varðar íslenska hagkerfið þá er kólnun þess víðtækari en vandamál ferðaþjónustunnar ein og sér þar sem innlend eftirspurn hefur verið þróttlítil í talsverðan tíma. Leiðandi hagvísar halda áfram að versna og fyrirtæki sýna litla sem enga löngun í aukinn mannauð eða aðrar fjárfestingar. Á sama tíma bendir margt til þess að alþjóðahagkerfið sé í sinni veikustu stöðu í nærri sjö ár og hafa verðbólguvæntingar hríðlækkað undanfarið innan Bandaríkjanna og Evrusvæðisins. Svo lengi sem íslenskan krónan helst stöðug þá bendir því margt til þess að undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé takmarkaður. Hvernig nýr seðlabankastjóri ætti að haga peningastefnunni á næstunni virðist því fyrst og fremst snúa að því hversu djúpur vaxtalækkunarferillinn á að vera og hversu hratt skal komast á endastöð. Það er vel hugsanlegt að meginvextir endi í 2,5 prósentum og að lækkunarferlið klárist á næstu níu til tólf mánuðum. Fyrst má nefna að ef verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir með að ná 2,5% markmiðinu um mitt næsta ár þá þurfa vextir að lækka um 0,85 prósentur eingöngu til að tryggja að taumhald peningastefnunnar haldist óbreytt yfir tímabilið. Eðlilegt er að vænta kraftmeiri stuðnings en það í ljósi óvissunnar um skammtíma efnahagshorfur. Einnig gæti reynst auðveldara að vinda ofan af kröftugum, fyrirbyggjandi vaxtalækkunum ef þær reynast of skarpar þegar fram í sækir heldur en að missa frá sér niðursveifluna vegna ofurvarkárni. Reynslan erlendis frá síðastliðinn áratug hefur sýnt að oft hefur reynst erfitt að halda verðbólgu við markmið án þess að reiða sig á mikla gengislækkun; lítill áhugi er fyrir því hérlendis og því fellur það á vaxtastigið að vinna gegn þeim slaka sem nú hefur myndast. Með þetta í huga, þá væri það taktískt hjá nýjum seðlabankastjóra að lækka vexti um 0,5 prósentur á sínum fyrsta fundi í ágúst til að gefa skýr skilaboð um að efnahagslegri óvissu skuli eytt sem allra fyrst. Þessu væri hægt að fylgja eftir með þremur 0,25 prósenta lækkunum næstu tvo ársfjórðunga og þannig færa efnahagsbatann innan seilingar og fríska væntingar einkageirans sem enn eru talsvert lágar. Ef þessi sviðsmynd verður að veruleika þá ætti krafan á skuldabréfamarkaði að lækka enn frekar, álag ofan á ríki að færast niður fyrir banka og fyrirtæki, og hækkanir þessa árs á dreifðu hlutabréfasafni skráðra félaga með mikla innlenda starfsemi að halda áfram sínum takti. Þess vegna ætti ekki að líta fram hjá væntri peningastefnu nýs seðlabankastjóra og líkunum á frekari vaxtalækkunum þegar kemur að því að spá í framvindu fjármálamarkaða þó að skammtíma erfiðleikar plagi nú hagkerfið. Slík inngrip hafa tök á að stytta leiðina að efnahagsbatanum og færa okkur hratt að þeim hluta hagsveiflunnar sem hefur almennt reynst sterkur fyrir fjármálamarkaði.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun