Sala bankanna krefst skýrari sýnar Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 17. júlí 2019 08:30 Ríkið hyggst draga enn frekar úr eignarhaldi á fjármálastofnunum. Vísir Stjórnvöld þurfa að marka skýra stefnu til að bæta rekstrarumhverfi bankanna áður en ráðist verður í sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og Landsbankanum. Hvergi í Evrópu finnst hærri skattbyrði og eiginfjárkröfur eru strangar. Bankarnir búa auk þess við íþyngjandi regluverk sem gerir það meðal annars að verkum að þeir hafa takmarkaða möguleika á að draga úr kostnaði með samstarfi sín á milli. Allt þetta kemur niður á arðsemi bankanna og þar með verðinu sem ríkið getur búist við að fá fyrir eignarhlutinn. Eigendastefna ríkissjóðs sem var kynnt um mitt ár 2017 kvað á um að seldir yrðu eignarhlutir ríkisins í Íslandsbanka og Arion banka. Hins vegar er stefnt að því að ríkið eigi verulegan hlut í Landsbankanum, á bilinu 34 til 40 prósent. Gengið var frá sölu á hlut ríkisins í Arion banka á síðasta ári og á næstu vikum skilar Bankasýsla ríkisins ýtarlegri skýrslu um stöðu á bankamarkaði og tillögu um söluferli bankanna. Nýlega var haft eftir Lárusi L. Blöndal, stjórnarformanni Bankasýslunnar, í Morgunblaðinu að unnt væri að hefja söluferlið á næsta ári. „Ég er ekki viss um að bankarnir séu vænlegir til sölu ef við horfum á rekstrarumhverfið, hvernig þeir eru skattlagðir og hversu þröngar skorður þeim eru settar um samstarf til að hagræða. Efnahagsreikningar eru traustir en geta þeirra til að skila mikilli arðsemi í framtíðinni er ekki sérstaklega góð,“ segir Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, í samtali við Markaðinn. Hér á landi eru þrír skattar lagðir sérstaklega á fjármálafyrirtæki; bankaskattur sem er lagður á skuldir fjármálafyrirtækja, fjársýsluskattur og sérstakur fjársýsluskattur. Yngvi Örn bendir á að hvergi í Evrópu sé skattlagning á fjármálafyrirtæki hærri en á Íslandi.„Bankaskatturinn er þungbærastur vegna þess að hann hefur bein áhrif á fjármögnunarkostnað og skekkir samkeppnisumhverfið á lánamarkaði verulega. Þetta hefur annars vegar haft þau áhrif að lífeyrissjóðir, sem eru undanþegnir skattinum, hafa náð að stórauka hlutdeild sína í húsnæðislánum og hins vegar þau að norrænir bankar geta laðað íslensk stórfyrirtæki í viðskipti til sín. Norrænu bankarnir eru að keppa með miklu lægri skattbyrði og miklu lægri eiginfjárkröfur,“ segir Yngvi Örn. Ríkið sé í rauninni að skjóta sig í fótinn með því að draga úr samkeppnishæfni banka sem ætlað er að selja. „Það hefur auk þess fælandi áhrif á erlenda fjárfesta ef ríkið, stjórnvöld og Seðlabankinn geta fyrirvaralaust og án lagagrundvallar lagt ný gjöld á fjármálafyrirtæki. Síðasta dæmið var í júlí í fyrra en þá tilkynnti Seðlabankinn þá ákvörðun sína að helmingurinn af bindiskyldunni væri á núll prósents vöxtum til að standa undir kostnaði við gjaldeyrisforðann.“ Arðsemi íslensku bankanna var töluverð þegar hreinsun efnahagsreikninga þeirra stóð yfir á árunum 2012 til 2015. Það tímabil er að baki og er hagræðing í rekstri eina leiðin til þess að auka arðsemina að sögn Yngva. „Stærstu kostnaðarliðir banka eru laun, skattar og kostnaður við upplýsingatækni. Bankar hafa fækkað starfsfólki og útibúum á undanförnum árum. Á upplýsingatæknisviðinu er erfitt að draga úr kostnaði nema með auknu samstarfi við kaup og þróun búnaðar. Skilyrði sem Samkeppniseftirlit hefur sett slíku samstarfi draga mjög úr hagræði eða koma í veg fyir það,“ segir Yngvi Örn.„Bankarnir búa yfir öllum þeim innviðum sem nútímabankarekstur krefst en kostnaður hvers banka dreifist á um hundrað þúsund viðskiptavini á meðan kostnaður Danske Bank dreifist á milljónir viðskiptavina. Þarna eru augljós tækifæri til samstarfs sem myndu leiða til hagkvæmni en afstaða Samkeppniseftirlits til samstarfs á upplýsingatæknisviði torveldar að hægt sé að nýta þau.“Hvernig telurðu að standa þurfi að sölunni á eignarhlut ríkisins í bönkunum? „Ég hef sagt að áður en bankarnir verða seldir verður að setja ákvæði í lög um stóra eignarhluti og takmarkanir á atkvæðisrétti þeirra sem eiga stóra eignarhluti í bönkunum. Það á að vera fyrsta skrefið í ljósi reynslunnar. Að öðru leyti þarf salan að fara fram fyrir opnum tjöldum. Ein leið til þess væri að skrá bankana í Kauphöllina og byrja á því að selja lítinn hlut til þess að fá tilfinningu fyrir því hvað minni fjárfestar eru tilbúnir að borga fyrir hlutabréfin.“Væntingar spila inn í verðið Eftir sölu Kaupþings á tuttugu prósenta hlut í Arion banka í júlí varð bankinn sá fyrsti af íslensku viðskiptabönkunum þremur til að vera alfarið kominn úr höndum slitabús eða ríkissjóðs. Arion var skráður á hlutabréfamarkað sumarið 2018 og var útboðsgengið sett 75 krónur á hlut eða sem samsvaraði genginu 0,67 sinnum bókfærðu eigin fé bankans. Hlutfallið nemur nú 0,73. Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið var kynnt í lok síðasta árs en lítið hefur frést af þeim tillögum sem þar voru settar fram. Þar kom fram að verð á hlutabréfum í Arion banka gæfi vísbendingu um markaðsvirði hinna bankanna tveggja. Eigið fé Landsbankans nam 246 milljörðum króna og eigið fé Íslandsbanka 174 milljörðum króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Ef markaðsvirði Arion banka sem hlutfall af bókfærðu eigin fé væri heimfært á hina bankana tvo næmi virði þeirra á markaði um 307 milljörðum króna. Í hvítbókinni kom einnig fram að Bankasýsla ríkisins teldi ólíklegt að unnt yrði að selja eignarhlut ríkisins í Landsbankanum eða Íslandsbanka til erlends banka. Lítið hefði verið um yfirtökur á bönkum á milli Evrópulanda eftir fjármálahrunið en hins vegar væri möguleiki á því að stór norrænn banki sæi hag sinn í því að gera íslenskan banka að útibúi. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir ljóst að hægt sé að grípa til ýmissa ráða til að gera bankana söluvæna. „Það er ekkert launungarmál að skattlagning í bankakerfinu er hærri en annars staðar. Þetta rífur niður arðsemina og þar með verðið á bönkunum,“ segir Sveinn.Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum.„Síðan er gríðarlega mikið regluverk á fjármálamarkaði sem fjárfestar horfa til þegar þeir verðmeta banka. Það skiptir því miklu máli hvaða sýn stjórnvöld hafa á framtíð regluverksins og lagaumgjarðarinnar.“ Markaðurinn greindi frá því í byrjun júlí að lausafjárstaða stóru viðskiptabankanna þriggja í krónum hefði versnað á síðustu mánuðum. Hertar kröfur drægju úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þarf á auknu lánsfé að halda. Í skýrslu hagfræðideildar Landsbankans kemur fram að íslensku lausafjárreglurnar séu byggðar á evrópskum reglum sem séu minni bönkum þungbærari en öðrum. „Reglur um lausafé eru nú að okkar mati orðnar meira hamlandi fyrir lánavöxt og arðgreiðslur en eiginfjárkröfur,“ segir í skýrslu hagfræðideildarinnar. Jafnframt séu reglurnar meira íþyngjandi fyrir íslenska banka í ljósi þess að hlutfallslega sé minna um lausafjáreignir hér á landi í samanburði við önnur Evrópuríki. Ríkisskuldabréf séu helstu lausafjáreignir íslenskra banka á meðan til að mynda fyrirtækjaskuldabréf með háa lánshæfiseinkunn séu talin viðunandi lausafjáreignir í tilfelli evrópskra banka.Vegferðin tekur mörg ár Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að lífskjör almennings felist ekki í því að binda gríðarmikla fjármuni í fjármálastarfsemi. „Í mínum huga er þetta tvíþætt. Annars vegar á ríkið ekki að vera í áhætturekstri á fjármálamarkaði með þeim hætti sem það gerir í dag. Hins vegar þurfum við að taka ákvörðum um það hvort við teljum skynsamlegt að binda gríðarmikla fjármuni í tveimur fyrirtækjum sem annars væri hægt að nýta í aðra samfélagslega innviði til þess að bæta lífskjör og samkeppnishæfni atvinnulífsins. Ég tel að lífskjör og lífshamingja landsmanna felist ekki í því að binda nokkur hundruð milljarða í fjármálastarfsemi,“ segir Óli Björn.Sérðu fyrir þér pólitískar hindranir þegar kemur að sölu á bönkunum? „Það liggur fyrir að stefnt er að því að hefja sölu á hluta af bönkunum. Menn hafa horft til þess að taka fyrstu skrefin með Íslandsbanka og sá undirbúningur er þegar hafinn. Ég vonast til þess að fyrsta skrefið verði tekið á næsta ári en þessi vegferð mun ekki taka eitt eða tvö ár. Hún mun taka mörg ár,“ segir Óli Björn. „Það skiptir líka máli að það sé skýr stefna hvað varðar aðferðafræði og tímaramma. Erum við að tala um að losa að mestu eða öllu leyti um eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum á næstu 10 árum? Ég held að það sé skynsamlegt að setja slíkan tímaramma.“ Þá segir Óli Björn að deildar meiningar séu um það hvaða hlutverk ríkið eigi að leika á fjármálamarkaði en hann telur að ágreiningurinn á þinginu muni fyrst og fremst snúast um það hvort ríkið haldi eftir verulegum eignarhlut í Landsbankanum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greip til þess að fresta frumvarpi sínu um lækkun bankaskattsins um eitt ár vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í tekjum ríkissjóðs. Óli Björn segir að skatturinn rýri eignarhlut ríkisins í bönkunum.Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/vilhelm„Það er ljóst að menn þurfa í þessu ferli, þegar menn leggja hér skatta eða álögur á fjármálakerfið sem er umfram það sem gengur og gerist í samkeppnislöndum, þá gerist tvennt. Annars vegar verða bankar hér ekki jafn samkeppnishæfir og það verða fyrst og fremst stærri fyrirtæki á Íslandi sem hafa burði til þess að leita sér að fyrirgreiðslu erlendis. Eftir standa íslensk heimili og minni fyrirtæki sem þurfa þá að sætta sig við að eiga viðskipti við innlend fjármálafyrirtæki sem geta ekki boðið jafn hagstæð kjör. Það er þá ljóst að það er almenningur, og litlu og meðalstóru fyrirtækin sem borga í raun þessa skatta. Og hitt er að þetta rýrir eignarhlut ríkisins þegar til sölu á eignarhlutnum kemur.“Ertu vongóður um að hægt verði að selja bankana í heilu lagi? „Auðvitað vil ég að ríkið fari alfarið út af fjármálamarkaði en þetta er langhlaup. Það sem er mikilvægt er að hefjast handa með skýra stefnu. Ef það er niðurstaðan að menn telji að ríkið eigi að eiga ráðandi hlut, 30-35 prósenta hlut í öðrum hvorum bankanum, og þá er yfirleitt alltaf horft til Landsbankans, þá kann að vera að það sé ásættanlegt til skemmri tíma litið. Langtímamarkmiðið er þó að losa um þessa fjármuni, hætta að taka þátt í áhætturekstri og nýta fjármunina með öðrum hætti.“Brýnt að skoða aðrar leiðir Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að ríkissjóður dragi úr eignarhaldi á bankamarkaði en verði leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun. Ekki hefur gætt mikillar mótstöðu við áformin á opinberum vettvangi af hálfu Vinstri grænna en Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður flokksins, segir að nýta þurfi tækifærið til að skoða hvaða möguleikar standa til boða. „Við eigum fyrst og fremst að huga að því hvernig við tryggjum ríkinu, og þar með almenningi, sem bestan skerf af þeim verðmætum sem þarna liggja. Þá þarf maður að vera tilbúinn að skoða alla möguleika. Er best fyrir almenning að fá hlutdeild í arði, að einn bankanna verði rekinn á öðrum forsendum og eigum við að skoða einhvers konar samfélagsbanka? Er bankakerfið of stórt og eigum við þar af leiðandi að skoða sameiningu banka þannig að úr verði tveggja banka kerfi þar sem annar bankinn er í eigu ríkisins?“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. „Það er ekki markmið í sjálfu sér að losa eða selja bankann, þar skipta hagsmunir almennings öllu. Við erum stundum föst í gamaldags hugsunarhætti um að annaðhvort eigi ríkið banka eða hann sé seldur fyrir sem mest fé. Punktur. Við þurfum að horfa til þeirra fjölmörgu markmiða sem við ætlum að ná með fjármálakerfinu og þar er verðmiði ekki endilega aðalatriðið. Við þurfum að vera óhrædd við að hugsa um þetta eftir algjörlega nýjum leiðum.“ Spurður hvort hann telji að sala eignarhalds ríkisins á bönkunum verði mikið ágreiningsefni innan ríkisstjórnarinnar segir Kolbeinn að honum kæmi mjög á óvart ef flokkarnir hefðu nákvæmlega sömu áherslur hvað þessi mál varðar. „Þetta eru ólíkir flokkar með ólíkar áherslur og þá þarf að finna lendingu. Ég tel að ríkið eigi að eiga fjármálastofnun og í stjórnarsáttmálanum er talað um að það sé leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni fjármálastofnun.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir að hlusta verði á viðvörunarorð þess efnis að verðmæti bankanna geti rýrnað á næstu árum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óhjákvæmilegt að ráðast í sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum tveimur 6. júlí 2019 12:30 Lausafjárstaðan fer enn versnandi Lausafjáreignir viðskiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda. 3. júlí 2019 08:15 Erfiðara að tryggja virkni greiðslukorta hér á landi ef til annars fjármálahruns kemur Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis er það tíundað að meginástæðan fyrir þessu sé breytt fyrirkomulag debetkorta hér á landi. 5. júlí 2019 18:15 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Stjórnvöld þurfa að marka skýra stefnu til að bæta rekstrarumhverfi bankanna áður en ráðist verður í sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og Landsbankanum. Hvergi í Evrópu finnst hærri skattbyrði og eiginfjárkröfur eru strangar. Bankarnir búa auk þess við íþyngjandi regluverk sem gerir það meðal annars að verkum að þeir hafa takmarkaða möguleika á að draga úr kostnaði með samstarfi sín á milli. Allt þetta kemur niður á arðsemi bankanna og þar með verðinu sem ríkið getur búist við að fá fyrir eignarhlutinn. Eigendastefna ríkissjóðs sem var kynnt um mitt ár 2017 kvað á um að seldir yrðu eignarhlutir ríkisins í Íslandsbanka og Arion banka. Hins vegar er stefnt að því að ríkið eigi verulegan hlut í Landsbankanum, á bilinu 34 til 40 prósent. Gengið var frá sölu á hlut ríkisins í Arion banka á síðasta ári og á næstu vikum skilar Bankasýsla ríkisins ýtarlegri skýrslu um stöðu á bankamarkaði og tillögu um söluferli bankanna. Nýlega var haft eftir Lárusi L. Blöndal, stjórnarformanni Bankasýslunnar, í Morgunblaðinu að unnt væri að hefja söluferlið á næsta ári. „Ég er ekki viss um að bankarnir séu vænlegir til sölu ef við horfum á rekstrarumhverfið, hvernig þeir eru skattlagðir og hversu þröngar skorður þeim eru settar um samstarf til að hagræða. Efnahagsreikningar eru traustir en geta þeirra til að skila mikilli arðsemi í framtíðinni er ekki sérstaklega góð,“ segir Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, í samtali við Markaðinn. Hér á landi eru þrír skattar lagðir sérstaklega á fjármálafyrirtæki; bankaskattur sem er lagður á skuldir fjármálafyrirtækja, fjársýsluskattur og sérstakur fjársýsluskattur. Yngvi Örn bendir á að hvergi í Evrópu sé skattlagning á fjármálafyrirtæki hærri en á Íslandi.„Bankaskatturinn er þungbærastur vegna þess að hann hefur bein áhrif á fjármögnunarkostnað og skekkir samkeppnisumhverfið á lánamarkaði verulega. Þetta hefur annars vegar haft þau áhrif að lífeyrissjóðir, sem eru undanþegnir skattinum, hafa náð að stórauka hlutdeild sína í húsnæðislánum og hins vegar þau að norrænir bankar geta laðað íslensk stórfyrirtæki í viðskipti til sín. Norrænu bankarnir eru að keppa með miklu lægri skattbyrði og miklu lægri eiginfjárkröfur,“ segir Yngvi Örn. Ríkið sé í rauninni að skjóta sig í fótinn með því að draga úr samkeppnishæfni banka sem ætlað er að selja. „Það hefur auk þess fælandi áhrif á erlenda fjárfesta ef ríkið, stjórnvöld og Seðlabankinn geta fyrirvaralaust og án lagagrundvallar lagt ný gjöld á fjármálafyrirtæki. Síðasta dæmið var í júlí í fyrra en þá tilkynnti Seðlabankinn þá ákvörðun sína að helmingurinn af bindiskyldunni væri á núll prósents vöxtum til að standa undir kostnaði við gjaldeyrisforðann.“ Arðsemi íslensku bankanna var töluverð þegar hreinsun efnahagsreikninga þeirra stóð yfir á árunum 2012 til 2015. Það tímabil er að baki og er hagræðing í rekstri eina leiðin til þess að auka arðsemina að sögn Yngva. „Stærstu kostnaðarliðir banka eru laun, skattar og kostnaður við upplýsingatækni. Bankar hafa fækkað starfsfólki og útibúum á undanförnum árum. Á upplýsingatæknisviðinu er erfitt að draga úr kostnaði nema með auknu samstarfi við kaup og þróun búnaðar. Skilyrði sem Samkeppniseftirlit hefur sett slíku samstarfi draga mjög úr hagræði eða koma í veg fyir það,“ segir Yngvi Örn.„Bankarnir búa yfir öllum þeim innviðum sem nútímabankarekstur krefst en kostnaður hvers banka dreifist á um hundrað þúsund viðskiptavini á meðan kostnaður Danske Bank dreifist á milljónir viðskiptavina. Þarna eru augljós tækifæri til samstarfs sem myndu leiða til hagkvæmni en afstaða Samkeppniseftirlits til samstarfs á upplýsingatæknisviði torveldar að hægt sé að nýta þau.“Hvernig telurðu að standa þurfi að sölunni á eignarhlut ríkisins í bönkunum? „Ég hef sagt að áður en bankarnir verða seldir verður að setja ákvæði í lög um stóra eignarhluti og takmarkanir á atkvæðisrétti þeirra sem eiga stóra eignarhluti í bönkunum. Það á að vera fyrsta skrefið í ljósi reynslunnar. Að öðru leyti þarf salan að fara fram fyrir opnum tjöldum. Ein leið til þess væri að skrá bankana í Kauphöllina og byrja á því að selja lítinn hlut til þess að fá tilfinningu fyrir því hvað minni fjárfestar eru tilbúnir að borga fyrir hlutabréfin.“Væntingar spila inn í verðið Eftir sölu Kaupþings á tuttugu prósenta hlut í Arion banka í júlí varð bankinn sá fyrsti af íslensku viðskiptabönkunum þremur til að vera alfarið kominn úr höndum slitabús eða ríkissjóðs. Arion var skráður á hlutabréfamarkað sumarið 2018 og var útboðsgengið sett 75 krónur á hlut eða sem samsvaraði genginu 0,67 sinnum bókfærðu eigin fé bankans. Hlutfallið nemur nú 0,73. Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið var kynnt í lok síðasta árs en lítið hefur frést af þeim tillögum sem þar voru settar fram. Þar kom fram að verð á hlutabréfum í Arion banka gæfi vísbendingu um markaðsvirði hinna bankanna tveggja. Eigið fé Landsbankans nam 246 milljörðum króna og eigið fé Íslandsbanka 174 milljörðum króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Ef markaðsvirði Arion banka sem hlutfall af bókfærðu eigin fé væri heimfært á hina bankana tvo næmi virði þeirra á markaði um 307 milljörðum króna. Í hvítbókinni kom einnig fram að Bankasýsla ríkisins teldi ólíklegt að unnt yrði að selja eignarhlut ríkisins í Landsbankanum eða Íslandsbanka til erlends banka. Lítið hefði verið um yfirtökur á bönkum á milli Evrópulanda eftir fjármálahrunið en hins vegar væri möguleiki á því að stór norrænn banki sæi hag sinn í því að gera íslenskan banka að útibúi. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir ljóst að hægt sé að grípa til ýmissa ráða til að gera bankana söluvæna. „Það er ekkert launungarmál að skattlagning í bankakerfinu er hærri en annars staðar. Þetta rífur niður arðsemina og þar með verðið á bönkunum,“ segir Sveinn.Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum.„Síðan er gríðarlega mikið regluverk á fjármálamarkaði sem fjárfestar horfa til þegar þeir verðmeta banka. Það skiptir því miklu máli hvaða sýn stjórnvöld hafa á framtíð regluverksins og lagaumgjarðarinnar.“ Markaðurinn greindi frá því í byrjun júlí að lausafjárstaða stóru viðskiptabankanna þriggja í krónum hefði versnað á síðustu mánuðum. Hertar kröfur drægju úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þarf á auknu lánsfé að halda. Í skýrslu hagfræðideildar Landsbankans kemur fram að íslensku lausafjárreglurnar séu byggðar á evrópskum reglum sem séu minni bönkum þungbærari en öðrum. „Reglur um lausafé eru nú að okkar mati orðnar meira hamlandi fyrir lánavöxt og arðgreiðslur en eiginfjárkröfur,“ segir í skýrslu hagfræðideildarinnar. Jafnframt séu reglurnar meira íþyngjandi fyrir íslenska banka í ljósi þess að hlutfallslega sé minna um lausafjáreignir hér á landi í samanburði við önnur Evrópuríki. Ríkisskuldabréf séu helstu lausafjáreignir íslenskra banka á meðan til að mynda fyrirtækjaskuldabréf með háa lánshæfiseinkunn séu talin viðunandi lausafjáreignir í tilfelli evrópskra banka.Vegferðin tekur mörg ár Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að lífskjör almennings felist ekki í því að binda gríðarmikla fjármuni í fjármálastarfsemi. „Í mínum huga er þetta tvíþætt. Annars vegar á ríkið ekki að vera í áhætturekstri á fjármálamarkaði með þeim hætti sem það gerir í dag. Hins vegar þurfum við að taka ákvörðum um það hvort við teljum skynsamlegt að binda gríðarmikla fjármuni í tveimur fyrirtækjum sem annars væri hægt að nýta í aðra samfélagslega innviði til þess að bæta lífskjör og samkeppnishæfni atvinnulífsins. Ég tel að lífskjör og lífshamingja landsmanna felist ekki í því að binda nokkur hundruð milljarða í fjármálastarfsemi,“ segir Óli Björn.Sérðu fyrir þér pólitískar hindranir þegar kemur að sölu á bönkunum? „Það liggur fyrir að stefnt er að því að hefja sölu á hluta af bönkunum. Menn hafa horft til þess að taka fyrstu skrefin með Íslandsbanka og sá undirbúningur er þegar hafinn. Ég vonast til þess að fyrsta skrefið verði tekið á næsta ári en þessi vegferð mun ekki taka eitt eða tvö ár. Hún mun taka mörg ár,“ segir Óli Björn. „Það skiptir líka máli að það sé skýr stefna hvað varðar aðferðafræði og tímaramma. Erum við að tala um að losa að mestu eða öllu leyti um eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum á næstu 10 árum? Ég held að það sé skynsamlegt að setja slíkan tímaramma.“ Þá segir Óli Björn að deildar meiningar séu um það hvaða hlutverk ríkið eigi að leika á fjármálamarkaði en hann telur að ágreiningurinn á þinginu muni fyrst og fremst snúast um það hvort ríkið haldi eftir verulegum eignarhlut í Landsbankanum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greip til þess að fresta frumvarpi sínu um lækkun bankaskattsins um eitt ár vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í tekjum ríkissjóðs. Óli Björn segir að skatturinn rýri eignarhlut ríkisins í bönkunum.Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/vilhelm„Það er ljóst að menn þurfa í þessu ferli, þegar menn leggja hér skatta eða álögur á fjármálakerfið sem er umfram það sem gengur og gerist í samkeppnislöndum, þá gerist tvennt. Annars vegar verða bankar hér ekki jafn samkeppnishæfir og það verða fyrst og fremst stærri fyrirtæki á Íslandi sem hafa burði til þess að leita sér að fyrirgreiðslu erlendis. Eftir standa íslensk heimili og minni fyrirtæki sem þurfa þá að sætta sig við að eiga viðskipti við innlend fjármálafyrirtæki sem geta ekki boðið jafn hagstæð kjör. Það er þá ljóst að það er almenningur, og litlu og meðalstóru fyrirtækin sem borga í raun þessa skatta. Og hitt er að þetta rýrir eignarhlut ríkisins þegar til sölu á eignarhlutnum kemur.“Ertu vongóður um að hægt verði að selja bankana í heilu lagi? „Auðvitað vil ég að ríkið fari alfarið út af fjármálamarkaði en þetta er langhlaup. Það sem er mikilvægt er að hefjast handa með skýra stefnu. Ef það er niðurstaðan að menn telji að ríkið eigi að eiga ráðandi hlut, 30-35 prósenta hlut í öðrum hvorum bankanum, og þá er yfirleitt alltaf horft til Landsbankans, þá kann að vera að það sé ásættanlegt til skemmri tíma litið. Langtímamarkmiðið er þó að losa um þessa fjármuni, hætta að taka þátt í áhætturekstri og nýta fjármunina með öðrum hætti.“Brýnt að skoða aðrar leiðir Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að ríkissjóður dragi úr eignarhaldi á bankamarkaði en verði leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun. Ekki hefur gætt mikillar mótstöðu við áformin á opinberum vettvangi af hálfu Vinstri grænna en Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður flokksins, segir að nýta þurfi tækifærið til að skoða hvaða möguleikar standa til boða. „Við eigum fyrst og fremst að huga að því hvernig við tryggjum ríkinu, og þar með almenningi, sem bestan skerf af þeim verðmætum sem þarna liggja. Þá þarf maður að vera tilbúinn að skoða alla möguleika. Er best fyrir almenning að fá hlutdeild í arði, að einn bankanna verði rekinn á öðrum forsendum og eigum við að skoða einhvers konar samfélagsbanka? Er bankakerfið of stórt og eigum við þar af leiðandi að skoða sameiningu banka þannig að úr verði tveggja banka kerfi þar sem annar bankinn er í eigu ríkisins?“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. „Það er ekki markmið í sjálfu sér að losa eða selja bankann, þar skipta hagsmunir almennings öllu. Við erum stundum föst í gamaldags hugsunarhætti um að annaðhvort eigi ríkið banka eða hann sé seldur fyrir sem mest fé. Punktur. Við þurfum að horfa til þeirra fjölmörgu markmiða sem við ætlum að ná með fjármálakerfinu og þar er verðmiði ekki endilega aðalatriðið. Við þurfum að vera óhrædd við að hugsa um þetta eftir algjörlega nýjum leiðum.“ Spurður hvort hann telji að sala eignarhalds ríkisins á bönkunum verði mikið ágreiningsefni innan ríkisstjórnarinnar segir Kolbeinn að honum kæmi mjög á óvart ef flokkarnir hefðu nákvæmlega sömu áherslur hvað þessi mál varðar. „Þetta eru ólíkir flokkar með ólíkar áherslur og þá þarf að finna lendingu. Ég tel að ríkið eigi að eiga fjármálastofnun og í stjórnarsáttmálanum er talað um að það sé leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni fjármálastofnun.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir að hlusta verði á viðvörunarorð þess efnis að verðmæti bankanna geti rýrnað á næstu árum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óhjákvæmilegt að ráðast í sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum tveimur 6. júlí 2019 12:30 Lausafjárstaðan fer enn versnandi Lausafjáreignir viðskiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda. 3. júlí 2019 08:15 Erfiðara að tryggja virkni greiðslukorta hér á landi ef til annars fjármálahruns kemur Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis er það tíundað að meginástæðan fyrir þessu sé breytt fyrirkomulag debetkorta hér á landi. 5. júlí 2019 18:15 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Segir að hlusta verði á viðvörunarorð þess efnis að verðmæti bankanna geti rýrnað á næstu árum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óhjákvæmilegt að ráðast í sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum tveimur 6. júlí 2019 12:30
Lausafjárstaðan fer enn versnandi Lausafjáreignir viðskiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda. 3. júlí 2019 08:15
Erfiðara að tryggja virkni greiðslukorta hér á landi ef til annars fjármálahruns kemur Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis er það tíundað að meginástæðan fyrir þessu sé breytt fyrirkomulag debetkorta hér á landi. 5. júlí 2019 18:15