Ráðþrota gagnvart manni sem áreitir hana linnulaust í gegnum samfélagsmiðla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 10:15 Thelma Rún segir litla hjálp að fá frá lögreglu eða samfélagsmiðlunum sjálfum og þrátt fyrir að hún blokki manninn á miðlunum þá finnur hann hana alltaf leiðir til að hafa samband aftur. Hún kveðst hafa orðið óttaslegin þegar hann tók upp á því að hringja í hana. Á myndinni sést skjáskot af skilaboðum mannsins en með þeim fylgdi myndband af kynfærum hans. Thelma Rún Heimisdóttir er fyrirsæta og leikkona sem býr og starfar í Japan. Undanfarna sex mánuði hefur hún mátt þola nánast linnulausa áreitni af hálfu ókunnugs manns í gegnum samfélagsmiðla sem sendir henni ítrekað skilaboð og myndir og myndbönd af kynfærum sínum. Thelma Rún segir litla hjálp að fá frá lögreglu eða samfélagsmiðlunum sjálfum og þrátt fyrir að hún „blokki“ (banni) manninn á miðlunum þá finnur hann hana alltaf leiðir til að hafa samband aftur. Hún kveðst hafa orðið óttaslegin þegar hann tók upp á því að hringja í hana. „Þetta byrjaði fyrir sex mánuðum síðan. Þá fékk ég skilaboð á Instagram og þá var einhver sem var að senda mér myndir af kynfærunum sínum. Ég „blokkaði“ hann strax. En næsta dag kom einhver nýr og sendi mér svipaða mynd og ég „blokkaði“ hann eftir. Svo gerðist þetta aftur mánuði síðar á Snapchat. Það var einhver sem kallaði sig Chinaman og ég hélt að þetta væri kínverskur vinur minn því hann notar þetta nafn á netinu. Þannig að ég „addaði“ honum á Snapchat en svo kom strax myndband af honum að fikta í sjálfum sér. Hann sendi mér eitthvað „Oh, ég elska þig svo mikið, þú ert svo sexý,“ og eitthvað svona,“ segir Thelma Rún í samtali við Vísi. Hún spurði á Snapchat hver þetta væri og hvort þetta væri vinur hennar. Maðurinn svaraði því ekki heldur hélt bara áfram að áreita hana með skilaboðum um hvað hún væri falleg og sexý og að hann elskaði hana.Skilaboðaforritið WhatsApp er vinsælt erlendis en það er tengt símanúmerum notenda.vísir/GettyFann símanúmerið hennar og hafði samband í gegnum WhatsApp „Þannig að ég „blokkaði“ hann bara. Svo leið vika og þá kom annar á Snapchat og gerði nákvæmlega það sama. Ég hugsaði að þetta hlyti að vera sami maðurinn sem væri að senda mér öll þessi ógeðslegu skilaboð.“ Thelma Rún „blokkaði“ manninn aftur á Snapchat. Svo leið mánuður og þá var maðurinn kominn á skilaboðaforritið WhatsApp. „Til þess að „adda“ mér á WhatsApp þarftu að vera með símanúmerið mitt. Þannig að þessi maður fann símanúmerið mitt og ég þarf ekki að „adda“ honum á móti til þess að sjá skilaboðin. Þannig að hann var að senda mér stöðugt skilaboð og ég var alltaf stöðugt að blokka hann og ég ekkert að svara honum,“ segir Thelma Rún. Hún bæði „blokkaði“ manninn og tilkynnti hann til WhatsApp en áreitnin hélt engu að síður áfram.Skjáskot af einum skilaboðum sem maðurinn sendi Thelmu en með fylgdi myndband af kynfærum hans.Áreitni á hverjum einasta degi „Núna í júní byrjaði þetta að koma á hverjum einasta degi, á WhatsApp, fullt af myndum af honum. Þegar ég kíkti á númerin þá var þetta alltaf nýtt og nýtt númer, númer frá Spáni, Afríku, Kanada og hann kallaði sig mismunandi nöfnum. En ég sá alltaf smá í andlitið á honum og þetta var alltaf sami maðurinn. Þannig að hann er að nota eitthvað app eða vefsíðu til að fá ný símanúmer eða breyta IP-tölunni sinni til þess að geta haft samband við mig því ég „blokkaði“ hann alltaf. Svo byrjaði þetta núna í júní aftur á hverjum einasta degi og hann byrjaði að hringja í mig og þá var ég svolítið hrædd.“ Thelma Rún ákvað að senda manninum skilaboð, biðja hann um að hætta þessu og láta sig í friði en hann heldur áfram að senda henni skilaboð og hafði síðast samband núna fyrr í júlí. Þá hefur maðurinn reynt að verða vinur hennar í gegnum Facebook og horft á streymi sem Thelma Rún er með í Japan í gegnum síðuna Showroom. Í gegnum Facebook fann Thelma Rún fullt nafn mannsins og vinnustaðinn hann. Hún segir að hann búi í Kanada en heldur að hann sé frá Brasilíu. Hún sendi honum myndina, sagðist vita hver hann væri, bað hann um að láta sig í friði og kvaðst hafa talað við lögregluna. „Hann sagði ókei en hélt samt áfram að senda myndir,“ segir Thelma Rún. Hún segist jafnframt hafa sagt honum að hún viti hvar hann vinnur. „Ég sagði honum „Ef þú lætur mig ekki í friði þá ætla ég að senda allar þessar myndir og öll screenshot á vinnustaðinn þinn.“ Þá sagði hann „Ég er hvort eð að fara að hætta þarna þannig að ef þú sendir þetta þá skiptir það mig engu máli.““Thelma Rún býr og starfar sem leikkona og fyrirsæta í Japan. Hún vill ekki þurfa að breyta sínu lífi vegna mannsins sem er að áreita hana.Lögreglan segist ekkert geta gert Thelma Rún hefur haft samband bæði við lögregluna í Japan og á Íslandi. Japanska lögreglan sagðist ekki geta gert neitt vegna þess að hann býr í útlöndum. Sagði japanska lögreglan að hún gæti ekki haft samband við kanadísku lögregluna fyrr en maðurinn myndi hóta Thelmu Rún lífláti. Þá hefur Thelma Rún ekki heyrt frá lögreglunni á Íslandi og segir að næsta skref sé að ræða við lögregluna í Kanada. Aðspurð hvort hún hafi brugðið á það ráð að skipta um símanúmer eða breyta reikningunum sínum á samfélagsmiðlum segir Thelma Rún að það sé dálítið erfitt fyrir hann að gera slíkt vegna vinnunnar sinnar. Þá vilji hún heldur ekki gefa manninum þau völd að hún þurfi að breyta einhverju í sínu lífi.Maðurinn hefur áreitt Thelmu Rún í gegnum WhatsApp, Instagram og Snapchat og hefur reynt að verða vinur hennar í gegnum Facebook.vísir/getty„Ég sem fórnarlamb á ekki að þurfa að gera þetta“ „Ég skil alveg að fólk er að segja „blokkaðu hann“ eða „skiptu bara um símanúmer“ eða „þú átt að búast við svona“ þar sem að það er bara að reyna að hjálpa. En samt sem áður það á ekki segja þetta. Ég á ekki að þurfa að breyta mínu lífi út af svona ógeðslegum ofbeldismanni. Þegar fólk segir manni að blokka og breyta öllu hjá sér á samfélagsmiðlum, þá er það í raun og veru að „normalísera“ svona hegðun. Ég sem fórnarlamb, ég á ekki að þurfa að gera það heldur á að taka á þessum ofbeldismönnum sem stunda svona,“ segir Thelma Rún. Hún bendir á að hún hafi enn sem komið er fengið litla hjálp frá lögreglunni og hafi þurft að berjast í því sjálf að finna leiðir til þess að stoppa manninn. Hún segir ekki sniðugt að hóta manninum en það sé eina ráðið sem hún hafi. „Ég hef af honum ógeðslega myndir, myndbönd og texta, allt sem hann hefur sent mér. Þar sem ég veit hver þetta er, veit ég hvað hann heitir, hvar hann býr og hver fjölskylda hans er. Ég veit hver er vinnuveitandi hans og eina ráðið er að hóta honum því að ég sendi þessi myndir og myndbönd á allt þetta fólk. Sem er að sjálfsögðu ekkert sniðugt því maður veit ekkert hvaða afleiðingar það hefur mig og jafnvel fyrir hann. Ég sem fórnarlamb á ekki að þurfa að gera þetta. Það vantar klárlega eitthvað sem kallast netlögregla sem getur tekið á þessum málum, því það mætti búast við því að lögreglan á miklu auðveldara með að stöðva svona heldur en einn einstaklingur sem hefur enga reynslu í þessu. Japanskan lögreglan sagði meðal annars þeir hafa aldrei „dílað“ við svona mál áður og vissu ekkert hvernig þeir áttu að bregðast við,“ segir Thelma Rún. Hún segir að lokum að lögreglunni beri að taka svona mál alvarlega. Maðurinn hafi til að mynda fundið símanúmerið hennar og veltir Thelma Rún því upp hvort hann geti mögulega fundið út hvar hún býr. „Maður veit ekki nema að hann gæti komið hingað og maður veit ekki hvernig þetta getur endað.“ Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Sjá meira
Thelma Rún Heimisdóttir er fyrirsæta og leikkona sem býr og starfar í Japan. Undanfarna sex mánuði hefur hún mátt þola nánast linnulausa áreitni af hálfu ókunnugs manns í gegnum samfélagsmiðla sem sendir henni ítrekað skilaboð og myndir og myndbönd af kynfærum sínum. Thelma Rún segir litla hjálp að fá frá lögreglu eða samfélagsmiðlunum sjálfum og þrátt fyrir að hún „blokki“ (banni) manninn á miðlunum þá finnur hann hana alltaf leiðir til að hafa samband aftur. Hún kveðst hafa orðið óttaslegin þegar hann tók upp á því að hringja í hana. „Þetta byrjaði fyrir sex mánuðum síðan. Þá fékk ég skilaboð á Instagram og þá var einhver sem var að senda mér myndir af kynfærunum sínum. Ég „blokkaði“ hann strax. En næsta dag kom einhver nýr og sendi mér svipaða mynd og ég „blokkaði“ hann eftir. Svo gerðist þetta aftur mánuði síðar á Snapchat. Það var einhver sem kallaði sig Chinaman og ég hélt að þetta væri kínverskur vinur minn því hann notar þetta nafn á netinu. Þannig að ég „addaði“ honum á Snapchat en svo kom strax myndband af honum að fikta í sjálfum sér. Hann sendi mér eitthvað „Oh, ég elska þig svo mikið, þú ert svo sexý,“ og eitthvað svona,“ segir Thelma Rún í samtali við Vísi. Hún spurði á Snapchat hver þetta væri og hvort þetta væri vinur hennar. Maðurinn svaraði því ekki heldur hélt bara áfram að áreita hana með skilaboðum um hvað hún væri falleg og sexý og að hann elskaði hana.Skilaboðaforritið WhatsApp er vinsælt erlendis en það er tengt símanúmerum notenda.vísir/GettyFann símanúmerið hennar og hafði samband í gegnum WhatsApp „Þannig að ég „blokkaði“ hann bara. Svo leið vika og þá kom annar á Snapchat og gerði nákvæmlega það sama. Ég hugsaði að þetta hlyti að vera sami maðurinn sem væri að senda mér öll þessi ógeðslegu skilaboð.“ Thelma Rún „blokkaði“ manninn aftur á Snapchat. Svo leið mánuður og þá var maðurinn kominn á skilaboðaforritið WhatsApp. „Til þess að „adda“ mér á WhatsApp þarftu að vera með símanúmerið mitt. Þannig að þessi maður fann símanúmerið mitt og ég þarf ekki að „adda“ honum á móti til þess að sjá skilaboðin. Þannig að hann var að senda mér stöðugt skilaboð og ég var alltaf stöðugt að blokka hann og ég ekkert að svara honum,“ segir Thelma Rún. Hún bæði „blokkaði“ manninn og tilkynnti hann til WhatsApp en áreitnin hélt engu að síður áfram.Skjáskot af einum skilaboðum sem maðurinn sendi Thelmu en með fylgdi myndband af kynfærum hans.Áreitni á hverjum einasta degi „Núna í júní byrjaði þetta að koma á hverjum einasta degi, á WhatsApp, fullt af myndum af honum. Þegar ég kíkti á númerin þá var þetta alltaf nýtt og nýtt númer, númer frá Spáni, Afríku, Kanada og hann kallaði sig mismunandi nöfnum. En ég sá alltaf smá í andlitið á honum og þetta var alltaf sami maðurinn. Þannig að hann er að nota eitthvað app eða vefsíðu til að fá ný símanúmer eða breyta IP-tölunni sinni til þess að geta haft samband við mig því ég „blokkaði“ hann alltaf. Svo byrjaði þetta núna í júní aftur á hverjum einasta degi og hann byrjaði að hringja í mig og þá var ég svolítið hrædd.“ Thelma Rún ákvað að senda manninum skilaboð, biðja hann um að hætta þessu og láta sig í friði en hann heldur áfram að senda henni skilaboð og hafði síðast samband núna fyrr í júlí. Þá hefur maðurinn reynt að verða vinur hennar í gegnum Facebook og horft á streymi sem Thelma Rún er með í Japan í gegnum síðuna Showroom. Í gegnum Facebook fann Thelma Rún fullt nafn mannsins og vinnustaðinn hann. Hún segir að hann búi í Kanada en heldur að hann sé frá Brasilíu. Hún sendi honum myndina, sagðist vita hver hann væri, bað hann um að láta sig í friði og kvaðst hafa talað við lögregluna. „Hann sagði ókei en hélt samt áfram að senda myndir,“ segir Thelma Rún. Hún segist jafnframt hafa sagt honum að hún viti hvar hann vinnur. „Ég sagði honum „Ef þú lætur mig ekki í friði þá ætla ég að senda allar þessar myndir og öll screenshot á vinnustaðinn þinn.“ Þá sagði hann „Ég er hvort eð að fara að hætta þarna þannig að ef þú sendir þetta þá skiptir það mig engu máli.““Thelma Rún býr og starfar sem leikkona og fyrirsæta í Japan. Hún vill ekki þurfa að breyta sínu lífi vegna mannsins sem er að áreita hana.Lögreglan segist ekkert geta gert Thelma Rún hefur haft samband bæði við lögregluna í Japan og á Íslandi. Japanska lögreglan sagðist ekki geta gert neitt vegna þess að hann býr í útlöndum. Sagði japanska lögreglan að hún gæti ekki haft samband við kanadísku lögregluna fyrr en maðurinn myndi hóta Thelmu Rún lífláti. Þá hefur Thelma Rún ekki heyrt frá lögreglunni á Íslandi og segir að næsta skref sé að ræða við lögregluna í Kanada. Aðspurð hvort hún hafi brugðið á það ráð að skipta um símanúmer eða breyta reikningunum sínum á samfélagsmiðlum segir Thelma Rún að það sé dálítið erfitt fyrir hann að gera slíkt vegna vinnunnar sinnar. Þá vilji hún heldur ekki gefa manninum þau völd að hún þurfi að breyta einhverju í sínu lífi.Maðurinn hefur áreitt Thelmu Rún í gegnum WhatsApp, Instagram og Snapchat og hefur reynt að verða vinur hennar í gegnum Facebook.vísir/getty„Ég sem fórnarlamb á ekki að þurfa að gera þetta“ „Ég skil alveg að fólk er að segja „blokkaðu hann“ eða „skiptu bara um símanúmer“ eða „þú átt að búast við svona“ þar sem að það er bara að reyna að hjálpa. En samt sem áður það á ekki segja þetta. Ég á ekki að þurfa að breyta mínu lífi út af svona ógeðslegum ofbeldismanni. Þegar fólk segir manni að blokka og breyta öllu hjá sér á samfélagsmiðlum, þá er það í raun og veru að „normalísera“ svona hegðun. Ég sem fórnarlamb, ég á ekki að þurfa að gera það heldur á að taka á þessum ofbeldismönnum sem stunda svona,“ segir Thelma Rún. Hún bendir á að hún hafi enn sem komið er fengið litla hjálp frá lögreglunni og hafi þurft að berjast í því sjálf að finna leiðir til þess að stoppa manninn. Hún segir ekki sniðugt að hóta manninum en það sé eina ráðið sem hún hafi. „Ég hef af honum ógeðslega myndir, myndbönd og texta, allt sem hann hefur sent mér. Þar sem ég veit hver þetta er, veit ég hvað hann heitir, hvar hann býr og hver fjölskylda hans er. Ég veit hver er vinnuveitandi hans og eina ráðið er að hóta honum því að ég sendi þessi myndir og myndbönd á allt þetta fólk. Sem er að sjálfsögðu ekkert sniðugt því maður veit ekkert hvaða afleiðingar það hefur mig og jafnvel fyrir hann. Ég sem fórnarlamb á ekki að þurfa að gera þetta. Það vantar klárlega eitthvað sem kallast netlögregla sem getur tekið á þessum málum, því það mætti búast við því að lögreglan á miklu auðveldara með að stöðva svona heldur en einn einstaklingur sem hefur enga reynslu í þessu. Japanskan lögreglan sagði meðal annars þeir hafa aldrei „dílað“ við svona mál áður og vissu ekkert hvernig þeir áttu að bregðast við,“ segir Thelma Rún. Hún segir að lokum að lögreglunni beri að taka svona mál alvarlega. Maðurinn hafi til að mynda fundið símanúmerið hennar og veltir Thelma Rún því upp hvort hann geti mögulega fundið út hvar hún býr. „Maður veit ekki nema að hann gæti komið hingað og maður veit ekki hvernig þetta getur endað.“
Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Sjá meira