Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon er látinn Andri Eysteinsson skrifar 17. júlí 2019 08:42 Þorsteinn Ingi Sigfússon lést aðfaranótt 15. júlí. Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er látinn. Þorsteinn varð bráðkvaddur, 65 ára að aldri, aðfaranótt 15. júlí síðastliðinn. Þorsteinn Ingi fæddist 4. júní árið 1954 og ól manninn í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Sigfúsar Johnsen og Kristínar Þorsteinsdóttur. Þorsteinn gekk til náms við Menntaskólann í Hamrahlíð og lauk þar stúdentsprófi árið 1974 og hélt þaðan til náms við Kaupmannahafnarháskóla. Þorsteinn lauk doktorsprófi frá Cambridge árið 1982. Þorsteinn starfaði við Háskóla Íslands um árabil, fékk stöðu fræðimanns við raunvísindastofnun ári eftir doktorspróf en var gerður prófessor í Eðlisfræði árið 1989. Þorsteinn tók þátt í stofnun ýmissa fyrirtækja, starfaði í ráðum og stjórnum og var formaður framkvæmdanefndar alþjóðvetnissamtakanna. Þá var Þorsteinn ráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Ísland við stofnun hennar árið 2007. Dr. Þorsteinn hlaut árið 2004 riddarakross fálkaorðunnar og þremur árum seinna komu í hans hlut alheimsorkuverðlaunin í St. Pétursborg vegna framlags hans til vetnismála. Eiginkona Þorsteins er Bergþóra Karen Ketilsdóttir, börn þeirra eru þrjú, Davíð Þór, læknir f. 1980, Dagrún Inga, læknir f. 1988 og Þorkell Viktor, tölvunarfræðingur f. 1992. Einn bræðra Þorsteins, Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og bæjarstjóri Reykjanesbæjar minntist bróðurs síns í færslu á Facebook. Sagði Árni bróður sinn hafa verið sinn besti vinur alla tíð. „Gáfur hans og hjartahlýja voru mér dýrmætur stuðningur í bernsku og unglingsár, rétt eins og fram á síðustu stundu,“ skrifar Árni Andlát Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er látinn. Þorsteinn varð bráðkvaddur, 65 ára að aldri, aðfaranótt 15. júlí síðastliðinn. Þorsteinn Ingi fæddist 4. júní árið 1954 og ól manninn í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Sigfúsar Johnsen og Kristínar Þorsteinsdóttur. Þorsteinn gekk til náms við Menntaskólann í Hamrahlíð og lauk þar stúdentsprófi árið 1974 og hélt þaðan til náms við Kaupmannahafnarháskóla. Þorsteinn lauk doktorsprófi frá Cambridge árið 1982. Þorsteinn starfaði við Háskóla Íslands um árabil, fékk stöðu fræðimanns við raunvísindastofnun ári eftir doktorspróf en var gerður prófessor í Eðlisfræði árið 1989. Þorsteinn tók þátt í stofnun ýmissa fyrirtækja, starfaði í ráðum og stjórnum og var formaður framkvæmdanefndar alþjóðvetnissamtakanna. Þá var Þorsteinn ráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Ísland við stofnun hennar árið 2007. Dr. Þorsteinn hlaut árið 2004 riddarakross fálkaorðunnar og þremur árum seinna komu í hans hlut alheimsorkuverðlaunin í St. Pétursborg vegna framlags hans til vetnismála. Eiginkona Þorsteins er Bergþóra Karen Ketilsdóttir, börn þeirra eru þrjú, Davíð Þór, læknir f. 1980, Dagrún Inga, læknir f. 1988 og Þorkell Viktor, tölvunarfræðingur f. 1992. Einn bræðra Þorsteins, Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og bæjarstjóri Reykjanesbæjar minntist bróðurs síns í færslu á Facebook. Sagði Árni bróður sinn hafa verið sinn besti vinur alla tíð. „Gáfur hans og hjartahlýja voru mér dýrmætur stuðningur í bernsku og unglingsár, rétt eins og fram á síðustu stundu,“ skrifar Árni
Andlát Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent