Borgarstjóri vísar skrifum Hringbrautar til föðurhúsanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2019 12:00 Dagur segir fréttaskrif á Hringbraut gróflega villandi og röng. FBL/ERNIR Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, birti í gærkvöldi færslu á Facebook þar sem hann vísar á bug fréttaflutningi Hringbrautar um að hann hafi fengið gefins boðsmiða á tónleikahátíðina Secret Solstice fyrir hátt í hálfa milljón króna. Segir hann framsetningu Hringbrautar villandi og til þess fallna að gera hluti viljandi tortryggilega. Forsaga málsins er sú að á mánudag birtist á vef Hringbrautar frétt þar sem fram kom að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hafi fengið miða að gjöf fyrir allt að 450 þúsund krónur og ekki skráð þá í hagsmunaskráningu. Sama dag sendu forsvarsmenn Secret Solstice frá sér tilkynningu þar sem þeir sögðust harma villandi fréttaflutning“ í tengslum við aðgöngumiða borgarstjóra. Forsvarsmenn hátíðarinnar vildu veita honum aðgang að öllum svæðum hátíðarinnar og því hafi hann fengið svokallaðan „Artist Gold“ passa sem voru ekki til almennrar sölu. Hringbraut lagði miða borgarstjóra hins vegar að jöfnu við svokallaðan „Óðinsmiða.“ Handhafar slíkra miða fengu frían mat og drykk á meðan hátíðinni stóð sem og aðgang að VIP svæðum. Þeir segja samanburðinn fjarstæðukenndan.Hátíðin hafi farið vel fram og öryggisgæsla staðið sig Í Facebook-færslu um málið segir Dagur fréttaflutning Hringbrautar heldur fjarri því sem satt er. Hann hafi verið á ættarmótin helgina sem hátíðin fór fram og ekki séð fram á að komast á hátíðina yfir höfuð. Hann hafi síðan komið í bæinn síðdegis á sunnudeginum og ákveðið að líta við síðasta kvöld hátíðarinnar. Ekki síst þar sem margir höfðu lýst áhyggjum sínum af framkvæmd hátíðarinnar. „Pétur aðstoðarmaður minn heyrði því í skipuleggjendum sem hittu mig í hliðinu. Við fengum listamanna-armbönd, sannarlega ekki vegna trompet-ferils míns í lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts heldur til þess að við gætum farið um allt svæði, líka baksviðs,“ segir í færslu borgarstjóra. Hann segir sér hafa verið vel tekið af framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Víkingi Heiðari Arnórssyni, sem sýndi honum skipulag og fyrirkomulag á svæðinu, sem Dagur segir hafa verið metnaðarfullt. Eins segir Dagur öryggisgæsluna hafa gætt vel að armbandinu hans, sem hafi ekki verið í almennri sölu, þegar hann fór á milli staða hátíðinni. „[Armböndin] var alls ekki hægt að kaupa. Hvað þá fyrir hálfa milljón. Ég var ánægður að hafa farið þótt aðeins hafi rignt. Fulltrúum lögreglu, slökkviliðs og félagsmiðstöðvastarfsfólki sem ég rakst á á röltinu bar saman um að hátíðin hefði farið vel fram og verið til fyrirmyndar,“ segir Dagur jafnframt í færslunni. Segir skrif Hringbrautar til þess fallin að tortryggja hátíðarheimsóknina Borgarstjóri spyr í niðurlagi færslu sinnar úr hvaða átt skrif Hringbrautar komi þá og svarar því sjálfur í næstu andrá. „Jú, í því skyni að gera þessa heimsókn mína á hátíðina tortryggilega leggur Hringbraut þessi listamanna-armbönd að jöfnu við svo kallaða Óðins-miða sem mér skilst að hafi verið dýrustu miðarnir sem hægt var að kaupa inn á hátíðina. Slíkir miðar kostuðu sannarlega á annað hundrað þúsund krónur og giltu fyrir aðgang að öllu svæðinu, ásamt öllum þeim mat og drykk sem viðkomandi gat í sig látið á allri þriggja daga hátíðinni,“ segir Dagur, og bætir við að fréttaflutningur Hringbrautar sé „gróflega villandi“ og beinlínis rangur. Borgarstjóri segir það að blanda listamannaarmböndum sem notast var við eina kvöldstund til þess að komast um hátíðarsvæðið við dýrustu miðana á þriggja daga tónlistarhátíð ekki aðeins vera hæpið, heldur út í hött. „Mér finnst sjálfsagt að gera ríkar kröfur til stjórnmálamanna en það hlýtur líka að vera hægt að gera þá lágmarkskröfu að rétt sé farið með í skrifum um þeirra störf, rétt eins og í allri annarri umræðu,“ segir Dagur að lokum. Fjölmiðlar Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Borgarfulltrúar fengu frímiða til að sinna eftirlitsskyldu Öllum kjörnum fulltrúum Reykjavíkurborgar bauðst að fá aðgöngumiða á tónlistarhátíðina Secret Solstice samkvæmt samningi. 15. júlí 2019 22:26 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, birti í gærkvöldi færslu á Facebook þar sem hann vísar á bug fréttaflutningi Hringbrautar um að hann hafi fengið gefins boðsmiða á tónleikahátíðina Secret Solstice fyrir hátt í hálfa milljón króna. Segir hann framsetningu Hringbrautar villandi og til þess fallna að gera hluti viljandi tortryggilega. Forsaga málsins er sú að á mánudag birtist á vef Hringbrautar frétt þar sem fram kom að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hafi fengið miða að gjöf fyrir allt að 450 þúsund krónur og ekki skráð þá í hagsmunaskráningu. Sama dag sendu forsvarsmenn Secret Solstice frá sér tilkynningu þar sem þeir sögðust harma villandi fréttaflutning“ í tengslum við aðgöngumiða borgarstjóra. Forsvarsmenn hátíðarinnar vildu veita honum aðgang að öllum svæðum hátíðarinnar og því hafi hann fengið svokallaðan „Artist Gold“ passa sem voru ekki til almennrar sölu. Hringbraut lagði miða borgarstjóra hins vegar að jöfnu við svokallaðan „Óðinsmiða.“ Handhafar slíkra miða fengu frían mat og drykk á meðan hátíðinni stóð sem og aðgang að VIP svæðum. Þeir segja samanburðinn fjarstæðukenndan.Hátíðin hafi farið vel fram og öryggisgæsla staðið sig Í Facebook-færslu um málið segir Dagur fréttaflutning Hringbrautar heldur fjarri því sem satt er. Hann hafi verið á ættarmótin helgina sem hátíðin fór fram og ekki séð fram á að komast á hátíðina yfir höfuð. Hann hafi síðan komið í bæinn síðdegis á sunnudeginum og ákveðið að líta við síðasta kvöld hátíðarinnar. Ekki síst þar sem margir höfðu lýst áhyggjum sínum af framkvæmd hátíðarinnar. „Pétur aðstoðarmaður minn heyrði því í skipuleggjendum sem hittu mig í hliðinu. Við fengum listamanna-armbönd, sannarlega ekki vegna trompet-ferils míns í lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts heldur til þess að við gætum farið um allt svæði, líka baksviðs,“ segir í færslu borgarstjóra. Hann segir sér hafa verið vel tekið af framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Víkingi Heiðari Arnórssyni, sem sýndi honum skipulag og fyrirkomulag á svæðinu, sem Dagur segir hafa verið metnaðarfullt. Eins segir Dagur öryggisgæsluna hafa gætt vel að armbandinu hans, sem hafi ekki verið í almennri sölu, þegar hann fór á milli staða hátíðinni. „[Armböndin] var alls ekki hægt að kaupa. Hvað þá fyrir hálfa milljón. Ég var ánægður að hafa farið þótt aðeins hafi rignt. Fulltrúum lögreglu, slökkviliðs og félagsmiðstöðvastarfsfólki sem ég rakst á á röltinu bar saman um að hátíðin hefði farið vel fram og verið til fyrirmyndar,“ segir Dagur jafnframt í færslunni. Segir skrif Hringbrautar til þess fallin að tortryggja hátíðarheimsóknina Borgarstjóri spyr í niðurlagi færslu sinnar úr hvaða átt skrif Hringbrautar komi þá og svarar því sjálfur í næstu andrá. „Jú, í því skyni að gera þessa heimsókn mína á hátíðina tortryggilega leggur Hringbraut þessi listamanna-armbönd að jöfnu við svo kallaða Óðins-miða sem mér skilst að hafi verið dýrustu miðarnir sem hægt var að kaupa inn á hátíðina. Slíkir miðar kostuðu sannarlega á annað hundrað þúsund krónur og giltu fyrir aðgang að öllu svæðinu, ásamt öllum þeim mat og drykk sem viðkomandi gat í sig látið á allri þriggja daga hátíðinni,“ segir Dagur, og bætir við að fréttaflutningur Hringbrautar sé „gróflega villandi“ og beinlínis rangur. Borgarstjóri segir það að blanda listamannaarmböndum sem notast var við eina kvöldstund til þess að komast um hátíðarsvæðið við dýrustu miðana á þriggja daga tónlistarhátíð ekki aðeins vera hæpið, heldur út í hött. „Mér finnst sjálfsagt að gera ríkar kröfur til stjórnmálamanna en það hlýtur líka að vera hægt að gera þá lágmarkskröfu að rétt sé farið með í skrifum um þeirra störf, rétt eins og í allri annarri umræðu,“ segir Dagur að lokum.
Fjölmiðlar Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Borgarfulltrúar fengu frímiða til að sinna eftirlitsskyldu Öllum kjörnum fulltrúum Reykjavíkurborgar bauðst að fá aðgöngumiða á tónlistarhátíðina Secret Solstice samkvæmt samningi. 15. júlí 2019 22:26 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Borgarfulltrúar fengu frímiða til að sinna eftirlitsskyldu Öllum kjörnum fulltrúum Reykjavíkurborgar bauðst að fá aðgöngumiða á tónlistarhátíðina Secret Solstice samkvæmt samningi. 15. júlí 2019 22:26