Helgi Hrafn um ræðuna: „Þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera þetta aftur“ Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2019 15:04 Vísir/Samsett „Ef ég á að segja alveg eins og er þá langar mig ekki mikið til þess að halda áfram að tala um Birgittu. Þessi ræða er haldin fyrir atkvæðagreiðslu og var beint að fólki sem var að fara að taka þátt í þeirri atkvæðagreiðslu og fyrir mitt leyti hefur ekkert erindi út fyrir þann hóp.“ Þetta segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við Vísi um ræðu sína á fundi Pírata á mánudaginn þar sem atkvæðagreiðsla um trúnaðarráð flokksins fór fram. Á meðal þeirra sem buðu sig fram var Birgitta Jónsdóttir, einn stofnenda flokksins og fyrrum þingflokksformaður. Eldræða Helga Hrafn vakti mikla athygli í gær þegar myndbandsupptaka af fundinum var birt á YouTube. Þar fór Helgi Hrafn ófögrum orðum um Birgittu, sagði hana grafa undan samherjum sínum ef þeir ógnuðu henni og hóta þeim sem ekki fóru að hennar óskum.Sjá einnig: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Hann segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna og hann sjái ekki eftir því. „Það þurfti að segja þetta, ég stend við hvert orð, þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera það aftur.“Hætti í flokknum og drullaði yfir hann í fjölmiðlum Helgi Hrafn segir það vera óþarfi að draga þetta mál á langinn. Atkvæðagreiðslunni sé nú lokið og Birgitta sé nú óbreyttur borgari og sé ekki að sækjast eftir neinni stöðu innan flokksins. Hann skilji það ekki betur en svo að hún ætli að fara að snúa sér að öðrum málum. Aðspurður hvort hann sæi fyrir sér að starfa aftur með Birgittu í framtíðinni segist hann ekki útiloka neitt. Það sé enginn tilgangur í slíkum fullyrðingum enda hafi margt gerst sem hann hefði áður útilokað. Hann virðist þó ekki sáttur við það hvernig Birgitta skildi við flokkinn á sínum tíma. „Hún kom beint inn í þetta núna eftir að það seinasta sem við vissum af henni var það að hún hefði hætt í flokknum og drullaði yfir flokkinn í fjölmiðlum. Hún kemur svo aftur og segist vera til í trúnaðarstöðu, og enga smá trúnaðarstöðu heldur trúnaðarstöðu í trúnaðarráði, án þess að eiga nokkuð uppgjör,“ segir Helgi Hrafn. Hann segir það hafa verið „fráleita pælingu“ að hún sóttist eftir stöðunni í ljósi þess sem á undan hefur gengið og því hafi hann séð sig knúinn til þess að láta þessi sjónarmið heyrast. Það hafi skipt máli við þessa ákvarðanatöku og í rauninni skipti það alltaf máli við lýðræðislegar ákvarðanir. „Þegar er verið að taka lýðræðislega ákvörðun um það hver eigi að sinna einhverju hlutverki, þá er fólk að bjóða sig fram í það að aðrir sem hafa starfað með viðkomandi segi sitt álit. Hún hafði fullt vald á því að verja sig þarna.“Helgi Hrafn segir engar reglur gilda um hverjir megi vera í Pírötum. Birgitta megi alveg vera í flokknum ef hún vill.vísir/anton brinkAfdráttarlaus niðurstaða í atkvæðagreiðslu Á fundinum í gær voru greidd atkvæði um skipun Birgittu Jónsdóttur, Agnesar Ernu Esterardóttur og Hrannars Jónssonar í trúnaðarráð. Tilnefningar Agnesar og Hrannars voru samþykktar með miklum meirihluta en líkt og áður sagði var Birgittu hafnað. 68 greiddu atkvæði um skipun Birgittu í ráðið, þar af voru 55 andvígir en 13 fylgjandi. Aðspurður hvort flokkurinn væri tvískiptur í afstöðu sinni gagnvart Birgittu segir Helgi Hrafn að fyrir fram hafi hann verið alls óviss um hvernig atkvæðagreiðslan færi. Það hefði vel getað farið svo að skipun hennar hefði verið samþykkt. „Ég vissi það ekkert fyrir fram hvernig þetta færi. Það vissi það enginn. Ég held að allir hafi verið mjög óvissir, báðum megin við línuna.“ Á fundinum sagði Helgi Hrafn ástæðuna fyrir því að þingflokkurinn beitti sér gegn skipun hennar vera þá að það væri eini hópurinn innan flokksins sem væri í „þeirri aðstöðu að geta staðið upp í hárinu á henni“. Hann segir niðurstöðuna hins vegar mjög skýra í ljósi þess hversu stór meirihluti var andvígur skipun hennar. „Þetta er bara erfitt. Þetta er bara vont. Það er náttúrulega erfitt að sjá fyrir hvernig hlutirnir fara og alveg eðlilega, það er hluti af lýðræðinu að maður viti ekki niðurstöðuna fyrir fram.“ Píratar Tengdar fréttir Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09 Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
„Ef ég á að segja alveg eins og er þá langar mig ekki mikið til þess að halda áfram að tala um Birgittu. Þessi ræða er haldin fyrir atkvæðagreiðslu og var beint að fólki sem var að fara að taka þátt í þeirri atkvæðagreiðslu og fyrir mitt leyti hefur ekkert erindi út fyrir þann hóp.“ Þetta segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við Vísi um ræðu sína á fundi Pírata á mánudaginn þar sem atkvæðagreiðsla um trúnaðarráð flokksins fór fram. Á meðal þeirra sem buðu sig fram var Birgitta Jónsdóttir, einn stofnenda flokksins og fyrrum þingflokksformaður. Eldræða Helga Hrafn vakti mikla athygli í gær þegar myndbandsupptaka af fundinum var birt á YouTube. Þar fór Helgi Hrafn ófögrum orðum um Birgittu, sagði hana grafa undan samherjum sínum ef þeir ógnuðu henni og hóta þeim sem ekki fóru að hennar óskum.Sjá einnig: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Hann segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna og hann sjái ekki eftir því. „Það þurfti að segja þetta, ég stend við hvert orð, þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera það aftur.“Hætti í flokknum og drullaði yfir hann í fjölmiðlum Helgi Hrafn segir það vera óþarfi að draga þetta mál á langinn. Atkvæðagreiðslunni sé nú lokið og Birgitta sé nú óbreyttur borgari og sé ekki að sækjast eftir neinni stöðu innan flokksins. Hann skilji það ekki betur en svo að hún ætli að fara að snúa sér að öðrum málum. Aðspurður hvort hann sæi fyrir sér að starfa aftur með Birgittu í framtíðinni segist hann ekki útiloka neitt. Það sé enginn tilgangur í slíkum fullyrðingum enda hafi margt gerst sem hann hefði áður útilokað. Hann virðist þó ekki sáttur við það hvernig Birgitta skildi við flokkinn á sínum tíma. „Hún kom beint inn í þetta núna eftir að það seinasta sem við vissum af henni var það að hún hefði hætt í flokknum og drullaði yfir flokkinn í fjölmiðlum. Hún kemur svo aftur og segist vera til í trúnaðarstöðu, og enga smá trúnaðarstöðu heldur trúnaðarstöðu í trúnaðarráði, án þess að eiga nokkuð uppgjör,“ segir Helgi Hrafn. Hann segir það hafa verið „fráleita pælingu“ að hún sóttist eftir stöðunni í ljósi þess sem á undan hefur gengið og því hafi hann séð sig knúinn til þess að láta þessi sjónarmið heyrast. Það hafi skipt máli við þessa ákvarðanatöku og í rauninni skipti það alltaf máli við lýðræðislegar ákvarðanir. „Þegar er verið að taka lýðræðislega ákvörðun um það hver eigi að sinna einhverju hlutverki, þá er fólk að bjóða sig fram í það að aðrir sem hafa starfað með viðkomandi segi sitt álit. Hún hafði fullt vald á því að verja sig þarna.“Helgi Hrafn segir engar reglur gilda um hverjir megi vera í Pírötum. Birgitta megi alveg vera í flokknum ef hún vill.vísir/anton brinkAfdráttarlaus niðurstaða í atkvæðagreiðslu Á fundinum í gær voru greidd atkvæði um skipun Birgittu Jónsdóttur, Agnesar Ernu Esterardóttur og Hrannars Jónssonar í trúnaðarráð. Tilnefningar Agnesar og Hrannars voru samþykktar með miklum meirihluta en líkt og áður sagði var Birgittu hafnað. 68 greiddu atkvæði um skipun Birgittu í ráðið, þar af voru 55 andvígir en 13 fylgjandi. Aðspurður hvort flokkurinn væri tvískiptur í afstöðu sinni gagnvart Birgittu segir Helgi Hrafn að fyrir fram hafi hann verið alls óviss um hvernig atkvæðagreiðslan færi. Það hefði vel getað farið svo að skipun hennar hefði verið samþykkt. „Ég vissi það ekkert fyrir fram hvernig þetta færi. Það vissi það enginn. Ég held að allir hafi verið mjög óvissir, báðum megin við línuna.“ Á fundinum sagði Helgi Hrafn ástæðuna fyrir því að þingflokkurinn beitti sér gegn skipun hennar vera þá að það væri eini hópurinn innan flokksins sem væri í „þeirri aðstöðu að geta staðið upp í hárinu á henni“. Hann segir niðurstöðuna hins vegar mjög skýra í ljósi þess hversu stór meirihluti var andvígur skipun hennar. „Þetta er bara erfitt. Þetta er bara vont. Það er náttúrulega erfitt að sjá fyrir hvernig hlutirnir fara og alveg eðlilega, það er hluti af lýðræðinu að maður viti ekki niðurstöðuna fyrir fram.“
Píratar Tengdar fréttir Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09 Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09
Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?