Segir að steypa þurfi í borholurnar Gígja Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 20:00 Óskar Sævarsson, landvörður Hætta getur stafað af gömlum borholum á háhitasvæðinu við Seltún á Reykjanesi. Girt hefur verið fyrir hluta svæðisins til að fyrirbyggja slys á fólki en fjöldi ferðamanna skoðar svæðið daglega. Í febrúar á þessu ári gaus úr einni borholunni á svæðinu með þeim afleiðingum að hindrun sem átti að halda henni í skefjum sprakk undan þrýstingi. Borholurnar eru frá sjötta áratugnum og standa nú opnar á svæðinu. „Þetta er algjörlega morkin og ónýt steypa. Og með því að setja einhver járnlok eða eitthvað ofan á það þarf nú ekki mikið til að sprengja það upp og það var það sem gerðist núna í febrúar,“ segir Óskar Sævarsson, landvörður á svæðinu. Þá segir hann áform vera um að steypa ofan í holurnar til að fyrirbyggja að það gjósi úr þeim. Sú aðgerð hafi hins vegar dregist. „Ég myndi nú segja að það lægi talsvert á því. Það hefði átt að bregðast við þessu strax, fyrir ferðamannatímann,“ segir Óskar. Flókið sé að hrinda aðgerðinni í framkvæmd og kostnaðurinn við hana mikill. Stígurinn með fram borholunni hefur verið lokaður síðan í febrúar. „Stígakerfið er þannig uppbyggt að þetta er hringleið í kringum svæðið og nú er bara gengið í hálfan hring og aftur til baka, sem veldur náttúrulega gríðarlegu álagi öðru megin,“ segir Óskar. Þá segir Óskar skilti, sem bannar fólki að fara af stígnum, hafa verið sett upp víðs vegar á svæðinu. Ekki allir ferðamenn fari þó eftir þeim leiðbeiningum en nokkrir ferðamenn með íslenskan leiðsögumann í fararbroddi fóru út af stígnum og gengu í átt að borholunni í dag. Ferðamennska á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Gufusprenging á Reykjanesi olli því að jörðin skalf og nötraði Veðurstofan hefur ekki orðið vör við óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu. 10. febrúar 2019 13:39 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Hætta getur stafað af gömlum borholum á háhitasvæðinu við Seltún á Reykjanesi. Girt hefur verið fyrir hluta svæðisins til að fyrirbyggja slys á fólki en fjöldi ferðamanna skoðar svæðið daglega. Í febrúar á þessu ári gaus úr einni borholunni á svæðinu með þeim afleiðingum að hindrun sem átti að halda henni í skefjum sprakk undan þrýstingi. Borholurnar eru frá sjötta áratugnum og standa nú opnar á svæðinu. „Þetta er algjörlega morkin og ónýt steypa. Og með því að setja einhver járnlok eða eitthvað ofan á það þarf nú ekki mikið til að sprengja það upp og það var það sem gerðist núna í febrúar,“ segir Óskar Sævarsson, landvörður á svæðinu. Þá segir hann áform vera um að steypa ofan í holurnar til að fyrirbyggja að það gjósi úr þeim. Sú aðgerð hafi hins vegar dregist. „Ég myndi nú segja að það lægi talsvert á því. Það hefði átt að bregðast við þessu strax, fyrir ferðamannatímann,“ segir Óskar. Flókið sé að hrinda aðgerðinni í framkvæmd og kostnaðurinn við hana mikill. Stígurinn með fram borholunni hefur verið lokaður síðan í febrúar. „Stígakerfið er þannig uppbyggt að þetta er hringleið í kringum svæðið og nú er bara gengið í hálfan hring og aftur til baka, sem veldur náttúrulega gríðarlegu álagi öðru megin,“ segir Óskar. Þá segir Óskar skilti, sem bannar fólki að fara af stígnum, hafa verið sett upp víðs vegar á svæðinu. Ekki allir ferðamenn fari þó eftir þeim leiðbeiningum en nokkrir ferðamenn með íslenskan leiðsögumann í fararbroddi fóru út af stígnum og gengu í átt að borholunni í dag.
Ferðamennska á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Gufusprenging á Reykjanesi olli því að jörðin skalf og nötraði Veðurstofan hefur ekki orðið vör við óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu. 10. febrúar 2019 13:39 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Gufusprenging á Reykjanesi olli því að jörðin skalf og nötraði Veðurstofan hefur ekki orðið vör við óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu. 10. febrúar 2019 13:39