Kom í veg fyrir aukna fjárveitingu til fórnarlamba 11. september Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2019 08:35 Rand Paul. Vísir/Getty Rand Paul, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, kom í veg fyrir að fjárveitingar í sjóð sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu viðbragðsaðila sem glíma við veikindi eftir störf sín á vettvangi eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York yrðu tryggðar til árins 2090. Atkvæðagreiðsla fór fram í gær. Margir viðbragðsaðilar hafa veikst alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Frumvarpið hafði verið samþykkt með miklum meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og greiddu 402 þingmenn með en aðeins 12 á móti. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, setti málið á dagskrá til þess að hægt væri að greiða atkvæði um það fyrir þinghlé í ágúst.Sjá einnig: Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Þegar frumvarpið var tekið til afgreiðslu í gær sagðist Paul ekki geta stutt það í ljósi mikilla skulda ríkisins. Það ætti að forgangsraða í útgjöldum ríkisins og því þyrfti að ræða málið betur. „Það hefur lengi verið mín tilfinning að við þurfum að horfast í augu við þá miklu skuld sem er í landinu. Þess vegna ættu öllum nýjum fjárútgjöldum að vera hliðrað og takmarka útgjöld sem eru ekki forgangsatriði. Við verðum að minnsta kosti að eiga þessar umræður,“ sagði Paul. Hann lagði til að breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu. Ef það yrði ekki gert myndi hann vera mótfallinn því að það yrði samþykkt. Talsmaður Rand sagði þingmanninn ekki vera að koma í veg fyrir neitt, hann væri einfaldlega að leita leiða til þess að greiða fyrir það sem væri samþykkt á þinginu. Hann vilji sjá breytingar á frumvarpinu svo hægt væri að gera grein fyrir hvaðan fjármagnið ætti að koma. Bandaríkin Tengdar fréttir Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 17. júní 2019 21:08 Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Lést nokkrum vikum eftir nefndarfundinn með Jon Stewart Luis Alvarez kom fram á nefndarfundi fyrr í mánuðinum þar sem átti að ræða frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragðsaðila. 30. júní 2019 09:19 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Rand Paul, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, kom í veg fyrir að fjárveitingar í sjóð sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu viðbragðsaðila sem glíma við veikindi eftir störf sín á vettvangi eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York yrðu tryggðar til árins 2090. Atkvæðagreiðsla fór fram í gær. Margir viðbragðsaðilar hafa veikst alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Frumvarpið hafði verið samþykkt með miklum meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og greiddu 402 þingmenn með en aðeins 12 á móti. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, setti málið á dagskrá til þess að hægt væri að greiða atkvæði um það fyrir þinghlé í ágúst.Sjá einnig: Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Þegar frumvarpið var tekið til afgreiðslu í gær sagðist Paul ekki geta stutt það í ljósi mikilla skulda ríkisins. Það ætti að forgangsraða í útgjöldum ríkisins og því þyrfti að ræða málið betur. „Það hefur lengi verið mín tilfinning að við þurfum að horfast í augu við þá miklu skuld sem er í landinu. Þess vegna ættu öllum nýjum fjárútgjöldum að vera hliðrað og takmarka útgjöld sem eru ekki forgangsatriði. Við verðum að minnsta kosti að eiga þessar umræður,“ sagði Paul. Hann lagði til að breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu. Ef það yrði ekki gert myndi hann vera mótfallinn því að það yrði samþykkt. Talsmaður Rand sagði þingmanninn ekki vera að koma í veg fyrir neitt, hann væri einfaldlega að leita leiða til þess að greiða fyrir það sem væri samþykkt á þinginu. Hann vilji sjá breytingar á frumvarpinu svo hægt væri að gera grein fyrir hvaðan fjármagnið ætti að koma.
Bandaríkin Tengdar fréttir Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 17. júní 2019 21:08 Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Lést nokkrum vikum eftir nefndarfundinn með Jon Stewart Luis Alvarez kom fram á nefndarfundi fyrr í mánuðinum þar sem átti að ræða frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragðsaðila. 30. júní 2019 09:19 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 17. júní 2019 21:08
Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20
Lést nokkrum vikum eftir nefndarfundinn með Jon Stewart Luis Alvarez kom fram á nefndarfundi fyrr í mánuðinum þar sem átti að ræða frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragðsaðila. 30. júní 2019 09:19