Hilmar Smári Henningsson er einn þeirra sem eru tilnefndir sem verðmætasti leikmaður (MVP) B-deildar Evrópumóts U-19 ára í körfubolta karla.
Hilmar Smári er næststigahæsti leikmaður EM með 18,3 stig að meðaltali í leik. Þá er hann með 5,3 fráköst og 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Hægt er að kjósa Hilmar Smára með því að smella hér.
Hilmar Smári skoraði 25 stig þegar Ísland vann Ungverjaland, 78-41, í gær. Með sigrinum tryggðu Íslendingar sér sæti í 8-liða úrslitum. Þar mæta þeir Tékkum á morgun.
Hilmar Smári, sem er uppalinn hjá Haukum, skrifaði undir tveggja ára samning við spænska liðið Valencia fyrr í sumar.
Hilmar Smári tilnefndur sem besti leikmaður EM | Taktu þátt í kosningunni

Tengdar fréttir

Íslensku strákarnir rúlluðu upp Ungverjum og sæti í 8 liða úrslitum ætti að vera þeirra
Íslenska 20 ára landslið karla í körfubolta vann frábæran 37 stiga sigur á Ungverjum, 78-41, í B-deild Evrópukeppninnar í Portúgal í dag. Íslensku strákarnir áttu frábæran dag og rúlluðu ungverska liðinu upp í leik sem okkar menn urðu að vinna stórt til að komast í átta liða úrslitin.

Strákarnir komnir áfram og mæta Tékkum í 8-liða úrslitum
Sigurinn stóri á Ungverjum fyrr í dag endaði á að duga íslenska U-20 ára landsliðinu í körfubolta karla til að komast áfram í 8-liða úrslit á EM í Portúgal.