KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2025 12:07 Dómarar leiksins, frá Lettlandi, Tyrklandi og Noregi, hafa ekki fengið hlýjar kveðjur frá Íslandi eftir að hafa hreinlega tekið yfir leikinn undir lokin. Vísir/Hulda Margrét Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent formlega kvörtun til Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA, vegna dómgæslu í leik karlalandsliðsins við Pólland á EM í gær. Mönnum var heitt í hamsi eftir leik gærkvöldsins og sjaldan hefur rólyndismaðurinn Craig Pedersen sést eins æstur og hann var eftir leik. Ísland hafði unnið sig inn í leikinn eftir að hafa verið 16 stigum undir og komust yfir á kafla í fjórða leikhluta. Eftir það tók við dómarakonsert og síðustu mínútur leiksins fóru fram á vítalínunni, þar sem Pólverjar gerðu út um leikinn. Þrjár stórar ákvarðanir réðu úrslitum leiksins, allar umdeildar. Todd Warnick, alþjóðadómari til margra ára á vegum FIBA og dómaraþjálfari, segir allar þrjár hreinlega rangar. Í umfjöllun RÚV sögðu sérfræðingarnir og körfuboltaþjálfararnir Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson hafa verið svindlað á íslenska liðinu og að kollegar erlendis frá hefðu sent þeim skeyti, spyrjandi hvers kyns skandall hefði átt sér stað í Katowice. KKÍ hefur nú brugðist við með því að senda formlega kvörtun til FIBA og evrópska sambandsins FIBA Europe. Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari Íslands, sagði líklegt að KKÍ myndi senda kvörtun til hærra stjórnstigs vegna málsins. Í kjölfarið staðfestu Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, og Hörður Unnsteinsson, afreksstjóri sambandsins, í samtali við Vísi, að kvörtun yrði send til FIBA. Ólíklegt er að kvörtunin skili miklu enda leikurinn búinn og gerður. Formsins vegna kemur KKÍ hins vegar kvörtuninni áleiðis vegna vinnubragða dómaranna þriggja á leik gærkvöldsins. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Mönnum var heitt í hamsi eftir leik gærkvöldsins og sjaldan hefur rólyndismaðurinn Craig Pedersen sést eins æstur og hann var eftir leik. Ísland hafði unnið sig inn í leikinn eftir að hafa verið 16 stigum undir og komust yfir á kafla í fjórða leikhluta. Eftir það tók við dómarakonsert og síðustu mínútur leiksins fóru fram á vítalínunni, þar sem Pólverjar gerðu út um leikinn. Þrjár stórar ákvarðanir réðu úrslitum leiksins, allar umdeildar. Todd Warnick, alþjóðadómari til margra ára á vegum FIBA og dómaraþjálfari, segir allar þrjár hreinlega rangar. Í umfjöllun RÚV sögðu sérfræðingarnir og körfuboltaþjálfararnir Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson hafa verið svindlað á íslenska liðinu og að kollegar erlendis frá hefðu sent þeim skeyti, spyrjandi hvers kyns skandall hefði átt sér stað í Katowice. KKÍ hefur nú brugðist við með því að senda formlega kvörtun til FIBA og evrópska sambandsins FIBA Europe. Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari Íslands, sagði líklegt að KKÍ myndi senda kvörtun til hærra stjórnstigs vegna málsins. Í kjölfarið staðfestu Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, og Hörður Unnsteinsson, afreksstjóri sambandsins, í samtali við Vísi, að kvörtun yrði send til FIBA. Ólíklegt er að kvörtunin skili miklu enda leikurinn búinn og gerður. Formsins vegna kemur KKÍ hins vegar kvörtuninni áleiðis vegna vinnubragða dómaranna þriggja á leik gærkvöldsins.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira