Íslensku strákarnir rúlluðu upp Ungverjum og sæti í 8 liða úrslitum ætti að vera þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 16:34 Hilmar Smári Henningsson var frábær í dag og skoraði 25 stig. Mynd/FIBA Íslenska 20 ára landslið karla í körfubolta vann frábæran 37 stiga sigur á Ungverjum, 78-41, í B-deild Evrópukeppninnar í Portúgal í dag. Íslensku strákarnir áttu frábæran dag og rúlluðu ungverska liðinu upp í leik sem okkar menn urðu að vinna stórt til að komast í átta liða úrslitin. Nafnarnir úr Haukum, Hilmar Smári Henningsson og Hilmar Pétursson, voru allt í öllu í leik íslenska liðsins. Hilmar Smári var stigahæstur með 25 stig og 12 fráköst en Hilmar bætti við 16 stigum, 9 fráköstum og 6 stoðsendingum. Bjarni Guðmann Jónsson var með 13 stig og 9 fráköst. Ágúst S. Björgvinsson, þjálfari íslenska liðsins, stillti spennustigið heldur betur rétt í dag því liðið spilaði sinn langbesta leik á mótinu þegar mest var undir. Þetta var fjórði og síðasti leikur liðanna í riðlakeppninni. Íslenska liðið hafði unnið Íra en tapað á móti Rússum og Hvít-Rússum. Þar sem Ungverjar unnu Hvít-Rússa skipti miklu máli að vinna þennan leik nógu stórt ætluðu strákarnir að ná sætinu í átta liða úrslitunum. Ungverjar voru búnir að vinna tvo af fyrstu þremur leikjum sínum en þeir áttu engin svör á móti baráttuglöðum og vel spilandi íslenskum strákum. Íslenska liðið tapaði með fimm stigum á móti Hvít-Rússum sem töpuðu síðan með tólf stigum á móti Ungverjum. Þessi 37 stiga sigur þýðir að Ísland verður efst af þessum þremur þjóðum og tryggir sér sæti í átta liða úrslitum svo framarlega sem Hvít-Rússar taka ekki upp á því að vinna Rússa á eftir. Rússar hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með talsverðum yfirburðum og ættu að öllu eðlilegu að klára leikinn á móti Hvíta Rússlandi seinna í kvöld. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í átta liða úrslit en hin tvö liðin keppa um níunda til sextánda sæti. Íslensku strákarnir töku öll völd í öðrum leikhlutanum sem íslenska liðið vann 21-9 og komst þar með þrettán stigum stigum yfir fyrir hálfleik, 33-20. Frábær vörn íslenska liðsins hélt Ungverjum í 20 stigum og 30 prósent skotnýtingu í fyrri hálfleik og íslenska liðið vann líka fráköstin 27-17 í hálfleiknum. Hilmar Smári Henningsson skoraði 11 stig í fyrri hálfleiknum og svo fjögur stig til viðbótar á upphafsmínútum seinni hálfleiks þegar íslenska liðið komst átján stigum yfir 41-23. Ungverjarnir átti engin svör og munurinn var kominn up í 23 stig, 48-25, þegar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Íslenska liðið vann þriðja leikhlutann á endanum, 22-9 og var því 55-29 forystu fyrir lokaleikhlutann. Hilmar Smári endaði leikhlutann á þristi og var kominn með tuttugu stig eða aðeins níu stigum minna en allt ungverska liðið. Íslensku strákarnir voru þá einnig búnir að vinna síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum 43-18. Fjórði og síðasti leikhlutinn var aðeins formsatriði en strákarnir gáfu ekkert eftir og unnu hann 23-21 og þar með leikinn með 37 stiga mun.Stig íslenska liðsins í leiknum: Hilmar Smári Henningsson 25 (12 fráköst) Hilmar Pétursson 16 (9 fráköst, 6 stoðsendingar) Bjarni Guðmann Jónsson 13 (9 fráköst) Arnór Sveinsson 8 Orri Hilmarsson 5 Hlynur Logi Ingólfsson 4 Egill Agnar Októsson 4 Gabríel Sindri Möller 3 Körfubolti Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Íslenska 20 ára landslið karla í körfubolta vann frábæran 37 stiga sigur á Ungverjum, 78-41, í B-deild Evrópukeppninnar í Portúgal í dag. Íslensku strákarnir áttu frábæran dag og rúlluðu ungverska liðinu upp í leik sem okkar menn urðu að vinna stórt til að komast í átta liða úrslitin. Nafnarnir úr Haukum, Hilmar Smári Henningsson og Hilmar Pétursson, voru allt í öllu í leik íslenska liðsins. Hilmar Smári var stigahæstur með 25 stig og 12 fráköst en Hilmar bætti við 16 stigum, 9 fráköstum og 6 stoðsendingum. Bjarni Guðmann Jónsson var með 13 stig og 9 fráköst. Ágúst S. Björgvinsson, þjálfari íslenska liðsins, stillti spennustigið heldur betur rétt í dag því liðið spilaði sinn langbesta leik á mótinu þegar mest var undir. Þetta var fjórði og síðasti leikur liðanna í riðlakeppninni. Íslenska liðið hafði unnið Íra en tapað á móti Rússum og Hvít-Rússum. Þar sem Ungverjar unnu Hvít-Rússa skipti miklu máli að vinna þennan leik nógu stórt ætluðu strákarnir að ná sætinu í átta liða úrslitunum. Ungverjar voru búnir að vinna tvo af fyrstu þremur leikjum sínum en þeir áttu engin svör á móti baráttuglöðum og vel spilandi íslenskum strákum. Íslenska liðið tapaði með fimm stigum á móti Hvít-Rússum sem töpuðu síðan með tólf stigum á móti Ungverjum. Þessi 37 stiga sigur þýðir að Ísland verður efst af þessum þremur þjóðum og tryggir sér sæti í átta liða úrslitum svo framarlega sem Hvít-Rússar taka ekki upp á því að vinna Rússa á eftir. Rússar hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með talsverðum yfirburðum og ættu að öllu eðlilegu að klára leikinn á móti Hvíta Rússlandi seinna í kvöld. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í átta liða úrslit en hin tvö liðin keppa um níunda til sextánda sæti. Íslensku strákarnir töku öll völd í öðrum leikhlutanum sem íslenska liðið vann 21-9 og komst þar með þrettán stigum stigum yfir fyrir hálfleik, 33-20. Frábær vörn íslenska liðsins hélt Ungverjum í 20 stigum og 30 prósent skotnýtingu í fyrri hálfleik og íslenska liðið vann líka fráköstin 27-17 í hálfleiknum. Hilmar Smári Henningsson skoraði 11 stig í fyrri hálfleiknum og svo fjögur stig til viðbótar á upphafsmínútum seinni hálfleiks þegar íslenska liðið komst átján stigum yfir 41-23. Ungverjarnir átti engin svör og munurinn var kominn up í 23 stig, 48-25, þegar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Íslenska liðið vann þriðja leikhlutann á endanum, 22-9 og var því 55-29 forystu fyrir lokaleikhlutann. Hilmar Smári endaði leikhlutann á þristi og var kominn með tuttugu stig eða aðeins níu stigum minna en allt ungverska liðið. Íslensku strákarnir voru þá einnig búnir að vinna síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum 43-18. Fjórði og síðasti leikhlutinn var aðeins formsatriði en strákarnir gáfu ekkert eftir og unnu hann 23-21 og þar með leikinn með 37 stiga mun.Stig íslenska liðsins í leiknum: Hilmar Smári Henningsson 25 (12 fráköst) Hilmar Pétursson 16 (9 fráköst, 6 stoðsendingar) Bjarni Guðmann Jónsson 13 (9 fráköst) Arnór Sveinsson 8 Orri Hilmarsson 5 Hlynur Logi Ingólfsson 4 Egill Agnar Októsson 4 Gabríel Sindri Möller 3
Körfubolti Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira