Hollensk stjórnvöld ábyrg fyrir fjöldamorðinu í Srebrenica Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2019 08:05 Maður á bæn við minnisvarða um fórnarlömb fjöldamorðsins í Srebrenica. Vísir/EPA Hæstiréttur Hollands staðfesti dóm um að hollensk stjórnvöld beri að hluta til ábyrgð á fjöldamorði á um 350 bosnískra múslima í Srebrenica árið 1995. Dómurinn lækkaði þó bætur sem ættingum mannanna sem voru myrtir höfðu verið dæmdar á neðri dómstigum, að sögn AP-fréttastofunnar. Alls myrtu serbneskar hersveitir um 8.000 múslimakarla í bænum Srebrenica í versta einstaka voðaverki Bosníustríðsins fyrir tæpum aldarfjórðungi. Hollenskir friðargæsluliðar gættu þar griðarsvæðis Sameinuðu þjóðanna en seldu flóttamenn í hendur Bosníuserba í skiptum fyrir hollenska gísla. Málið sem lá fyrir hæstarétti Hollands í dag varðaði rúmlega þrjú hundruð múslima sem höfðu leitað skjóls hjá hollensku friðargæsluliðunum en voru látnir í hendur Bosníuserba, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áfrýjunardómstóll taldi fyrir tveimur árum að hollensk stjórnvöld bæru ekki alla ábyrgðina þar sem mennirnir hefðu að líkindum verið drepnir sama hvað friðargæsluliðarnir hefðu gert. Ríkisstjórn Hollands sagði af sér árið 2002 þegar hollenskum stjórnvöldum og yfirmönnum hersins var kennt um að hafa ekki komið í veg fyrir fjöldamorðið. Sameinuðu þjóðirnar sjálfar voru taldar friðhelgar fyrir saksókn. Dómarinn í málinu í dag sagði að hollenskir friðagæsluliðar hafi vitað að um 5.000 múslimskir flóttamenn sem þeir vísuðu úr herstöð sinni hafi verið í verulegri hættu á að vera misnotaðir og myrtir.Fréttin hefur verið uppfærð. Bosnía og Hersegóvína Holland Sameinuðu þjóðirnar Serbía Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Hæstiréttur Hollands staðfesti dóm um að hollensk stjórnvöld beri að hluta til ábyrgð á fjöldamorði á um 350 bosnískra múslima í Srebrenica árið 1995. Dómurinn lækkaði þó bætur sem ættingum mannanna sem voru myrtir höfðu verið dæmdar á neðri dómstigum, að sögn AP-fréttastofunnar. Alls myrtu serbneskar hersveitir um 8.000 múslimakarla í bænum Srebrenica í versta einstaka voðaverki Bosníustríðsins fyrir tæpum aldarfjórðungi. Hollenskir friðargæsluliðar gættu þar griðarsvæðis Sameinuðu þjóðanna en seldu flóttamenn í hendur Bosníuserba í skiptum fyrir hollenska gísla. Málið sem lá fyrir hæstarétti Hollands í dag varðaði rúmlega þrjú hundruð múslima sem höfðu leitað skjóls hjá hollensku friðargæsluliðunum en voru látnir í hendur Bosníuserba, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áfrýjunardómstóll taldi fyrir tveimur árum að hollensk stjórnvöld bæru ekki alla ábyrgðina þar sem mennirnir hefðu að líkindum verið drepnir sama hvað friðargæsluliðarnir hefðu gert. Ríkisstjórn Hollands sagði af sér árið 2002 þegar hollenskum stjórnvöldum og yfirmönnum hersins var kennt um að hafa ekki komið í veg fyrir fjöldamorðið. Sameinuðu þjóðirnar sjálfar voru taldar friðhelgar fyrir saksókn. Dómarinn í málinu í dag sagði að hollenskir friðagæsluliðar hafi vitað að um 5.000 múslimskir flóttamenn sem þeir vísuðu úr herstöð sinni hafi verið í verulegri hættu á að vera misnotaðir og myrtir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bosnía og Hersegóvína Holland Sameinuðu þjóðirnar Serbía Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira