Real Madrid farið að kaupa stjörnur í kvennaliðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 12:30 Mynd/Twitter/@KosovareAsllani Real Madrid hefur loksins ákveðið að láta af karlrembunni og vera með kvennalið hjá félaginu. Forráðamenn félagsins eru þekktir fyrir að kaupa stórstjörnur fyrir karlaliðið og þeir ætla greinilega að fara sömu leið hjá konunum. Real Madrid byrjar þó ekki alveg á núllpunkti. Real Madrid mun nefnilega taka yfir kvennaliðið CD Tacon og nafn liðsins mun ekki breytast í Real Madrid fyrr en næsta sumar. Sænska stórstjarnan Kosovare Asllani var því í raun að semja við CD Tacon en tilkynnti það stolt á samfélagsmiðlum að hún væri fyrsti leikmaðurinn sem Real Madrid fær í sitt nýja kvennalið eins og sjá má hér fyrir neðan.Proud to announce that I’ll be the first official signing for Real Madrid/Cd Tacon. Excited to write history, to help build and be part of this teams journey from the very start. It’ll be a dream to wear the most beautiful jersey in the world starting next season. HALA MADRID pic.twitter.com/QnJDSE8wqH — Kosovare Asllani (@KosovareAsllani) July 18, 2019„Ég er stolt að geta tilkynnti það að ég verð fyrsti leikmaðurinn sem semur við Real Madrid/Cd Tacon. Spennt að skrifa söguna og fá að taka þátt í ferðalaginu frá byrjun. Það er draumur að fá að klæðast fallegustu fótboltatreyju í heimi frá og með næsta tímabili. Áfram Madrid,“ skrifaði Kosovare Asllani. Sænska landsliðið vann brons á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í sumar og markahæsti leikmaður liðsins var einmitt Kosovare Asllani. Hún skoraði sem dæmi fyrsta markið í 2-1 sigri á Englandi í leiknum um þriðja sætið. Kosovare Asllani heldur upp á þrítugsafmælið sitt eftir tíu daga en spilaði undanfarin ár með Linköpings FC í Svíþjóð en hafði þar á undan leikið með liðum eins og Chicago Red Stars, Paris Saint-Germain og Manchester City. Kosovare Asllani hefur skorað 32 mörk í 126 landsleikjum með Svíum og er áttundi markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi.Real Madrid welcomes Sweden star Kosovare Asllani as the club's first signing for its new women's team https://t.co/pCRlBNdkKwpic.twitter.com/27jn3rL6NK — Planet Fútbol (@si_soccer) July 18, 2019 CD Tacon er nýliði í spænsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili eftir að hafa unnið spænsku b-deildina á síðustu leiktíð. Bæði Barcelona og Atletico Madrid, helstu andstæðingar Real Madrid hjá körlunum er bæði komin með mjög öflug kvennalið og það fyrir mörgum árum. Barcelona komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og Atlético Madrid hefur unnið spænsku deildina undanfarin þrjú tímabil þar sem Barcelona hefur alltaf endaði í öðru sætiSweden's @KosovareAsllani becomes Real Madrid's first-ever signing for their women's team pic.twitter.com/0Uj50ZcCpg — B/R Football (@brfootball) July 18, 2019 Fótbolti Spánn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Real Madrid hefur loksins ákveðið að láta af karlrembunni og vera með kvennalið hjá félaginu. Forráðamenn félagsins eru þekktir fyrir að kaupa stórstjörnur fyrir karlaliðið og þeir ætla greinilega að fara sömu leið hjá konunum. Real Madrid byrjar þó ekki alveg á núllpunkti. Real Madrid mun nefnilega taka yfir kvennaliðið CD Tacon og nafn liðsins mun ekki breytast í Real Madrid fyrr en næsta sumar. Sænska stórstjarnan Kosovare Asllani var því í raun að semja við CD Tacon en tilkynnti það stolt á samfélagsmiðlum að hún væri fyrsti leikmaðurinn sem Real Madrid fær í sitt nýja kvennalið eins og sjá má hér fyrir neðan.Proud to announce that I’ll be the first official signing for Real Madrid/Cd Tacon. Excited to write history, to help build and be part of this teams journey from the very start. It’ll be a dream to wear the most beautiful jersey in the world starting next season. HALA MADRID pic.twitter.com/QnJDSE8wqH — Kosovare Asllani (@KosovareAsllani) July 18, 2019„Ég er stolt að geta tilkynnti það að ég verð fyrsti leikmaðurinn sem semur við Real Madrid/Cd Tacon. Spennt að skrifa söguna og fá að taka þátt í ferðalaginu frá byrjun. Það er draumur að fá að klæðast fallegustu fótboltatreyju í heimi frá og með næsta tímabili. Áfram Madrid,“ skrifaði Kosovare Asllani. Sænska landsliðið vann brons á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í sumar og markahæsti leikmaður liðsins var einmitt Kosovare Asllani. Hún skoraði sem dæmi fyrsta markið í 2-1 sigri á Englandi í leiknum um þriðja sætið. Kosovare Asllani heldur upp á þrítugsafmælið sitt eftir tíu daga en spilaði undanfarin ár með Linköpings FC í Svíþjóð en hafði þar á undan leikið með liðum eins og Chicago Red Stars, Paris Saint-Germain og Manchester City. Kosovare Asllani hefur skorað 32 mörk í 126 landsleikjum með Svíum og er áttundi markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi.Real Madrid welcomes Sweden star Kosovare Asllani as the club's first signing for its new women's team https://t.co/pCRlBNdkKwpic.twitter.com/27jn3rL6NK — Planet Fútbol (@si_soccer) July 18, 2019 CD Tacon er nýliði í spænsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili eftir að hafa unnið spænsku b-deildina á síðustu leiktíð. Bæði Barcelona og Atletico Madrid, helstu andstæðingar Real Madrid hjá körlunum er bæði komin með mjög öflug kvennalið og það fyrir mörgum árum. Barcelona komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og Atlético Madrid hefur unnið spænsku deildina undanfarin þrjú tímabil þar sem Barcelona hefur alltaf endaði í öðru sætiSweden's @KosovareAsllani becomes Real Madrid's first-ever signing for their women's team pic.twitter.com/0Uj50ZcCpg — B/R Football (@brfootball) July 18, 2019
Fótbolti Spánn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu