Erfið ár eftir brotthvarf Heimis Hallgríms: Þjálfararnir koma og fara í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 13:30 Heimir Hallgrímsson. Getty/Elsa Eyjamenn hafa enn á ný þurft að skipta um þjálfara karlaliðsins síns en knattspyrnuráð ÍBV og Pedro Hipolito komust í gær að samkomulagi um að ljúka samstarfi sínu. Eyjamenn hafa því farið í gegnum tólf mismunandi þjálfara á aðeins sjö og hálfu tímabili síðan þeir misstu Eyjamanninn sem hefur náð lengst í þjálfarastarfinu. Portúgalinn Pedro Hipolito var á sínu fyrsta tímabili með Eyjaliðið en hann tók við því af Kristjáni Guðmundssyni í vetur. ÍBV liðið náði aðeins fimm stigum í tíu leikjum sínum undir stjórn Hipolito í Pepsi Max deildinni. Hipolito yfirgefur ÍBV-liðið í botnsæti deildarinnar, fimm stigum frá öruggi sæti. Liðin sem eru í síðustu öruggu sætunum eiga enn fremur leik inni á ÍBV sem gerir slæma stöðu Eyjamanna enn verri.Hermann Hreiðarsson þjálfarði ÍBV liðið sumarið 2013.Vísir/DaníelHeimir Hallgrímsson, fyrrverandi A-landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al-Arabi í Katar, þjálfaði ÍBV-liðið í fimm ár eða frá 2006 til 2011. Hann hætti hjá ÍBV eftir 2011 tímabilið og gerðist aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck hjá íslenska landsliðinu. Heimir Hallgrímsson kom ÍBV aftur upp í deild þeirra bestu sumarið 2008 og undir hans stjórn varð liðið tvisvar í þriðja sæti deildarinnar. Það þekkja allir ævintýri íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis og Lars en síðan þá hafa margir sest í þjálfarsæti ÍBV-liðsins og flestir í bara stuttan tíma.Kristján Guðmundsson vann Heimi Guðjónsson í úrslitaleik bikarkeppninnar.Vísir/VilhelmKristján Guðmundsson varð í fyrra fyrsti þjálfarinn til að þjálfa ÍBV-liðið tvo sumur í röð síðan að Heimir hætti. ÍBV varð bikarmeistari fyrra árið sitt undir stjórn Kristjáns. Á fjórum af átta tímabilum síðan að Heimir hætti hafa Eyjamenn skipt um þjálfara á miðju tímabili. Það gerðist einnig sumurin 2012, 2015 og 2016 Ian Jeffs mun taka yfir þjálfun meistaraflokks ÍBV til að byrja með en hann tók einni við liðinu ásamt Alfreð Jóhannssyni í lok 2016 tímabilsins. Alls hafa tólf menn þjálfað ÍBV-liðið þessi undanfarin átta tímabil og þetta er orðinn myndarlegur listi eins og sjá má hér fyrir neðan. Fái Ian Jeffs ekki að klára þetta tímabil verða þjálfararnir orðnir þrettán áður en tímabilið klárast.Pedro Hipolito eftir leik á KR-vellinum.vísir/báraÞjálfarar ÍBV-liðsins síðan að Heimir Hallgrímsson hætti 2011: 2012 - Magnús Gylfason (19 leikir) 2012 - Dragan Kazic (3 leikir) 2013 - Hermann Hreiðarsson (22 leikir) 2014 - Sigurður Ragnar Eyjólfsson (22 leikir) 2015 - Jóhannes Harðarson (10 leikir) 2015 - Ingi Sigurðsson (2 leikir) 2015 - Ásmundur Arnarsson (10 leikir) 2016 - Bjarni Jóhannsson (15 leikir) 2016 - Ian Jeffs og Alfreð Jóhannsson (7 leikir) 2017 - Kristján Guðmundsson (22 leikir) 2018 - Kristján Guðmundsson (22 leikir) 2019 - Pedro Hipolito (22 leikir) 2019 - Ian Jeffs (??)Sigurður Ragnar Eyjólfsson, sem þjálfari ÍBV.Vísir/VilhelmMagnús Gylfason með aðstoðarmanni sínum Dragan Kazic sem síðan tók við af honum undir lok tímabilsins.Mynd/StefánJóhannes Harðarson stýrði ÍBV liðinu í hálf tímabil.vísir/vilhelmBjarni Jóhannsson fór aftur út í Eyjar en náði ekki að klára tímabilið með ÍBV.vísir/hanna Pepsi Max-deild karla Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Eyjamenn hafa enn á ný þurft að skipta um þjálfara karlaliðsins síns en knattspyrnuráð ÍBV og Pedro Hipolito komust í gær að samkomulagi um að ljúka samstarfi sínu. Eyjamenn hafa því farið í gegnum tólf mismunandi þjálfara á aðeins sjö og hálfu tímabili síðan þeir misstu Eyjamanninn sem hefur náð lengst í þjálfarastarfinu. Portúgalinn Pedro Hipolito var á sínu fyrsta tímabili með Eyjaliðið en hann tók við því af Kristjáni Guðmundssyni í vetur. ÍBV liðið náði aðeins fimm stigum í tíu leikjum sínum undir stjórn Hipolito í Pepsi Max deildinni. Hipolito yfirgefur ÍBV-liðið í botnsæti deildarinnar, fimm stigum frá öruggi sæti. Liðin sem eru í síðustu öruggu sætunum eiga enn fremur leik inni á ÍBV sem gerir slæma stöðu Eyjamanna enn verri.Hermann Hreiðarsson þjálfarði ÍBV liðið sumarið 2013.Vísir/DaníelHeimir Hallgrímsson, fyrrverandi A-landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al-Arabi í Katar, þjálfaði ÍBV-liðið í fimm ár eða frá 2006 til 2011. Hann hætti hjá ÍBV eftir 2011 tímabilið og gerðist aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck hjá íslenska landsliðinu. Heimir Hallgrímsson kom ÍBV aftur upp í deild þeirra bestu sumarið 2008 og undir hans stjórn varð liðið tvisvar í þriðja sæti deildarinnar. Það þekkja allir ævintýri íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis og Lars en síðan þá hafa margir sest í þjálfarsæti ÍBV-liðsins og flestir í bara stuttan tíma.Kristján Guðmundsson vann Heimi Guðjónsson í úrslitaleik bikarkeppninnar.Vísir/VilhelmKristján Guðmundsson varð í fyrra fyrsti þjálfarinn til að þjálfa ÍBV-liðið tvo sumur í röð síðan að Heimir hætti. ÍBV varð bikarmeistari fyrra árið sitt undir stjórn Kristjáns. Á fjórum af átta tímabilum síðan að Heimir hætti hafa Eyjamenn skipt um þjálfara á miðju tímabili. Það gerðist einnig sumurin 2012, 2015 og 2016 Ian Jeffs mun taka yfir þjálfun meistaraflokks ÍBV til að byrja með en hann tók einni við liðinu ásamt Alfreð Jóhannssyni í lok 2016 tímabilsins. Alls hafa tólf menn þjálfað ÍBV-liðið þessi undanfarin átta tímabil og þetta er orðinn myndarlegur listi eins og sjá má hér fyrir neðan. Fái Ian Jeffs ekki að klára þetta tímabil verða þjálfararnir orðnir þrettán áður en tímabilið klárast.Pedro Hipolito eftir leik á KR-vellinum.vísir/báraÞjálfarar ÍBV-liðsins síðan að Heimir Hallgrímsson hætti 2011: 2012 - Magnús Gylfason (19 leikir) 2012 - Dragan Kazic (3 leikir) 2013 - Hermann Hreiðarsson (22 leikir) 2014 - Sigurður Ragnar Eyjólfsson (22 leikir) 2015 - Jóhannes Harðarson (10 leikir) 2015 - Ingi Sigurðsson (2 leikir) 2015 - Ásmundur Arnarsson (10 leikir) 2016 - Bjarni Jóhannsson (15 leikir) 2016 - Ian Jeffs og Alfreð Jóhannsson (7 leikir) 2017 - Kristján Guðmundsson (22 leikir) 2018 - Kristján Guðmundsson (22 leikir) 2019 - Pedro Hipolito (22 leikir) 2019 - Ian Jeffs (??)Sigurður Ragnar Eyjólfsson, sem þjálfari ÍBV.Vísir/VilhelmMagnús Gylfason með aðstoðarmanni sínum Dragan Kazic sem síðan tók við af honum undir lok tímabilsins.Mynd/StefánJóhannes Harðarson stýrði ÍBV liðinu í hálf tímabil.vísir/vilhelmBjarni Jóhannsson fór aftur út í Eyjar en náði ekki að klára tímabilið með ÍBV.vísir/hanna
Pepsi Max-deild karla Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira