Lengsti þurrkur frá upphafi mælinga í Stykkishólmi Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2019 11:35 Veðurathuganir hófust á Stykkishólmi árið 1856. Þar hefur aldrei mælst lengri samfelldur þurrkur en nú í maí og júní. Vísir/Vilhelm Alveg úrkomulaust var í 37 daga í röð í Stykkishólmi og er það lengsti þurrkur sem mælst hefur frá því að mælingar hófust fyrir 163 árum. Nær óslitinn þurrkur var á Suður- og Vesturlandi í fjórar vikur og sólríkt. Meðalhiti fyrstu sex mánuði ársins var 1,5 gráðum yfir meðaltali seinni hluta 20. aldar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands um tíðarfar í júní. Þurrkakaflinn á Suður- og Vesturlandi hafi verið óvenjulangur. Síðustu dagar maímánaðar hafi einnig verið þurrir þar og því hafi þurrkurinn víða verið óslitinn í hátt í fjórar vikur. Í Stykkishólmi var alveg úrkomulaust frá 21. maí til 26. júní, alls 37 daga. Það er tveimur dögum lengur en fyrra met sem sett var vorið 1931. Þurrkurinn er sá lengsti frá því að mælingar hófust árið 1856. Úrkoman í Stykkishólmi í júní nam 12,3 millímetrum, aðeins um 30% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Í Reykjavík mældist úrkoma 29,5 millímetrar í júní sem er um 60% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Úrkoma mældist einn millímetri eða meiri fimm daga í júní, sex færri en í meðalári. Á Akureyri rigndi enn minna, 14,3 millímetrar sem eru um helmingur af meðalúrkomu sömu ára. Aðeins fjórum sinnum var úrkoma einn millímetri eða meiri. Á Höfn var einnig sérstaklega þurrt. Þar mældist úrkoman aðeins 7,2 millímetrar og aðeins tveir úrkomudagar.Mun fleiri sólskinsstundir hafa verið í Reykjavík í júní en voru að meðal tali á síðari hluti 20. aldarinnar.Vísir/VilhelmYfir 142 fleiri sólskinsstundir í Reykjavík en vanalega Mánuðurinn var einnig sérlega sólríkur, sérstaklega á sunnan- og vestanverðu landinu. Í Reykjavík mældust 303,9 sólskinsstundir sem er 142,6 stundum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Aðeins fjórum sinnum hafa fleiri sólskinsstundir mælst í borginni í júní. Á Akureyri var einnig sólríkara en vanalega. Þar mældust stundirnar 186,3 sem er 9,7 stundum fleiri en meðaltalið. Sólskinu fylgdi þó engin sérstök hlýindi á Akureyri. Meðalhitinn þar var 9,6 stig í júní, hálfri gráðu yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,4 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Reykjavík var meðalhitinn 10,4 gráður sem er 1,3 gráðum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og 0,3 gráðum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Hæsti meðalhiti mánaðarins mældist 10,8 stig við Lómagnúp og í Skálholti. Hæsti hiti mánaðarins mældist 25,3 gráður við Skarðsfjöruvita 12. júní. Í mannaðri veðurstöð mældist hlýjast 24,1 stig á Akureyri 27. júní. Stefnir á að verða ellefta hlýjasta árið Þegar litið er til fyrstu sex mánaða ársins hefur meðalhiti á landinu verið 1,5 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,4 stigum yfir meðallagi síðasta áratugarins. Stefnir árið í ár á að verða það ellefta hlýjasta af síðustu 149 árum. Úrkoma hefur verið tæp 10% umfram meðallag í Reykjavík það sem af er ári en um meðallag á Akureyri. Loftslagsmál Stykkishólmur Veður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Alveg úrkomulaust var í 37 daga í röð í Stykkishólmi og er það lengsti þurrkur sem mælst hefur frá því að mælingar hófust fyrir 163 árum. Nær óslitinn þurrkur var á Suður- og Vesturlandi í fjórar vikur og sólríkt. Meðalhiti fyrstu sex mánuði ársins var 1,5 gráðum yfir meðaltali seinni hluta 20. aldar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands um tíðarfar í júní. Þurrkakaflinn á Suður- og Vesturlandi hafi verið óvenjulangur. Síðustu dagar maímánaðar hafi einnig verið þurrir þar og því hafi þurrkurinn víða verið óslitinn í hátt í fjórar vikur. Í Stykkishólmi var alveg úrkomulaust frá 21. maí til 26. júní, alls 37 daga. Það er tveimur dögum lengur en fyrra met sem sett var vorið 1931. Þurrkurinn er sá lengsti frá því að mælingar hófust árið 1856. Úrkoman í Stykkishólmi í júní nam 12,3 millímetrum, aðeins um 30% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Í Reykjavík mældist úrkoma 29,5 millímetrar í júní sem er um 60% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Úrkoma mældist einn millímetri eða meiri fimm daga í júní, sex færri en í meðalári. Á Akureyri rigndi enn minna, 14,3 millímetrar sem eru um helmingur af meðalúrkomu sömu ára. Aðeins fjórum sinnum var úrkoma einn millímetri eða meiri. Á Höfn var einnig sérstaklega þurrt. Þar mældist úrkoman aðeins 7,2 millímetrar og aðeins tveir úrkomudagar.Mun fleiri sólskinsstundir hafa verið í Reykjavík í júní en voru að meðal tali á síðari hluti 20. aldarinnar.Vísir/VilhelmYfir 142 fleiri sólskinsstundir í Reykjavík en vanalega Mánuðurinn var einnig sérlega sólríkur, sérstaklega á sunnan- og vestanverðu landinu. Í Reykjavík mældust 303,9 sólskinsstundir sem er 142,6 stundum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Aðeins fjórum sinnum hafa fleiri sólskinsstundir mælst í borginni í júní. Á Akureyri var einnig sólríkara en vanalega. Þar mældust stundirnar 186,3 sem er 9,7 stundum fleiri en meðaltalið. Sólskinu fylgdi þó engin sérstök hlýindi á Akureyri. Meðalhitinn þar var 9,6 stig í júní, hálfri gráðu yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,4 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Reykjavík var meðalhitinn 10,4 gráður sem er 1,3 gráðum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og 0,3 gráðum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Hæsti meðalhiti mánaðarins mældist 10,8 stig við Lómagnúp og í Skálholti. Hæsti hiti mánaðarins mældist 25,3 gráður við Skarðsfjöruvita 12. júní. Í mannaðri veðurstöð mældist hlýjast 24,1 stig á Akureyri 27. júní. Stefnir á að verða ellefta hlýjasta árið Þegar litið er til fyrstu sex mánaða ársins hefur meðalhiti á landinu verið 1,5 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,4 stigum yfir meðallagi síðasta áratugarins. Stefnir árið í ár á að verða það ellefta hlýjasta af síðustu 149 árum. Úrkoma hefur verið tæp 10% umfram meðallag í Reykjavík það sem af er ári en um meðallag á Akureyri.
Loftslagsmál Stykkishólmur Veður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira