Telur pylsuvagnsmálið vera á misskilningi byggt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2019 21:33 Enginn pylsuvagn mun rísa fyrir utan Sundhöllina, í það minnsta ekki í bili. Fréttablaðið/Anton Brink Magnús Már Kristinsson, annar þeirra sem hugðist koma upp pylsuvagni fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur, furðar sig á ákvörðun menningar- íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur um að leggjast gegn því að pylsuvagninn fái að rísa. Segist hann telja málið vera byggt á misskilningi. Eins og greint var frá í morgun lagðist ráðið gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. Á fundi ráðsins í síðustu viku var lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs frá 16. maí vegna umsóknar um aðstöðu fyrir pylsuvagn fyrir framan Sundhöllina. Benti ráðið á að í nágrenni sundlaugarinnar væru „allmörg kaffihús, veitingastaðir og skyndibitastaðir.“ Magnús Már segir ákvörðunina koma sér á óvart. „Ég verð bara að segja að ég er frekar hissa að þetta skuli hafa verið ákveðið vegna þess að það eru nú matarvagnar fyrir utan margar af vinsælustu sundlaugum Reykjavíkur,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu og bætir við að ástæðan sem ráðið gefur upp sé fjöldi matsölustaða í nágrenni við Sundhöllina.Magnús Már Kristinsson.Aðsend„Það er kannski ekki alveg það sem fólk er að leita að þegar það er búið í sundi,“ segir Magnús og vísar til þeirra matsölustaða í grennd við Sundhöllina sem ráðið bendir á. Hann segir fljótlegan og vinsælan skyndibita hafa verið hugsunina sem lá að baki fyrirhugaðrar komu vagnsins fyrir utan þessa vinsælu sundlaug. Magnús segist viss um að málið sé byggt á misskilningi sem unnt sé að greiða úr. Hann hafi verið í sambandi við ÍTR í dag og telur sjálfur að hægt verði að finna farsæla lausn á málinu. Ef ekki, þá muni vagninn rísa annars staðar en fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur. Þó er óljóst hvar það yrði að svo stöddu. „Okkur finnst þetta vera hentugasti staðurinn í Reykjavík núna. Ég fer þarna oft sjálfur í sund og var meira að segja að vinna þarna fyrir svolitlu síðan. Þá var aðallega spurt hvort það væri einhver snöggur skyndibiti í boði,“ segir Magnús, enda ljóst að margir kjósa að næla sér í pylsu eða tvær að góðri sundferð lokinni. Sundgestir Hallarinnar verða þó að gera sér að góðu þá ofgnótt veitingastaða í grennd við laugina sem ekki eru pylsuvagnar, í það minnsta um sinn. Matur Reykjavík Sundlaugar Veitingastaðir Tengdar fréttir Vilja ekki pylsur við Sundhöllina Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leggst gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. 2. júlí 2019 06:15 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Magnús Már Kristinsson, annar þeirra sem hugðist koma upp pylsuvagni fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur, furðar sig á ákvörðun menningar- íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur um að leggjast gegn því að pylsuvagninn fái að rísa. Segist hann telja málið vera byggt á misskilningi. Eins og greint var frá í morgun lagðist ráðið gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. Á fundi ráðsins í síðustu viku var lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs frá 16. maí vegna umsóknar um aðstöðu fyrir pylsuvagn fyrir framan Sundhöllina. Benti ráðið á að í nágrenni sundlaugarinnar væru „allmörg kaffihús, veitingastaðir og skyndibitastaðir.“ Magnús Már segir ákvörðunina koma sér á óvart. „Ég verð bara að segja að ég er frekar hissa að þetta skuli hafa verið ákveðið vegna þess að það eru nú matarvagnar fyrir utan margar af vinsælustu sundlaugum Reykjavíkur,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu og bætir við að ástæðan sem ráðið gefur upp sé fjöldi matsölustaða í nágrenni við Sundhöllina.Magnús Már Kristinsson.Aðsend„Það er kannski ekki alveg það sem fólk er að leita að þegar það er búið í sundi,“ segir Magnús og vísar til þeirra matsölustaða í grennd við Sundhöllina sem ráðið bendir á. Hann segir fljótlegan og vinsælan skyndibita hafa verið hugsunina sem lá að baki fyrirhugaðrar komu vagnsins fyrir utan þessa vinsælu sundlaug. Magnús segist viss um að málið sé byggt á misskilningi sem unnt sé að greiða úr. Hann hafi verið í sambandi við ÍTR í dag og telur sjálfur að hægt verði að finna farsæla lausn á málinu. Ef ekki, þá muni vagninn rísa annars staðar en fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur. Þó er óljóst hvar það yrði að svo stöddu. „Okkur finnst þetta vera hentugasti staðurinn í Reykjavík núna. Ég fer þarna oft sjálfur í sund og var meira að segja að vinna þarna fyrir svolitlu síðan. Þá var aðallega spurt hvort það væri einhver snöggur skyndibiti í boði,“ segir Magnús, enda ljóst að margir kjósa að næla sér í pylsu eða tvær að góðri sundferð lokinni. Sundgestir Hallarinnar verða þó að gera sér að góðu þá ofgnótt veitingastaða í grennd við laugina sem ekki eru pylsuvagnar, í það minnsta um sinn.
Matur Reykjavík Sundlaugar Veitingastaðir Tengdar fréttir Vilja ekki pylsur við Sundhöllina Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leggst gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. 2. júlí 2019 06:15 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Vilja ekki pylsur við Sundhöllina Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leggst gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. 2. júlí 2019 06:15