KSÍ birti í gær frétt á heimasíðu sinni þar sem fagnað er stofnun undirbúningsfélags vegna nýs þjóðarleikvangs. Er þar sagt að nú sé hafinn lokaáfangi að undir-búningsvinnu nýs þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnulandslið Íslands. Vonast sambandið til að komist verði að niðurstöðu eins f ljótt og mögulegt er.
KSÍ, Reykjavíkurborg og ríkið undirrituðu stofnsamning þann 12. júní að mögulegri uppbyggingu þjóðarleikvangs í Laugardal. Núverandi Laugardalsvöllur uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til alþjóðlegra kappleikja – fyrir leikmenn, dómara og starfslið, fyrir fjölmiðla, fyrir vallargesti og þá sérstaklega aðgengi og aðstöðu fatlaðra.
Leikir í umspili undankeppni EM 2020 fara fram í mars og er óvíst hvort hægt sé að leika slíkan leik á vellinum. Trúlega myndi þá íslenska landsliðið leika sinn heimaleik einhvers staðar í Skandinavíu.
Megintilgangur félagsins er að undirbúa lokaákvörðun um mögulega endurnýjun vallarins og undirbúa þá útboð um byggingu hins nýja mannvirkis. Það yrði gert í tveimur þrepum.
Undirbúningur hafinn að nýjum Laugardalsvelli
Benedikt Bóas skrifar

Mest lesið



„Spiluðum mjög vel í dag“
Enski boltinn



Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt
Körfubolti


Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus
Fótbolti


„Við þurfum annan titil“
Enski boltinn