Segja Eldum rétt bregðast við með útúrsnúningi og rangfærslum Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 16:16 Eldum rétt er sagt vera eitt af nokkrum fyrirtækjum sem keypt hafa vinnuafl af starfsmannaleigunni. Vísir/Ernir Undanþágur frá keðjuábyrgð fyrirtækja vegna lágmarksvinnutímabils áttu ekki við í tilfelli rúmenskra starfsmanna sem unnu fyrir fyrirtækið Eldum rétt. Í yfirlýsingu verkalýðsfélagsins Eflingar sem hefur höfðað mál fyrir hönd starfsmannanna er framkvæmdastjóri Eldum rétt sakaður um að bregðast við málinu með útúrsnúningi og rangfærslum. Efling hefur höfðað mál gegn Eldum rétt vegna fjögurra Rúmena sem unnu fyrir fyrirtækið á vegum starfsmannaleigunnar MIV sem hét áður Menn í vinnu. Starfsmannaleigunni var einnig stefnt. Mennirnir eru taldir hafa sætt ólöglegum launafrádrætti og nauðungarvinnu. Eldum rétt er stefnt á grundvelli svonefndrar keðjuábyrgðar sem gerir fyrirtæki ábyrg fyrir því að kjör verkamanna og aðstæður séu sómasamlegar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt, sagði Vísi í dag að mennirnir hefðu aðeins unnið í fjóra daga fyrir fyrirtækið og að krafa Eflingar geri ráð fyrir mun hærri upphæð en því nemi. Ábyrgð Eldum rétt nái ekki til þess að greiða þeim fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað. Í yfirlýsingu frá Eflingu vegna ummæla Kristófers Júlíusar er fullyrt að það komi málinu ekki við hversu lengi mennirnir fjórir unnu fyrir Eldum rétt. „Í lögum um keðjuábyrgð eru tilgreindar undanþágur ef starfið sem um ræðir á sér stað innan ákveðins lágmarkstímabils, en þær undanþágur eiga ekki við í tilfelli Eldum rétt,“ segir í yfirlýsingunni. Kröfur verkamannanna hafi verið settar fram á hendur fjögurra fyrirtækja í apríl. Þrjú fyrirtækjanna hafi strax gengið til viðræðna við Eflingu og gengist við lögbundinni ábyrgð. Eldum rétt hafi aftur á móti kosið af svara af bið með harðorðu bréfi þar sem fyrirtækið hafi vísað allri ábyrgð á bug, bent á ábyrgðarsjóð launa og mögulegt yfirvofandi gjaldþrot Manna í vinnu. „Allt var gert til þess að túlka skyldur Eldum rétt á sem þrengstan hátt. Kristófer reynir nú að drepa málinu á dreif með að tala um að vandamálið hafi verið upphæðirnar, en þær voru ekki gerðar að umræðuefni í fyrrnefndu bréfi, og virðist einfaldlega vera viðleitni til að grugga vatnið nú þegar lögsóknin er til umtals í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu Eflingar. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Undanþágur frá keðjuábyrgð fyrirtækja vegna lágmarksvinnutímabils áttu ekki við í tilfelli rúmenskra starfsmanna sem unnu fyrir fyrirtækið Eldum rétt. Í yfirlýsingu verkalýðsfélagsins Eflingar sem hefur höfðað mál fyrir hönd starfsmannanna er framkvæmdastjóri Eldum rétt sakaður um að bregðast við málinu með útúrsnúningi og rangfærslum. Efling hefur höfðað mál gegn Eldum rétt vegna fjögurra Rúmena sem unnu fyrir fyrirtækið á vegum starfsmannaleigunnar MIV sem hét áður Menn í vinnu. Starfsmannaleigunni var einnig stefnt. Mennirnir eru taldir hafa sætt ólöglegum launafrádrætti og nauðungarvinnu. Eldum rétt er stefnt á grundvelli svonefndrar keðjuábyrgðar sem gerir fyrirtæki ábyrg fyrir því að kjör verkamanna og aðstæður séu sómasamlegar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt, sagði Vísi í dag að mennirnir hefðu aðeins unnið í fjóra daga fyrir fyrirtækið og að krafa Eflingar geri ráð fyrir mun hærri upphæð en því nemi. Ábyrgð Eldum rétt nái ekki til þess að greiða þeim fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað. Í yfirlýsingu frá Eflingu vegna ummæla Kristófers Júlíusar er fullyrt að það komi málinu ekki við hversu lengi mennirnir fjórir unnu fyrir Eldum rétt. „Í lögum um keðjuábyrgð eru tilgreindar undanþágur ef starfið sem um ræðir á sér stað innan ákveðins lágmarkstímabils, en þær undanþágur eiga ekki við í tilfelli Eldum rétt,“ segir í yfirlýsingunni. Kröfur verkamannanna hafi verið settar fram á hendur fjögurra fyrirtækja í apríl. Þrjú fyrirtækjanna hafi strax gengið til viðræðna við Eflingu og gengist við lögbundinni ábyrgð. Eldum rétt hafi aftur á móti kosið af svara af bið með harðorðu bréfi þar sem fyrirtækið hafi vísað allri ábyrgð á bug, bent á ábyrgðarsjóð launa og mögulegt yfirvofandi gjaldþrot Manna í vinnu. „Allt var gert til þess að túlka skyldur Eldum rétt á sem þrengstan hátt. Kristófer reynir nú að drepa málinu á dreif með að tala um að vandamálið hafi verið upphæðirnar, en þær voru ekki gerðar að umræðuefni í fyrrnefndu bréfi, og virðist einfaldlega vera viðleitni til að grugga vatnið nú þegar lögsóknin er til umtals í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu Eflingar.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15
Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26