Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2019 17:42 Eva Þóra furðar sig á því að flokka þurfi fólk eftir kynþætti innan heilbrigðiskerfisins. Aðsend Eva Þóra Hartmannsdóttir hjúkrunarfræðinemi var í gær í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd. Hún segir farir sínar ekki sléttar og lýsir því að hafa sætt meðferð sem margar aðrar konur eiga ekki að venjast. Segir hún það hafa verið vegna uppruna hennar. Eva var meðal annars flokkuð sem „negríti“ á sjúkraskrá sinni. Eva Þóra lýsir því í samtali við fréttastofu að við komu í 25 vikna skoðun hafi henni verið gert að taka könnun þar sem hún var meðal annars spurð hvort hún þyrfti að taka svokallað sykurþolspróf. Eva hafi svarað öllu þar að lútandi neitandi en afrískur uppruni hennar hafi samt verið nóg til þess að gefa tilefni til að senda hana í slíkt próf. Eva segist ekki hafa kippt sér upp við þá niðurstöðu en þó hafi henni þótt hún undarleg. Hún segir að við nánari athugun, þegar hún spurði vinkonur sínar sem nýlega hafa verið óléttar hafi komið á daginn að þeim hafi ekki verið gert að taka sykurþolspróf, eins og henni. „Mér datt þá ekkert annað í hug en að þetta væri af því að ég er frá Afríku.“Kölluð „negríti“ í sjúkraskránni Annað atriði sem Eva furðar sig á er hugtakanotkun sem hún varð vör við í skoðuninni. Segir hún hjúkrunarfræðing hafa hakað við orðið „negríti“ í sjúkrasögu Evu. „Mér fannst það ótrúlega skrýtið. Ég hef aldrei heyrt þetta orð áður og ég skildi ekki alveg tilganginn,“ segir Eva. Hún hafi hvorki vitað hvers vegna hún þyrfti að gangast undir sykurþolsprófið né hvers vegna tilgreina þurfi kynþátt fólks í sjúkrasögu þess. Eva segir fátt hafa verið um svör hjá Mæðravernd þegar hún gerði athugasemd við orðanotkunina. Svona hafi þetta alltaf verið þó skrýtið sé. Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
Eva Þóra Hartmannsdóttir hjúkrunarfræðinemi var í gær í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd. Hún segir farir sínar ekki sléttar og lýsir því að hafa sætt meðferð sem margar aðrar konur eiga ekki að venjast. Segir hún það hafa verið vegna uppruna hennar. Eva var meðal annars flokkuð sem „negríti“ á sjúkraskrá sinni. Eva Þóra lýsir því í samtali við fréttastofu að við komu í 25 vikna skoðun hafi henni verið gert að taka könnun þar sem hún var meðal annars spurð hvort hún þyrfti að taka svokallað sykurþolspróf. Eva hafi svarað öllu þar að lútandi neitandi en afrískur uppruni hennar hafi samt verið nóg til þess að gefa tilefni til að senda hana í slíkt próf. Eva segist ekki hafa kippt sér upp við þá niðurstöðu en þó hafi henni þótt hún undarleg. Hún segir að við nánari athugun, þegar hún spurði vinkonur sínar sem nýlega hafa verið óléttar hafi komið á daginn að þeim hafi ekki verið gert að taka sykurþolspróf, eins og henni. „Mér datt þá ekkert annað í hug en að þetta væri af því að ég er frá Afríku.“Kölluð „negríti“ í sjúkraskránni Annað atriði sem Eva furðar sig á er hugtakanotkun sem hún varð vör við í skoðuninni. Segir hún hjúkrunarfræðing hafa hakað við orðið „negríti“ í sjúkrasögu Evu. „Mér fannst það ótrúlega skrýtið. Ég hef aldrei heyrt þetta orð áður og ég skildi ekki alveg tilganginn,“ segir Eva. Hún hafi hvorki vitað hvers vegna hún þyrfti að gangast undir sykurþolsprófið né hvers vegna tilgreina þurfi kynþátt fólks í sjúkrasögu þess. Eva segir fátt hafa verið um svör hjá Mæðravernd þegar hún gerði athugasemd við orðanotkunina. Svona hafi þetta alltaf verið þó skrýtið sé.
Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira