Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2019 17:42 Eva Þóra furðar sig á því að flokka þurfi fólk eftir kynþætti innan heilbrigðiskerfisins. Aðsend Eva Þóra Hartmannsdóttir hjúkrunarfræðinemi var í gær í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd. Hún segir farir sínar ekki sléttar og lýsir því að hafa sætt meðferð sem margar aðrar konur eiga ekki að venjast. Segir hún það hafa verið vegna uppruna hennar. Eva var meðal annars flokkuð sem „negríti“ á sjúkraskrá sinni. Eva Þóra lýsir því í samtali við fréttastofu að við komu í 25 vikna skoðun hafi henni verið gert að taka könnun þar sem hún var meðal annars spurð hvort hún þyrfti að taka svokallað sykurþolspróf. Eva hafi svarað öllu þar að lútandi neitandi en afrískur uppruni hennar hafi samt verið nóg til þess að gefa tilefni til að senda hana í slíkt próf. Eva segist ekki hafa kippt sér upp við þá niðurstöðu en þó hafi henni þótt hún undarleg. Hún segir að við nánari athugun, þegar hún spurði vinkonur sínar sem nýlega hafa verið óléttar hafi komið á daginn að þeim hafi ekki verið gert að taka sykurþolspróf, eins og henni. „Mér datt þá ekkert annað í hug en að þetta væri af því að ég er frá Afríku.“Kölluð „negríti“ í sjúkraskránni Annað atriði sem Eva furðar sig á er hugtakanotkun sem hún varð vör við í skoðuninni. Segir hún hjúkrunarfræðing hafa hakað við orðið „negríti“ í sjúkrasögu Evu. „Mér fannst það ótrúlega skrýtið. Ég hef aldrei heyrt þetta orð áður og ég skildi ekki alveg tilganginn,“ segir Eva. Hún hafi hvorki vitað hvers vegna hún þyrfti að gangast undir sykurþolsprófið né hvers vegna tilgreina þurfi kynþátt fólks í sjúkrasögu þess. Eva segir fátt hafa verið um svör hjá Mæðravernd þegar hún gerði athugasemd við orðanotkunina. Svona hafi þetta alltaf verið þó skrýtið sé. Heilbrigðismál Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Eva Þóra Hartmannsdóttir hjúkrunarfræðinemi var í gær í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd. Hún segir farir sínar ekki sléttar og lýsir því að hafa sætt meðferð sem margar aðrar konur eiga ekki að venjast. Segir hún það hafa verið vegna uppruna hennar. Eva var meðal annars flokkuð sem „negríti“ á sjúkraskrá sinni. Eva Þóra lýsir því í samtali við fréttastofu að við komu í 25 vikna skoðun hafi henni verið gert að taka könnun þar sem hún var meðal annars spurð hvort hún þyrfti að taka svokallað sykurþolspróf. Eva hafi svarað öllu þar að lútandi neitandi en afrískur uppruni hennar hafi samt verið nóg til þess að gefa tilefni til að senda hana í slíkt próf. Eva segist ekki hafa kippt sér upp við þá niðurstöðu en þó hafi henni þótt hún undarleg. Hún segir að við nánari athugun, þegar hún spurði vinkonur sínar sem nýlega hafa verið óléttar hafi komið á daginn að þeim hafi ekki verið gert að taka sykurþolspróf, eins og henni. „Mér datt þá ekkert annað í hug en að þetta væri af því að ég er frá Afríku.“Kölluð „negríti“ í sjúkraskránni Annað atriði sem Eva furðar sig á er hugtakanotkun sem hún varð vör við í skoðuninni. Segir hún hjúkrunarfræðing hafa hakað við orðið „negríti“ í sjúkrasögu Evu. „Mér fannst það ótrúlega skrýtið. Ég hef aldrei heyrt þetta orð áður og ég skildi ekki alveg tilganginn,“ segir Eva. Hún hafi hvorki vitað hvers vegna hún þyrfti að gangast undir sykurþolsprófið né hvers vegna tilgreina þurfi kynþátt fólks í sjúkrasögu þess. Eva segir fátt hafa verið um svör hjá Mæðravernd þegar hún gerði athugasemd við orðanotkunina. Svona hafi þetta alltaf verið þó skrýtið sé.
Heilbrigðismál Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira