Landsréttur úrskurðar öðru sinni vegna kyrrsettu vélarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2019 18:31 Flugvélin sem Isavia kyrrsetti vegna skuldar WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli. Visir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Isavia hafi haft heimild til þess að kyrrsetja þotu í eigu ALC sem tryggingu fyrir skuld WOW air vegna þotunnar. Í úrskurði Landsréttar er ekki tekin efnisleg afstaða til allra þeirra forsendna sem Isavia hefur byggt kyrrsetningu vélarinnar á. Þannig tekur Landsréttur ekki afstöðu til þess hvort byggja hafi mátt kyrrsetninguna á skuldum WOW vegna þessarar tilteknu þotu eingöngu eða vegna heildarskuldar WOW air við Isavia. Isavia hefur tálmað för vélarinnar úr landi frá falli WOW. Tekin var ákvörðun um að koma í veg fyrir frekari ferðir þotunnar til þess að tryggja að skuldir WOW vegna notendagjalda, sem hljóðuðu upp á tvo milljarða króna, fengjust greiddar. ALC hafnaði greiðsluskyldunni og krafðist þess að fá vélina afhenta. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi málið á þá leið að Isavia væri heimilt að kyrrsetja vélina vegna skuldar tengdar vélinni. ALC greiddi því skuldir tengdar vélinni, um 87 milljónir króna og krafðist þess í kjölfarið að fá vélina afhenta. Isavia áfrýjaði úrskurðinum hins vegar til Landsréttar sem staðfesti að hluta úrskurð héraðsdóms. Landsréttur breytti þó forsendum úrskurðar héraðsdóms á þá leið að Isavia hafi verið heimilt að halda vélinni sem tryggingu fyrir heildarskuldum WOW. Þá áfrýjaði ALC málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að verulega hafi verið vikið frá réttri málsmeðferð og málinu því aftur skotið til Landsréttar, sem nú hefur öðru sinni úrskurðað í málinu.Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að í úrskurði Landsréttar hafi komið fram að Isavia hafi ekki verið heimilt að kyrrsetja vélina til tryggingar vegna heildarskulda WOW air. Hið rétta er að engin efnisleg afstaða er tekin heimilda Isavia hvað þetta varðar.Úrskurð Landsréttar má nálgast hér. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20 Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli ALC gegn Isavia. 28. júní 2019 12:10 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Isavia hafi haft heimild til þess að kyrrsetja þotu í eigu ALC sem tryggingu fyrir skuld WOW air vegna þotunnar. Í úrskurði Landsréttar er ekki tekin efnisleg afstaða til allra þeirra forsendna sem Isavia hefur byggt kyrrsetningu vélarinnar á. Þannig tekur Landsréttur ekki afstöðu til þess hvort byggja hafi mátt kyrrsetninguna á skuldum WOW vegna þessarar tilteknu þotu eingöngu eða vegna heildarskuldar WOW air við Isavia. Isavia hefur tálmað för vélarinnar úr landi frá falli WOW. Tekin var ákvörðun um að koma í veg fyrir frekari ferðir þotunnar til þess að tryggja að skuldir WOW vegna notendagjalda, sem hljóðuðu upp á tvo milljarða króna, fengjust greiddar. ALC hafnaði greiðsluskyldunni og krafðist þess að fá vélina afhenta. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi málið á þá leið að Isavia væri heimilt að kyrrsetja vélina vegna skuldar tengdar vélinni. ALC greiddi því skuldir tengdar vélinni, um 87 milljónir króna og krafðist þess í kjölfarið að fá vélina afhenta. Isavia áfrýjaði úrskurðinum hins vegar til Landsréttar sem staðfesti að hluta úrskurð héraðsdóms. Landsréttur breytti þó forsendum úrskurðar héraðsdóms á þá leið að Isavia hafi verið heimilt að halda vélinni sem tryggingu fyrir heildarskuldum WOW. Þá áfrýjaði ALC málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að verulega hafi verið vikið frá réttri málsmeðferð og málinu því aftur skotið til Landsréttar, sem nú hefur öðru sinni úrskurðað í málinu.Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að í úrskurði Landsréttar hafi komið fram að Isavia hafi ekki verið heimilt að kyrrsetja vélina til tryggingar vegna heildarskulda WOW air. Hið rétta er að engin efnisleg afstaða er tekin heimilda Isavia hvað þetta varðar.Úrskurð Landsréttar má nálgast hér.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20 Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli ALC gegn Isavia. 28. júní 2019 12:10 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20
Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli ALC gegn Isavia. 28. júní 2019 12:10