Af hverju? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. júlí 2019 07:00 Félagsmálaráðherra landsins ber aukatitilinn barnamálaráðherra, og fullt heiti er því félags- og barnamálaráðherra. Vísast á þessi aukatitill „barnamálaráðherra“ að vera til marks um umhyggju stjórnvalda fyrir börnum og ungmennum. Því miður er þessi umhyggja oft æði takmörkuð og ekki ratar hún alltaf þangað sem sár þörf er fyrir hana. Ef hún væri sönn og ekta myndi hún beinast að þeim börnum sem líða þjáningar og hið augljósa markmið væri þá að gera allt sem mögulegt væri til að gera líf þessara ungu einstaklinga betra. Hins vegar er það svo að þegar slík umhyggja kann að kosta stjórnvöld einhver óþægindi þá eru þau yfirleitt furðu fljót að koma sér í skjól. Nýleg dæmi blasa við og eru æði sorgleg. Zainab Safari frá Afganistan er fjórtán ára stúlka sem þráir ekkert heitar en að fá að búa á Íslandi. Hún dvaldi í flóttamannabúðum á Grikklandi ásamt móður sinni og bróður en kom með þeim til Íslands. Hér líður henni vel og hún er umvafin væntumþykju samnemenda sinna í Hagaskóla. Hlutskipti hennar virðist þó eiga að vera það að vera vísað aftur til Grikklands þar sem óvissan ein bíður hennar. Vinir hennar hér á landi skilja ekki óréttlætið sem í þessu felst og eru ekki reiðubúnir að sætta sig við það. Þeir tala máli hennar af krafti, ástríðu og væntumþykju en fyrir þeim verður kerfi sem hlustar ekki á tilfinningarök og er þess vegna ómanneskjulegt. Hinn afganski Asadollah og ungir synir hans, Ali og Mahdi, níu og tíu ára fréttu nýlega af því að vísa átti þeim úr landi. Annar sonurinn fékk taugaáfall og var fluttur á bráðamóttöku barnaspítala Hringsins. Vegna þessa hefur brottvísuninni verið frestað tímabundið. Sú frestun virðist gerð í von um að drengurinn jafni sig þannig að hægt sé að vísa honum burt. Þessi drengur var ásamt bróður sínum að byggja upp nýja tilveru eftir sára reynslu sem ætti ekki að leggja á litlar og saklausar sálir. Nú bíður þeirra að vera fluttir úr landi. Þannig er af fullkomnu miskunnarleysi verið að kippa fótum undan tilveru barna sem bjuggu við neyð og óöryggi en töldu sig vera komin í skjól. Endalaust má horfa á sjónvarpsfréttir af neyð úti í löndum og andvarpa samúðarfullt vegna þeirra skelfilegu aðstæðna sem börn á flótta þurfa að búa við og hugsa um leið hversu nauðsynlegt sé að koma þeim til bjargar. Þessi samúð er alls einskis virði ef enginn vilji er til að hjálpa þessum börnum þegar tækifæri gefst til þess. Það má skreyta félagsmálaráðherra með heitinu barnamálaráðherra en ef umhyggja stjórnvalda sýnir sig ekki í reynd þegar þörf er á þá er hún ósönn. Af hverju sýna stjórnvöld ekki mannúð í verki? Þau geta ekki endalaust falið sig á bak við reglugerðir. Ef reglugerðir eru óréttlátar þá er skylda stjórnvalda að rísa upp og krefjast breytingar á því. Ef velferð barna skiptir stjórnvöld raunverulegu máli þá eiga þau að taka sér stöðu með þeim börnum sem þola þjáningar. Ekki umvefja sig þögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra landsins ber aukatitilinn barnamálaráðherra, og fullt heiti er því félags- og barnamálaráðherra. Vísast á þessi aukatitill „barnamálaráðherra“ að vera til marks um umhyggju stjórnvalda fyrir börnum og ungmennum. Því miður er þessi umhyggja oft æði takmörkuð og ekki ratar hún alltaf þangað sem sár þörf er fyrir hana. Ef hún væri sönn og ekta myndi hún beinast að þeim börnum sem líða þjáningar og hið augljósa markmið væri þá að gera allt sem mögulegt væri til að gera líf þessara ungu einstaklinga betra. Hins vegar er það svo að þegar slík umhyggja kann að kosta stjórnvöld einhver óþægindi þá eru þau yfirleitt furðu fljót að koma sér í skjól. Nýleg dæmi blasa við og eru æði sorgleg. Zainab Safari frá Afganistan er fjórtán ára stúlka sem þráir ekkert heitar en að fá að búa á Íslandi. Hún dvaldi í flóttamannabúðum á Grikklandi ásamt móður sinni og bróður en kom með þeim til Íslands. Hér líður henni vel og hún er umvafin væntumþykju samnemenda sinna í Hagaskóla. Hlutskipti hennar virðist þó eiga að vera það að vera vísað aftur til Grikklands þar sem óvissan ein bíður hennar. Vinir hennar hér á landi skilja ekki óréttlætið sem í þessu felst og eru ekki reiðubúnir að sætta sig við það. Þeir tala máli hennar af krafti, ástríðu og væntumþykju en fyrir þeim verður kerfi sem hlustar ekki á tilfinningarök og er þess vegna ómanneskjulegt. Hinn afganski Asadollah og ungir synir hans, Ali og Mahdi, níu og tíu ára fréttu nýlega af því að vísa átti þeim úr landi. Annar sonurinn fékk taugaáfall og var fluttur á bráðamóttöku barnaspítala Hringsins. Vegna þessa hefur brottvísuninni verið frestað tímabundið. Sú frestun virðist gerð í von um að drengurinn jafni sig þannig að hægt sé að vísa honum burt. Þessi drengur var ásamt bróður sínum að byggja upp nýja tilveru eftir sára reynslu sem ætti ekki að leggja á litlar og saklausar sálir. Nú bíður þeirra að vera fluttir úr landi. Þannig er af fullkomnu miskunnarleysi verið að kippa fótum undan tilveru barna sem bjuggu við neyð og óöryggi en töldu sig vera komin í skjól. Endalaust má horfa á sjónvarpsfréttir af neyð úti í löndum og andvarpa samúðarfullt vegna þeirra skelfilegu aðstæðna sem börn á flótta þurfa að búa við og hugsa um leið hversu nauðsynlegt sé að koma þeim til bjargar. Þessi samúð er alls einskis virði ef enginn vilji er til að hjálpa þessum börnum þegar tækifæri gefst til þess. Það má skreyta félagsmálaráðherra með heitinu barnamálaráðherra en ef umhyggja stjórnvalda sýnir sig ekki í reynd þegar þörf er á þá er hún ósönn. Af hverju sýna stjórnvöld ekki mannúð í verki? Þau geta ekki endalaust falið sig á bak við reglugerðir. Ef reglugerðir eru óréttlátar þá er skylda stjórnvalda að rísa upp og krefjast breytingar á því. Ef velferð barna skiptir stjórnvöld raunverulegu máli þá eiga þau að taka sér stöðu með þeim börnum sem þola þjáningar. Ekki umvefja sig þögn.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun