Ævintýri fimmtán ára stelpunnar heldur áfram á Wimbledon Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 12:30 Coco Gauff. Vísir/Getty Coco Gauff er komin áfram í þriðju umferð Wimbledon risamótsins í tennis eftir sinn annan sigur í röð. Coco Gauff er aðeins fimmtán ára gömul og varð sú yngsta til að vinna leik á risamóti í 23 ár þegar hún sló út Venus Williams á mánudaginn. Hún var líka sú yngsta til að vinna leik á hinu virta Wimbledon móti síðan 1991 eða í 28 ár. Ævintýri Coco Gauff er hins vegar enn í fullum gangi og hún vann hrinurnar 6-3 og 6-3 í sigri sinni á slóvakísku tenniskonunni Magdalénu Rybáriková í annarri umferðinni. Gauff þurfti bara klukkutíma og níu mínútur til að klára dæmið.SHE'S DONE IT AGAIN! Coco Gauff is into the next round after beating Magdalena Rybarikova! 6-3 6-3 LIVE @BBCTwohttps://t.co/D80wao6QZj#bbctennis#Wimbledonpic.twitter.com/7U0GU7eeVJ — BBC Tennis (@bbctennis) July 3, 2019 Venus Williams er fimmfaldur Wimbledon-meistari en reyndar orðin 39 ára og því 24 árum eldri en Coco Gauff. Magdalena Rybáriková er „bara“ fimmtán árum eldri en sú bandaríska. „Ég er ennþá í sjokki að ég skuli vera yfir höfuð að keppa hér,“ sagði Coco Gauff við BBC TV. Það eru liðin 28 ár síðan að fimmtán ára tenniskona komst síðast í 32 manna úrslitin á Wimbledon. Jennifer Capriati var líka fimmtán ára þegar hún komst alla leið í undanúrslitin árið 1991. Líf Coco Gauff hefur gjörbreyst á smá tíma og frægðin hefur bankað upp á dyrnar. Það hefur því ekki verið auðvelt fyrir hana að fá einhverja hvíld.The journey continues… 15-year-old @CocoGauff beats former #Wimbledon semi-finalist Magdalena Rybarikova in straight sets to book her place in the third round pic.twitter.com/60juztgXej — Wimbledon (@Wimbledon) July 3, 2019„Ég bjóst ekki við þessu. Fullt af frægu fólki er að senda mér skilaboð og ég er eiginlega stjörnustjörf. Það ótrúlega er að samfélagmiðlar hjálpa mér að slaka á fyrir leikina. Ég er því mikið á þeim. Ég ætla líka að halda því áfram því það hefur gengið vel hingað til,“ sagði Gauff. Næst á dagskránni er leikur á móti Polona Hercog frá Slóveníu í þriðji umferðinni og þar er sæti í sextán manna úrslitum í boði.What a day @Wimbledonpic.twitter.com/8O3vjMT9oi — Coco Gauff (@CocoGauff) July 1, 2019 Bandaríkin Bretland England Tennis Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira
Coco Gauff er komin áfram í þriðju umferð Wimbledon risamótsins í tennis eftir sinn annan sigur í röð. Coco Gauff er aðeins fimmtán ára gömul og varð sú yngsta til að vinna leik á risamóti í 23 ár þegar hún sló út Venus Williams á mánudaginn. Hún var líka sú yngsta til að vinna leik á hinu virta Wimbledon móti síðan 1991 eða í 28 ár. Ævintýri Coco Gauff er hins vegar enn í fullum gangi og hún vann hrinurnar 6-3 og 6-3 í sigri sinni á slóvakísku tenniskonunni Magdalénu Rybáriková í annarri umferðinni. Gauff þurfti bara klukkutíma og níu mínútur til að klára dæmið.SHE'S DONE IT AGAIN! Coco Gauff is into the next round after beating Magdalena Rybarikova! 6-3 6-3 LIVE @BBCTwohttps://t.co/D80wao6QZj#bbctennis#Wimbledonpic.twitter.com/7U0GU7eeVJ — BBC Tennis (@bbctennis) July 3, 2019 Venus Williams er fimmfaldur Wimbledon-meistari en reyndar orðin 39 ára og því 24 árum eldri en Coco Gauff. Magdalena Rybáriková er „bara“ fimmtán árum eldri en sú bandaríska. „Ég er ennþá í sjokki að ég skuli vera yfir höfuð að keppa hér,“ sagði Coco Gauff við BBC TV. Það eru liðin 28 ár síðan að fimmtán ára tenniskona komst síðast í 32 manna úrslitin á Wimbledon. Jennifer Capriati var líka fimmtán ára þegar hún komst alla leið í undanúrslitin árið 1991. Líf Coco Gauff hefur gjörbreyst á smá tíma og frægðin hefur bankað upp á dyrnar. Það hefur því ekki verið auðvelt fyrir hana að fá einhverja hvíld.The journey continues… 15-year-old @CocoGauff beats former #Wimbledon semi-finalist Magdalena Rybarikova in straight sets to book her place in the third round pic.twitter.com/60juztgXej — Wimbledon (@Wimbledon) July 3, 2019„Ég bjóst ekki við þessu. Fullt af frægu fólki er að senda mér skilaboð og ég er eiginlega stjörnustjörf. Það ótrúlega er að samfélagmiðlar hjálpa mér að slaka á fyrir leikina. Ég er því mikið á þeim. Ég ætla líka að halda því áfram því það hefur gengið vel hingað til,“ sagði Gauff. Næst á dagskránni er leikur á móti Polona Hercog frá Slóveníu í þriðji umferðinni og þar er sæti í sextán manna úrslitum í boði.What a day @Wimbledonpic.twitter.com/8O3vjMT9oi — Coco Gauff (@CocoGauff) July 1, 2019
Bandaríkin Bretland England Tennis Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira