Ludvigsen dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum Sylvía Hall skrifar 4. júlí 2019 15:40 Ludvigsen er fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi fylkisstjóri Troms. Hann á að hafa framið brotin þegar hann gegndi síðarnefnda embættinu árin 2006-2014. EPA/STIAN LYSBERG SOLUM Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, Svein Ludvigsen, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum. Þá var hann einnig dæmdur til þess að greiða 743 þúsund norskar krónur til fórnarlambanna, sem samsvarar tæplega ellefu milljónum íslenskra króna. NRK greinir frá. Ludvigsen er sagður hafa misnotað stöðu sína sem embættismaður til þess að þvinga mennina til að hafa við sig samfarir gegn því að veita þeim hæli. Þá hafi hann nýtt sér þroskaskerðingu eins þeirra til þess að brjóta á honum kynferðislega.Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendumAllir mennirnir komu til Noregs sem ungir hælisleitendur. Þeir þekktust ekkert fyrir en framburðir þeirra báru allir þess merki að Ludvigsen hafi gróflega misnotað stöðu sína í þeirra málum. Ludvigsen neitaði sök í málinu en í vitnisburði eins fórnarlambsins kom fram að Ludvigsen hafi hjálpað honum að verða sér út um vinnu og greitt kostnaðinn við að taka bílpróf. Sagði fórnarlambið annarlegar hvatir hafa búið að baki góðmennsku ráðherrans og hann hafi einungis gert þetta til þess að sýna fram á völd sín.Eitt af sönnunargögnum í málinu. Svein Ludvigsen sést hér á gangi í grennd við hótel ásamt einum af mönnunum sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn.Mynd/Lögreglan í NoregiLeið eins og þræl Alvarlegasta brotið beindist að hælisleitanda sem var aðeins sautján ára gamall þegar hann kynntist Ludvigsen. Hann hafi hitt hann í móttöku fyrir hælisleitendur sem ráðherran bauð til árið 2011. Í kjölfarið hafi hann boðið drengnum með í sumarbústað þar sem misnotkunin hófst.Í bústaðarferðinni tók Ludvigsen nektarmynd af þeim saman sem varð til þess að rannsóknin hófst. Í átta yfirheyrslum hjá lögreglu neitaði Ludvigsen að hafa haft kynmök með drengnum þrátt fyrir myndina. Hælisleitandinn ungi, sem er í dag 25 ára gamall, sagði við réttarhöldin að honum hafi liðið eins og þræl. Ludvigsen hafi talið honum trú um að hann gæti útvegað honum dvalarleyfi og seinna meir ríkisborgararétti og því hafi hann ekki þorað að segja frá sambandi þeirra af ótta við afleiðingarnar. Í máli annars fórnarlambsins, sem glímir við þroskaskerðingu, bauð ráðherrann honum upp á hótelherbergi þar sem hann hafði við hann kynmök. Ludvigsen sagðist ekki muna eftir því að hafa hitt drenginn þrátt fyrir mörg afrit af samtölum þeirra á milli í sönnunargögnum málsins. Lögmaður Ludvigsen segir niðurstöðuna koma skjólstæðingi sínum verulega á óvart og hyggst áfrýja niðurstöðu dómsins. Noregur Tengdar fréttir Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45 Fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Ludvigsen fyrir kynferðisbrotin Saksóknari í Noregi fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sem sakaður er um kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum. 24. júní 2019 10:37 Telur að Ludvigsen hafi aðeins aðstoðað fórnarlömb sín til þess að sýna vald sitt Einn af hælisleitendunum sem Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegisráðherra Noregs, er sakaður um að hafa brotið á kynferðislega telur að hjálpsemi hans í þeirra garð hafi aðeins verið hans leið til þess að sýna hversu mikið vald hann hefði. Hælisleitandinn segist á einum tímapunkti hafa haft í hyggju að myrða Ludvigsen vegna málsins. 12. júní 2019 12:44 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, Svein Ludvigsen, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum. Þá var hann einnig dæmdur til þess að greiða 743 þúsund norskar krónur til fórnarlambanna, sem samsvarar tæplega ellefu milljónum íslenskra króna. NRK greinir frá. Ludvigsen er sagður hafa misnotað stöðu sína sem embættismaður til þess að þvinga mennina til að hafa við sig samfarir gegn því að veita þeim hæli. Þá hafi hann nýtt sér þroskaskerðingu eins þeirra til þess að brjóta á honum kynferðislega.Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendumAllir mennirnir komu til Noregs sem ungir hælisleitendur. Þeir þekktust ekkert fyrir en framburðir þeirra báru allir þess merki að Ludvigsen hafi gróflega misnotað stöðu sína í þeirra málum. Ludvigsen neitaði sök í málinu en í vitnisburði eins fórnarlambsins kom fram að Ludvigsen hafi hjálpað honum að verða sér út um vinnu og greitt kostnaðinn við að taka bílpróf. Sagði fórnarlambið annarlegar hvatir hafa búið að baki góðmennsku ráðherrans og hann hafi einungis gert þetta til þess að sýna fram á völd sín.Eitt af sönnunargögnum í málinu. Svein Ludvigsen sést hér á gangi í grennd við hótel ásamt einum af mönnunum sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn.Mynd/Lögreglan í NoregiLeið eins og þræl Alvarlegasta brotið beindist að hælisleitanda sem var aðeins sautján ára gamall þegar hann kynntist Ludvigsen. Hann hafi hitt hann í móttöku fyrir hælisleitendur sem ráðherran bauð til árið 2011. Í kjölfarið hafi hann boðið drengnum með í sumarbústað þar sem misnotkunin hófst.Í bústaðarferðinni tók Ludvigsen nektarmynd af þeim saman sem varð til þess að rannsóknin hófst. Í átta yfirheyrslum hjá lögreglu neitaði Ludvigsen að hafa haft kynmök með drengnum þrátt fyrir myndina. Hælisleitandinn ungi, sem er í dag 25 ára gamall, sagði við réttarhöldin að honum hafi liðið eins og þræl. Ludvigsen hafi talið honum trú um að hann gæti útvegað honum dvalarleyfi og seinna meir ríkisborgararétti og því hafi hann ekki þorað að segja frá sambandi þeirra af ótta við afleiðingarnar. Í máli annars fórnarlambsins, sem glímir við þroskaskerðingu, bauð ráðherrann honum upp á hótelherbergi þar sem hann hafði við hann kynmök. Ludvigsen sagðist ekki muna eftir því að hafa hitt drenginn þrátt fyrir mörg afrit af samtölum þeirra á milli í sönnunargögnum málsins. Lögmaður Ludvigsen segir niðurstöðuna koma skjólstæðingi sínum verulega á óvart og hyggst áfrýja niðurstöðu dómsins.
Noregur Tengdar fréttir Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45 Fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Ludvigsen fyrir kynferðisbrotin Saksóknari í Noregi fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sem sakaður er um kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum. 24. júní 2019 10:37 Telur að Ludvigsen hafi aðeins aðstoðað fórnarlömb sín til þess að sýna vald sitt Einn af hælisleitendunum sem Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegisráðherra Noregs, er sakaður um að hafa brotið á kynferðislega telur að hjálpsemi hans í þeirra garð hafi aðeins verið hans leið til þess að sýna hversu mikið vald hann hefði. Hælisleitandinn segist á einum tímapunkti hafa haft í hyggju að myrða Ludvigsen vegna málsins. 12. júní 2019 12:44 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45
Fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Ludvigsen fyrir kynferðisbrotin Saksóknari í Noregi fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sem sakaður er um kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum. 24. júní 2019 10:37
Telur að Ludvigsen hafi aðeins aðstoðað fórnarlömb sín til þess að sýna vald sitt Einn af hælisleitendunum sem Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegisráðherra Noregs, er sakaður um að hafa brotið á kynferðislega telur að hjálpsemi hans í þeirra garð hafi aðeins verið hans leið til þess að sýna hversu mikið vald hann hefði. Hælisleitandinn segist á einum tímapunkti hafa haft í hyggju að myrða Ludvigsen vegna málsins. 12. júní 2019 12:44
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent