Fjölmenn mótmæli í miðborginni Gígja Hilmarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 4. júlí 2019 19:11 Umboðsmaður barna óskaði í dag eftir að funda hið fyrsta með dómsmálaráðherra og forstjóra Útlendingastofnunar til að fara yfir mál barna sem á að endursenda til Grikklands. Árið 2010 var hætt að endursenda hælisleitendur þangað vegna ófullnægjandi aðstæðna í gríska hælisleitendakerfinu. Það á hins vegar ekki við um þá sem þegar hafa fengið þar hæli, líkt og börnin í þessu tilfelli. Salvör Nordal, umboðsmaður barna segir að fara þurfi yfir forsendurnar fyrir þessu verklagi. „Það var náttúrulega ákveðið að senda ekki börn sem væru í hælisleit ekki til Grikklands en þau eru auðvitað komin með dvalarleyfi þar og við viljum bara fara yfir stöðuna með þeim,” segir Salvör. Staða barnanna metin mjög alvarleg Samkvæmt heimildum fréttastofu verður fjölskyldunum tveimur þó ekki vísað úr landi á næstu dögum og eru mál þeirra nú til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Þarna er um að ræða barn sem var á BUGL og læknir stígur fram og segir að það sé ekki forsvaranlegt að senda það út. Þannig við viljum bara fara yfir þessi mál. Það er alveg full ástæða til þess,” bætir hún við. Líkt og tíu ára drengurinn sem þurfti að leita á BUGL vegna kvíða yfir aðstæðunum fóru systkinin úr hinni fjölskyldunni, þau Zainab og Amir Safari á BUGL af sömu ástæðum í dag. Læknir hefur boðið þau í annan tíma á morgun, enda sé staða þeirra metin mjög alvarleg. Lögmaður þeirra mun á morgun óska eftir endurupptöku málsins af vegna þessa. Salvör segir mikilvægt að í hverju einstöku tilviki séu hagsmunir barna metnir út frá barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Barnasáttmálinn eru auðvitað lög í landinu og við höfum náttúrulega lagt mikla áherslu á að það sé tekið meira tillit til barna í umfjöllun um þessi mál. Útlendingastofnun hefur verið að bæta mjög mikið og það hefur breyst viðhorfið í þessu ferli á síðustu árum en það má mögulega gera betur og við viljum bara fara yfir þessa hluti með þeim,” segir Salvör.„Fólki ofbýður grimmileg stefna stjórnvalda í garð barna á flótta“ Mótmæli með yfirskriftinni „stöðvið brottvísanir barna” fór fram í dag. Mótmælendur gengu fylktu liði frá Skólavörðuholti niður að Austurvelli og gengu meðal annars fram hjá Dómsmálaráðuneytinu og Stjórnarráðinu til að vekja athygli á málefninu. Fréttamaður Stöðvar 2 var á Austurvelli og ræddi við tvo af skipuleggjendum mótmælanna. Sema Erla Serdar sagðist ekki vera hissa á því hve margir væru komnir saman til að mótmæla og sagði það ríma við þá umræðu sem hefur verið í gangi í samfélaginu. „Fólk er komið með nóg og fólki ofbýður grimmileg stefna stjórnvalda í garð barna á flótta og við erum hér saman komin til að senda skýr skilaboð um að þetta sé ekki okkar nafni og við viljum að þessu verði hætt strax,“ sagði Sema Erla. „Krafan er að við hjálpum þessum börnum núna og við leggjum línurnar hvernig við ætlum að hjálpa öðrum börnum í framhaldinu svo þau þurfi ekki að ganga í gegnum það sem þessi börn ganga í gegnum núna, “ sagði Guðmundur Karl Karlsson. Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Brottvísun barna mótmælt Nú standa yfir mótmæli yfirvofandi brottvísana tveggja afganskra fjölskyldna sem á að senda til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. 4. júlí 2019 18:02 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Umboðsmaður barna óskaði í dag eftir að funda hið fyrsta með dómsmálaráðherra og forstjóra Útlendingastofnunar til að fara yfir mál barna sem á að endursenda til Grikklands. Árið 2010 var hætt að endursenda hælisleitendur þangað vegna ófullnægjandi aðstæðna í gríska hælisleitendakerfinu. Það á hins vegar ekki við um þá sem þegar hafa fengið þar hæli, líkt og börnin í þessu tilfelli. Salvör Nordal, umboðsmaður barna segir að fara þurfi yfir forsendurnar fyrir þessu verklagi. „Það var náttúrulega ákveðið að senda ekki börn sem væru í hælisleit ekki til Grikklands en þau eru auðvitað komin með dvalarleyfi þar og við viljum bara fara yfir stöðuna með þeim,” segir Salvör. Staða barnanna metin mjög alvarleg Samkvæmt heimildum fréttastofu verður fjölskyldunum tveimur þó ekki vísað úr landi á næstu dögum og eru mál þeirra nú til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Þarna er um að ræða barn sem var á BUGL og læknir stígur fram og segir að það sé ekki forsvaranlegt að senda það út. Þannig við viljum bara fara yfir þessi mál. Það er alveg full ástæða til þess,” bætir hún við. Líkt og tíu ára drengurinn sem þurfti að leita á BUGL vegna kvíða yfir aðstæðunum fóru systkinin úr hinni fjölskyldunni, þau Zainab og Amir Safari á BUGL af sömu ástæðum í dag. Læknir hefur boðið þau í annan tíma á morgun, enda sé staða þeirra metin mjög alvarleg. Lögmaður þeirra mun á morgun óska eftir endurupptöku málsins af vegna þessa. Salvör segir mikilvægt að í hverju einstöku tilviki séu hagsmunir barna metnir út frá barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Barnasáttmálinn eru auðvitað lög í landinu og við höfum náttúrulega lagt mikla áherslu á að það sé tekið meira tillit til barna í umfjöllun um þessi mál. Útlendingastofnun hefur verið að bæta mjög mikið og það hefur breyst viðhorfið í þessu ferli á síðustu árum en það má mögulega gera betur og við viljum bara fara yfir þessa hluti með þeim,” segir Salvör.„Fólki ofbýður grimmileg stefna stjórnvalda í garð barna á flótta“ Mótmæli með yfirskriftinni „stöðvið brottvísanir barna” fór fram í dag. Mótmælendur gengu fylktu liði frá Skólavörðuholti niður að Austurvelli og gengu meðal annars fram hjá Dómsmálaráðuneytinu og Stjórnarráðinu til að vekja athygli á málefninu. Fréttamaður Stöðvar 2 var á Austurvelli og ræddi við tvo af skipuleggjendum mótmælanna. Sema Erla Serdar sagðist ekki vera hissa á því hve margir væru komnir saman til að mótmæla og sagði það ríma við þá umræðu sem hefur verið í gangi í samfélaginu. „Fólk er komið með nóg og fólki ofbýður grimmileg stefna stjórnvalda í garð barna á flótta og við erum hér saman komin til að senda skýr skilaboð um að þetta sé ekki okkar nafni og við viljum að þessu verði hætt strax,“ sagði Sema Erla. „Krafan er að við hjálpum þessum börnum núna og við leggjum línurnar hvernig við ætlum að hjálpa öðrum börnum í framhaldinu svo þau þurfi ekki að ganga í gegnum það sem þessi börn ganga í gegnum núna, “ sagði Guðmundur Karl Karlsson.
Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Brottvísun barna mótmælt Nú standa yfir mótmæli yfirvofandi brottvísana tveggja afganskra fjölskyldna sem á að senda til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. 4. júlí 2019 18:02 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Brottvísun barna mótmælt Nú standa yfir mótmæli yfirvofandi brottvísana tveggja afganskra fjölskyldna sem á að senda til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. 4. júlí 2019 18:02