Óánægja með vinstrislagsíðu stjórnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. júlí 2019 06:15 Grasrót Sjálfstæðisflokksins er ekki á allt sátt við stefnu forystunnar. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Staðan er þung í grasrót Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki aðeins ágreiningur um þriðja orkupakkann og opinberar skeytasendingar milli forystunnar og uppgjafaformanna flokksins heldur er vinstri slagsíða á stjórnarheimilinu helsti uppruni pirrings í grasrót flokksins að mati viðmælenda blaðsins. Áhersla á skattlagningu, sektarheimildir til Jafnréttisstofu og bann við sölu ríkisfyrirtækja á borð við Íslandspóst er meðal þess sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa nefnt sem dæmi um vinstri áherslur sem fara fyrir brjóstið á flokksmönnum. Áhersla forystunnar á að höfða til Viðreisnarfylgis á kostnað stefnumála flokksins er einnig nefnd forystunni til foráttu. Þótt formaður flokksins njóti almenns stuðnings gætir nokkurrar óánægju með að hann sé að breytast í embættismann og það vanti orðið í hann alla pólitík. Hann þykir standa sig vel í sínu ráðuneyti en það dugir ekki fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að reka ríkið vel. Það þurfi líka að tala um stjórnmál og ræða hægrimálin. Ágreiningur innan flokksins um þriðja orkupakkann er að mati viðmælenda flokksins að mestu leyti í hverfafélögunum í Reykjavík. „Ég er mjög ósáttur. Ég hef talað við fullt af fólki sem er ósátt og margir þeirra hafa sagt sig úr flokknum. Ef þetta fer í gegn, þá mun ég segja mig úr flokknum ásamt fleirum,“ segir Hafsteinn Númason, formaður Sjálfstæðisfélags Kjalnesinga, um þriðja orkupakkann. Hverfafélögin í Reykjavík hafa lengi talist eitt helsta vígi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og er mönnum nú tíðrætt um óyndi meðal stuðningsmanna hans. Heilt yfir hafa viðmælendur blaðsins frekar áhyggjur af vinstrislagsíðu stjórnarinnar en deilum um þriðja orkupakkann og gagnrýni uppgjafaformanna á forystu flokksins. Sá skjálfti sem farið hefur um flokkinn vegna þess er að mestu hjaðnaður. Þá bíða menn einnig tiltölulega rólegir eftir ákvörðun um nýjan dómsmálaráðherra. Þingflokkurinn fundar í dag og er gert ráð fyrir að málið beri þar á góma en ekki er búist við að tilkynnt verði um nýjan ráðherra fyrr en síðsumars. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Staðan er þung í grasrót Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki aðeins ágreiningur um þriðja orkupakkann og opinberar skeytasendingar milli forystunnar og uppgjafaformanna flokksins heldur er vinstri slagsíða á stjórnarheimilinu helsti uppruni pirrings í grasrót flokksins að mati viðmælenda blaðsins. Áhersla á skattlagningu, sektarheimildir til Jafnréttisstofu og bann við sölu ríkisfyrirtækja á borð við Íslandspóst er meðal þess sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa nefnt sem dæmi um vinstri áherslur sem fara fyrir brjóstið á flokksmönnum. Áhersla forystunnar á að höfða til Viðreisnarfylgis á kostnað stefnumála flokksins er einnig nefnd forystunni til foráttu. Þótt formaður flokksins njóti almenns stuðnings gætir nokkurrar óánægju með að hann sé að breytast í embættismann og það vanti orðið í hann alla pólitík. Hann þykir standa sig vel í sínu ráðuneyti en það dugir ekki fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að reka ríkið vel. Það þurfi líka að tala um stjórnmál og ræða hægrimálin. Ágreiningur innan flokksins um þriðja orkupakkann er að mati viðmælenda flokksins að mestu leyti í hverfafélögunum í Reykjavík. „Ég er mjög ósáttur. Ég hef talað við fullt af fólki sem er ósátt og margir þeirra hafa sagt sig úr flokknum. Ef þetta fer í gegn, þá mun ég segja mig úr flokknum ásamt fleirum,“ segir Hafsteinn Númason, formaður Sjálfstæðisfélags Kjalnesinga, um þriðja orkupakkann. Hverfafélögin í Reykjavík hafa lengi talist eitt helsta vígi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og er mönnum nú tíðrætt um óyndi meðal stuðningsmanna hans. Heilt yfir hafa viðmælendur blaðsins frekar áhyggjur af vinstrislagsíðu stjórnarinnar en deilum um þriðja orkupakkann og gagnrýni uppgjafaformanna á forystu flokksins. Sá skjálfti sem farið hefur um flokkinn vegna þess er að mestu hjaðnaður. Þá bíða menn einnig tiltölulega rólegir eftir ákvörðun um nýjan dómsmálaráðherra. Þingflokkurinn fundar í dag og er gert ráð fyrir að málið beri þar á góma en ekki er búist við að tilkynnt verði um nýjan ráðherra fyrr en síðsumars.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira