Óánægja með vinstrislagsíðu stjórnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. júlí 2019 06:15 Grasrót Sjálfstæðisflokksins er ekki á allt sátt við stefnu forystunnar. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Staðan er þung í grasrót Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki aðeins ágreiningur um þriðja orkupakkann og opinberar skeytasendingar milli forystunnar og uppgjafaformanna flokksins heldur er vinstri slagsíða á stjórnarheimilinu helsti uppruni pirrings í grasrót flokksins að mati viðmælenda blaðsins. Áhersla á skattlagningu, sektarheimildir til Jafnréttisstofu og bann við sölu ríkisfyrirtækja á borð við Íslandspóst er meðal þess sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa nefnt sem dæmi um vinstri áherslur sem fara fyrir brjóstið á flokksmönnum. Áhersla forystunnar á að höfða til Viðreisnarfylgis á kostnað stefnumála flokksins er einnig nefnd forystunni til foráttu. Þótt formaður flokksins njóti almenns stuðnings gætir nokkurrar óánægju með að hann sé að breytast í embættismann og það vanti orðið í hann alla pólitík. Hann þykir standa sig vel í sínu ráðuneyti en það dugir ekki fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að reka ríkið vel. Það þurfi líka að tala um stjórnmál og ræða hægrimálin. Ágreiningur innan flokksins um þriðja orkupakkann er að mati viðmælenda flokksins að mestu leyti í hverfafélögunum í Reykjavík. „Ég er mjög ósáttur. Ég hef talað við fullt af fólki sem er ósátt og margir þeirra hafa sagt sig úr flokknum. Ef þetta fer í gegn, þá mun ég segja mig úr flokknum ásamt fleirum,“ segir Hafsteinn Númason, formaður Sjálfstæðisfélags Kjalnesinga, um þriðja orkupakkann. Hverfafélögin í Reykjavík hafa lengi talist eitt helsta vígi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og er mönnum nú tíðrætt um óyndi meðal stuðningsmanna hans. Heilt yfir hafa viðmælendur blaðsins frekar áhyggjur af vinstrislagsíðu stjórnarinnar en deilum um þriðja orkupakkann og gagnrýni uppgjafaformanna á forystu flokksins. Sá skjálfti sem farið hefur um flokkinn vegna þess er að mestu hjaðnaður. Þá bíða menn einnig tiltölulega rólegir eftir ákvörðun um nýjan dómsmálaráðherra. Þingflokkurinn fundar í dag og er gert ráð fyrir að málið beri þar á góma en ekki er búist við að tilkynnt verði um nýjan ráðherra fyrr en síðsumars. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Staðan er þung í grasrót Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki aðeins ágreiningur um þriðja orkupakkann og opinberar skeytasendingar milli forystunnar og uppgjafaformanna flokksins heldur er vinstri slagsíða á stjórnarheimilinu helsti uppruni pirrings í grasrót flokksins að mati viðmælenda blaðsins. Áhersla á skattlagningu, sektarheimildir til Jafnréttisstofu og bann við sölu ríkisfyrirtækja á borð við Íslandspóst er meðal þess sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa nefnt sem dæmi um vinstri áherslur sem fara fyrir brjóstið á flokksmönnum. Áhersla forystunnar á að höfða til Viðreisnarfylgis á kostnað stefnumála flokksins er einnig nefnd forystunni til foráttu. Þótt formaður flokksins njóti almenns stuðnings gætir nokkurrar óánægju með að hann sé að breytast í embættismann og það vanti orðið í hann alla pólitík. Hann þykir standa sig vel í sínu ráðuneyti en það dugir ekki fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að reka ríkið vel. Það þurfi líka að tala um stjórnmál og ræða hægrimálin. Ágreiningur innan flokksins um þriðja orkupakkann er að mati viðmælenda flokksins að mestu leyti í hverfafélögunum í Reykjavík. „Ég er mjög ósáttur. Ég hef talað við fullt af fólki sem er ósátt og margir þeirra hafa sagt sig úr flokknum. Ef þetta fer í gegn, þá mun ég segja mig úr flokknum ásamt fleirum,“ segir Hafsteinn Númason, formaður Sjálfstæðisfélags Kjalnesinga, um þriðja orkupakkann. Hverfafélögin í Reykjavík hafa lengi talist eitt helsta vígi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og er mönnum nú tíðrætt um óyndi meðal stuðningsmanna hans. Heilt yfir hafa viðmælendur blaðsins frekar áhyggjur af vinstrislagsíðu stjórnarinnar en deilum um þriðja orkupakkann og gagnrýni uppgjafaformanna á forystu flokksins. Sá skjálfti sem farið hefur um flokkinn vegna þess er að mestu hjaðnaður. Þá bíða menn einnig tiltölulega rólegir eftir ákvörðun um nýjan dómsmálaráðherra. Þingflokkurinn fundar í dag og er gert ráð fyrir að málið beri þar á góma en ekki er búist við að tilkynnt verði um nýjan ráðherra fyrr en síðsumars.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira