Segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar um Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2019 12:30 Dagur segir að öllum athugasemdum varðandi Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega. Vísir/Vilhelm Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. Borgarstjóri segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar hafi verið svarað ítarlega og að ekki hafi verið þörf á að fresta málinu svo hægt væri að fjalla um það í borgarstjórn. Tillagan felst í uppbyggingu á sérstökum gróðurhvelfingum við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Gróðurhvelfingarnar verði að hluta niðurgrafnar og mótaðar inn í landið. Þannig sé landnotkunin í samræmi við aðalaskipulalag Reykjavíkurborgar 2010-2030. Tillagan var samþykkt í borgarráði í gær með með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að fresta málinu svo hægt væri að fjalla um það og afgreiða í borgarstjórn, en því var hafnað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að meirihlutinn hafi einfaldlega talið að ekki væri eftir neinu að bíða. „Borgarráð fer með hlutverk borgarstjórnar á þessum árstíma. Málið hefur verið lengi í undirbúingi og kynningu. Það voru haldnir opnir íbúafundir í vor og svo framvegis. Það er búið að svara öllum athugasemdum ítarlega og koma til móts við mjög margar af þeim áhyggjum sem hafa verið settar fram þannig við töldum ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Tillagan er nokkuð umdeild en í bréfi sem Umhverfisstofnun sendi skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur kemur fram að það sé mat stofnunarinnar að byggingar muni þrengja að vatnsviðinu og yfirtaka hluta af útivistarsvæði sem nú er ætlað almenningi. Dagur segir að þessum athugasemdum hafi verið svarað ítarlega. „Það var einfaldlega gert mjög ítarlega eins og alltaf er gert þegar verið er að undirbúa deiliskipulag. Þarna voru settar fram nokkrar ábendingar varðandi afmörkun svæðisins og önnur atriði sem einfaldlega er farið yfir af deiliskipulagshöfundum og sérfræðingum umhverfis- og skipulagssviðs,“ saði Dagur.Svæðið sem gróðurhvelfingin kemur til með að rísa á.Skjáskot/Reykjavíkurborg Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. 4. júlí 2019 21:45 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. Borgarstjóri segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar hafi verið svarað ítarlega og að ekki hafi verið þörf á að fresta málinu svo hægt væri að fjalla um það í borgarstjórn. Tillagan felst í uppbyggingu á sérstökum gróðurhvelfingum við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Gróðurhvelfingarnar verði að hluta niðurgrafnar og mótaðar inn í landið. Þannig sé landnotkunin í samræmi við aðalaskipulalag Reykjavíkurborgar 2010-2030. Tillagan var samþykkt í borgarráði í gær með með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að fresta málinu svo hægt væri að fjalla um það og afgreiða í borgarstjórn, en því var hafnað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að meirihlutinn hafi einfaldlega talið að ekki væri eftir neinu að bíða. „Borgarráð fer með hlutverk borgarstjórnar á þessum árstíma. Málið hefur verið lengi í undirbúingi og kynningu. Það voru haldnir opnir íbúafundir í vor og svo framvegis. Það er búið að svara öllum athugasemdum ítarlega og koma til móts við mjög margar af þeim áhyggjum sem hafa verið settar fram þannig við töldum ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Tillagan er nokkuð umdeild en í bréfi sem Umhverfisstofnun sendi skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur kemur fram að það sé mat stofnunarinnar að byggingar muni þrengja að vatnsviðinu og yfirtaka hluta af útivistarsvæði sem nú er ætlað almenningi. Dagur segir að þessum athugasemdum hafi verið svarað ítarlega. „Það var einfaldlega gert mjög ítarlega eins og alltaf er gert þegar verið er að undirbúa deiliskipulag. Þarna voru settar fram nokkrar ábendingar varðandi afmörkun svæðisins og önnur atriði sem einfaldlega er farið yfir af deiliskipulagshöfundum og sérfræðingum umhverfis- og skipulagssviðs,“ saði Dagur.Svæðið sem gróðurhvelfingin kemur til með að rísa á.Skjáskot/Reykjavíkurborg
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. 4. júlí 2019 21:45 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. 4. júlí 2019 21:45
Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15