Skráning Vatnajökulsþjóðgarðs sögð stórt skref í náttúruvernd Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2019 19:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, er hæstánægður með skráningu Vatnajökulsþjóðgarðs hjá UNESCO. Vísir/Stöð 2 Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunnar Sameinuðu Þjóðanna. Umhverfisráðherra segir skráninguna stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og í sögu lýðveldis. Ákvörðunin var tekin á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan í dag á grundvelli þess að þjóðgarðurinn hafi að geyma einstakar náttúruminjar. Þar með er staðfest að náttúra þjóðgarðsins og friðlandsins í Lónsöræfum teljist hafa einstakt gildi fyrir mannkynið. Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á skránna en þar eru einnig Þingvellir og Surtsey. Umhverfisráðherra átti erfitt með að leyna ánægju sinni yfir viðurkenningunni í dag enda að hans sögn um stórfrétt að ræða. „Þetta eru stórfréttir. Þetta er risa stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og ég vil meina í sögu lýðveldis líka. Því þarna er verið að viðurkenna að náttúra svæðisins, stjórn þjóðgarðsins og allt utanumhald er þess virði að það er einstakt á heimsvísu og mikilvægt fyrir allt mannkynið,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.Frá Jökulsárlóni við sporð Breiðamerkurjökuls, einum skriðjökla Vatnajökuls.Vísir/Vilhelm.Hvað þýðir að vera á þessari heimsminjaskrá? „Það þýðir að svæðið er nú talið meðal þeirra heimsminja sem eru einstakar á heimsvísu og er kannski stærsta viðurkenning sem menningarminjar eða náttúruminjar geta fengið,“ sagði Guðmundur Ingi. Því er um að ræða viðurkenningu sem margir leitast efir. Vatnajökulsþjóðgarður inniheldur því samblöndu af náttúrufyrirbærum sem eru einstök á heimsvísu og finnast ekki annars staðar. „Og skapa líka mikil tækifæri til markaðssetningar því hvernig er það þegar við sjálf erum að ferðast erlendis og sjáum svæði sem eru á heimsminjaskrá. Það er akkúrat það að þar er eitthvað aðdráttarafl og segull sem segir okkur að þarna er eitthvað merkilegt að finna. Þannig að það er gríðarlegur fjölbreytileiki þarna og þetta er mikill gleðidagur á Íslandi. Ég er syngjandi og hoppandi kátur og til hamingju öll,“ sagði Guðmundur Ingi. Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunnar Sameinuðu Þjóðanna. Umhverfisráðherra segir skráninguna stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og í sögu lýðveldis. Ákvörðunin var tekin á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan í dag á grundvelli þess að þjóðgarðurinn hafi að geyma einstakar náttúruminjar. Þar með er staðfest að náttúra þjóðgarðsins og friðlandsins í Lónsöræfum teljist hafa einstakt gildi fyrir mannkynið. Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á skránna en þar eru einnig Þingvellir og Surtsey. Umhverfisráðherra átti erfitt með að leyna ánægju sinni yfir viðurkenningunni í dag enda að hans sögn um stórfrétt að ræða. „Þetta eru stórfréttir. Þetta er risa stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og ég vil meina í sögu lýðveldis líka. Því þarna er verið að viðurkenna að náttúra svæðisins, stjórn þjóðgarðsins og allt utanumhald er þess virði að það er einstakt á heimsvísu og mikilvægt fyrir allt mannkynið,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.Frá Jökulsárlóni við sporð Breiðamerkurjökuls, einum skriðjökla Vatnajökuls.Vísir/Vilhelm.Hvað þýðir að vera á þessari heimsminjaskrá? „Það þýðir að svæðið er nú talið meðal þeirra heimsminja sem eru einstakar á heimsvísu og er kannski stærsta viðurkenning sem menningarminjar eða náttúruminjar geta fengið,“ sagði Guðmundur Ingi. Því er um að ræða viðurkenningu sem margir leitast efir. Vatnajökulsþjóðgarður inniheldur því samblöndu af náttúrufyrirbærum sem eru einstök á heimsvísu og finnast ekki annars staðar. „Og skapa líka mikil tækifæri til markaðssetningar því hvernig er það þegar við sjálf erum að ferðast erlendis og sjáum svæði sem eru á heimsminjaskrá. Það er akkúrat það að þar er eitthvað aðdráttarafl og segull sem segir okkur að þarna er eitthvað merkilegt að finna. Þannig að það er gríðarlegur fjölbreytileiki þarna og þetta er mikill gleðidagur á Íslandi. Ég er syngjandi og hoppandi kátur og til hamingju öll,“ sagði Guðmundur Ingi.
Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00