Skítleg framkoma Sif Sigmarsdóttir skrifar 6. júlí 2019 10:00 Árið er 1946. Heimsstyrjöldinni síðari er nýlokið. Um Evrópu flakka vegalaus börn sem lifðu af Helförina. Foreldrar þeirra eru látnir eða þeirra saknað. Þau eiga engan að, þau eiga hvergi heima. Breska ríkisútvarpið BBC ákveður að búa til þáttaröð um nokkur þessara týndu barna sem talið er að geti átt skyldmenni í Bretlandi, ákall til ættingja sem gætu veitt þeim skjól. Fyrir nokkrum árum rakst blaðamaður á upptökurnar í safni BBC. Aðeins einn þáttanna hafði varðveist. Í honum eru þulin nöfn tólf barna, saga þeirra rakin og nöfn frændfólksins sem leitað er talin upp. Hvað varð um börnin? Fundu þau fjölskyldu sína? Fengu þau samastað? Blaðamaðurinn fór á stúfana. Sjötíu árum eftir stríðslok, sjötíu árum eftir að börnin fundust nær dauða en lífi í útrýmingarbúðum tókst blaðamanninum að hafa uppi á fjórum þeirra og taka þau tali. Eitt þeirra var Gunter Wolff. Gunter fæddist í Þýskalandi árið 1928. Gunter greindi blaðamanninum frá því hvernig liðsmenn Gestapo smöluðu Gunter og fjölskyldu hans saman dag einn árið 1941 og fluttu í gettó í Póllandi. Þar tókst fjölskyldunni að halda hópinn næstu árin. En árið 1944 voru þau send í útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz. Við komuna í Auschwitz var konum skipað að fara í eina átt, körlum aðra. Gunter sá móður sína aldrei aftur. Viku eftir komuna í Auschwitz lést faðir hans. „Hann einfaldlega vaknaði ekki einn morguninn.“ Gunter flakkaði milli fjölda fangabúða. Þegar stríðinu lauk var hann í Theresienstadt. Fjölskyldan hafði ákveðið að hittast í smábæ í Þýskalandi, fæðingarstað móður hans, þegar stríðinu lyki. Þar beið Gunter í tvo mánuði. Enginn kom að vitja hans. Kona á vegum Sameinuðu þjóðanna tók hann upp á arma sína og kom honum með lest til Bretlands þar sem Gunter hafði verið sagt að hann ætti skyldmenni. Í kjölfar ákalls BBC fann Gunter frænda föður síns sem bjó í London. Frændinn tók á móti Gunter á Waterloo lestarstöðinni með orðunum: „Mér og pabba þínum samdi aldrei.“ Þegar heim var komið tók frændinn fram lyklakippu. Hann gekk um húsið og læsti hverjum einasta skáp. Gunter ákvað strax að þetta yrði ekki heimili hans. Gunter tókst að hafa uppi á ættingjum í New York. Hann varð yfir sig glaður. „Ég var sannfærður um að ég væri á leið til paradísar.“ En í Bandaríkjunum tók ekki betra við. Virðuleg kona tók á móti honum og sagði: „Þú byrjar að vinna á mánudaginn. Þú getur sofið á bekk í biðstofu eiginmanns míns – hann er læknir.“ Gunter mætti samviskusamlega í vinnuna. Á útborgunardegi fékk hann ávísun upp á ellefu dollara og sextíu sent. Hann bað konuna um að leysa hana út fyrir sig. Þegar konan kom úr bankanum afhenti hún Gunter sjö dollara og sextíu sent. Gunter sagði að hún hlyti að hafa ruglast; ávísunin var upp á ellefu dollara og sextíu sent. Konan svaraði: „Já, en þú hefur sofið á bekknum í biðstofunni.“ Gunter flutti út viku seinna.Yfirklór Fundu börnin tólf úr BBC þættinum ættingja sína? Nei. Svo virðist sem nánast enginn hafi gefið sig fram og vitjað þeirra. Þau fáu skyldmenni sem fundust komu jafnilla fram við börnin og ættingjar Gunters. Í heimildarþætti um málið ítrekaði blaðamaðurinn sem fann upptökurnar að „við vitum ekki hverjar aðstæður voru, ástæðurnar fyrir því að fólk steig ekki fram“. Sá örláti fyrirvari breytir þó tæpast mati okkar á framferði fyrri kynslóða. Framkoma sem þessi er skítleg. Það sama má segja um framkomu stjórnvalda sem í dag skirrast við að veita börnum á flótta skjól. Það er ekkert sem réttlætir andvaraleysi gagnvart börnum í neyð. Yfirklór um lög og reglugerðir munu komandi kynslóðir dæma jafnhart og við dæmum kaldranalega framkomu í fortíð í garð hinna týndu barna Helfararinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Sjá meira
Árið er 1946. Heimsstyrjöldinni síðari er nýlokið. Um Evrópu flakka vegalaus börn sem lifðu af Helförina. Foreldrar þeirra eru látnir eða þeirra saknað. Þau eiga engan að, þau eiga hvergi heima. Breska ríkisútvarpið BBC ákveður að búa til þáttaröð um nokkur þessara týndu barna sem talið er að geti átt skyldmenni í Bretlandi, ákall til ættingja sem gætu veitt þeim skjól. Fyrir nokkrum árum rakst blaðamaður á upptökurnar í safni BBC. Aðeins einn þáttanna hafði varðveist. Í honum eru þulin nöfn tólf barna, saga þeirra rakin og nöfn frændfólksins sem leitað er talin upp. Hvað varð um börnin? Fundu þau fjölskyldu sína? Fengu þau samastað? Blaðamaðurinn fór á stúfana. Sjötíu árum eftir stríðslok, sjötíu árum eftir að börnin fundust nær dauða en lífi í útrýmingarbúðum tókst blaðamanninum að hafa uppi á fjórum þeirra og taka þau tali. Eitt þeirra var Gunter Wolff. Gunter fæddist í Þýskalandi árið 1928. Gunter greindi blaðamanninum frá því hvernig liðsmenn Gestapo smöluðu Gunter og fjölskyldu hans saman dag einn árið 1941 og fluttu í gettó í Póllandi. Þar tókst fjölskyldunni að halda hópinn næstu árin. En árið 1944 voru þau send í útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz. Við komuna í Auschwitz var konum skipað að fara í eina átt, körlum aðra. Gunter sá móður sína aldrei aftur. Viku eftir komuna í Auschwitz lést faðir hans. „Hann einfaldlega vaknaði ekki einn morguninn.“ Gunter flakkaði milli fjölda fangabúða. Þegar stríðinu lauk var hann í Theresienstadt. Fjölskyldan hafði ákveðið að hittast í smábæ í Þýskalandi, fæðingarstað móður hans, þegar stríðinu lyki. Þar beið Gunter í tvo mánuði. Enginn kom að vitja hans. Kona á vegum Sameinuðu þjóðanna tók hann upp á arma sína og kom honum með lest til Bretlands þar sem Gunter hafði verið sagt að hann ætti skyldmenni. Í kjölfar ákalls BBC fann Gunter frænda föður síns sem bjó í London. Frændinn tók á móti Gunter á Waterloo lestarstöðinni með orðunum: „Mér og pabba þínum samdi aldrei.“ Þegar heim var komið tók frændinn fram lyklakippu. Hann gekk um húsið og læsti hverjum einasta skáp. Gunter ákvað strax að þetta yrði ekki heimili hans. Gunter tókst að hafa uppi á ættingjum í New York. Hann varð yfir sig glaður. „Ég var sannfærður um að ég væri á leið til paradísar.“ En í Bandaríkjunum tók ekki betra við. Virðuleg kona tók á móti honum og sagði: „Þú byrjar að vinna á mánudaginn. Þú getur sofið á bekk í biðstofu eiginmanns míns – hann er læknir.“ Gunter mætti samviskusamlega í vinnuna. Á útborgunardegi fékk hann ávísun upp á ellefu dollara og sextíu sent. Hann bað konuna um að leysa hana út fyrir sig. Þegar konan kom úr bankanum afhenti hún Gunter sjö dollara og sextíu sent. Gunter sagði að hún hlyti að hafa ruglast; ávísunin var upp á ellefu dollara og sextíu sent. Konan svaraði: „Já, en þú hefur sofið á bekknum í biðstofunni.“ Gunter flutti út viku seinna.Yfirklór Fundu börnin tólf úr BBC þættinum ættingja sína? Nei. Svo virðist sem nánast enginn hafi gefið sig fram og vitjað þeirra. Þau fáu skyldmenni sem fundust komu jafnilla fram við börnin og ættingjar Gunters. Í heimildarþætti um málið ítrekaði blaðamaðurinn sem fann upptökurnar að „við vitum ekki hverjar aðstæður voru, ástæðurnar fyrir því að fólk steig ekki fram“. Sá örláti fyrirvari breytir þó tæpast mati okkar á framferði fyrri kynslóða. Framkoma sem þessi er skítleg. Það sama má segja um framkomu stjórnvalda sem í dag skirrast við að veita börnum á flótta skjól. Það er ekkert sem réttlætir andvaraleysi gagnvart börnum í neyð. Yfirklór um lög og reglugerðir munu komandi kynslóðir dæma jafnhart og við dæmum kaldranalega framkomu í fortíð í garð hinna týndu barna Helfararinnar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun