Draga ekki stefnuna á hendur Eldum rétt til baka að svo stöddu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. júlí 2019 11:58 Viðar Þorsteinsson, segir telur að ekki hafi verið látið reyna almennilega á lög um keðjuábyrgð áður. Verið sé að ryðja nýja braut hvað það varðar í þessu máli. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Eflingar segir að fyrirtækið Eldum rétt hafi í annað sinn hafnað sáttum og neitað að gangast við lögbundinni ábyrgð sinni í máli fjögurra rúmena sem voru þar í vinnu. Forsvarsmenn og lögmenn Eflingar og Eldum rétt funduð í gær í leit að sáttum en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafnað sáttartilboði samkvæmt yfirlýsingu frá Eflingu. Framkvæmdastjóri Eldum rétt segir yfirlýsinguna ekki í takt við raunveruleikann. Stéttarfélagið Efling stefndi fyrirtækjunum Eldum rétt og Mönnum í vinnu, sem og forsvarsmönnum fyrirtækjanna, fyrir meðferð þeirra á fjórum rúmenskum verkamönnum. Eldum rétt var stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrg, sem þýðir að fyrirtækið er ábyrgt fyrir því að kjör verkmanna og aðstæður þeirra séu sómasamlegar, þrátt fyrir að starfsmannaleigurnar séu milliliður. Eldum rétt keypti vinnu af starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum Rétt, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni, fyrirtækið reiðubúið að axla ábyrgð. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir það rangt. „Fyrirtækið hefur haft uppi ýmsan fagurgala um vilja sinn og talaði um að jafnvel þessi ákvörðun þeirra að hafa átt viðskipti við Menn í vinnu hafi verið alvarlega mistök. En þau hafa engan áhuga á því að axla ábyrgð á þessum mistökum og það greinilega má ekki kosta þau neitt. það viðhorf sem við mættum eru bara mjög mikil vonbrigði,“ segir Viðar. Kröfurnar fólu í sér greiðslu á vangoldnum launum, ólögmætum frádrætti, hlutdeild í lögfræðikostnaði og hóflega bótaupphæð. Hann segir kröfuna hljóða upp á fjórar milljónir. „Við erum náttúrulega búin að birta fyrirtækinu stefnu. Hún auðvitað bara stendur. Það sem var á borðinu í gær var það að við myndum þá eftir atvikum og draga hana til baka gagnvart Eldum rétt. Leyfa þeim að fara á sama stað og hin notendafyrirtækin sem féllust strax á það að vinna með okkur að lausn mála, þegar við birtum þeim upphaflega kröfu,“ segir hann. Fréttastofa leitaði viðbragða frá forsvarsmönnum Eldum rétt. Kristófer Júlíus framkvæmdastjóri þeirra segir yfirlýsingu Eflingar ekki í takt við raunveruleikann og von sé á yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem sýni það. Hann segir að Eldum rétt hafi að fyrra bragði leitað til Eflingar í von að ná sáttum. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir að fyrirtækið Eldum rétt hafi í annað sinn hafnað sáttum og neitað að gangast við lögbundinni ábyrgð sinni í máli fjögurra rúmena sem voru þar í vinnu. Forsvarsmenn og lögmenn Eflingar og Eldum rétt funduð í gær í leit að sáttum en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafnað sáttartilboði samkvæmt yfirlýsingu frá Eflingu. Framkvæmdastjóri Eldum rétt segir yfirlýsinguna ekki í takt við raunveruleikann. Stéttarfélagið Efling stefndi fyrirtækjunum Eldum rétt og Mönnum í vinnu, sem og forsvarsmönnum fyrirtækjanna, fyrir meðferð þeirra á fjórum rúmenskum verkamönnum. Eldum rétt var stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrg, sem þýðir að fyrirtækið er ábyrgt fyrir því að kjör verkmanna og aðstæður þeirra séu sómasamlegar, þrátt fyrir að starfsmannaleigurnar séu milliliður. Eldum rétt keypti vinnu af starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum Rétt, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni, fyrirtækið reiðubúið að axla ábyrgð. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir það rangt. „Fyrirtækið hefur haft uppi ýmsan fagurgala um vilja sinn og talaði um að jafnvel þessi ákvörðun þeirra að hafa átt viðskipti við Menn í vinnu hafi verið alvarlega mistök. En þau hafa engan áhuga á því að axla ábyrgð á þessum mistökum og það greinilega má ekki kosta þau neitt. það viðhorf sem við mættum eru bara mjög mikil vonbrigði,“ segir Viðar. Kröfurnar fólu í sér greiðslu á vangoldnum launum, ólögmætum frádrætti, hlutdeild í lögfræðikostnaði og hóflega bótaupphæð. Hann segir kröfuna hljóða upp á fjórar milljónir. „Við erum náttúrulega búin að birta fyrirtækinu stefnu. Hún auðvitað bara stendur. Það sem var á borðinu í gær var það að við myndum þá eftir atvikum og draga hana til baka gagnvart Eldum rétt. Leyfa þeim að fara á sama stað og hin notendafyrirtækin sem féllust strax á það að vinna með okkur að lausn mála, þegar við birtum þeim upphaflega kröfu,“ segir hann. Fréttastofa leitaði viðbragða frá forsvarsmönnum Eldum rétt. Kristófer Júlíus framkvæmdastjóri þeirra segir yfirlýsingu Eflingar ekki í takt við raunveruleikann og von sé á yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem sýni það. Hann segir að Eldum rétt hafi að fyrra bragði leitað til Eflingar í von að ná sáttum.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira