Draga ekki stefnuna á hendur Eldum rétt til baka að svo stöddu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. júlí 2019 11:58 Viðar Þorsteinsson, segir telur að ekki hafi verið látið reyna almennilega á lög um keðjuábyrgð áður. Verið sé að ryðja nýja braut hvað það varðar í þessu máli. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Eflingar segir að fyrirtækið Eldum rétt hafi í annað sinn hafnað sáttum og neitað að gangast við lögbundinni ábyrgð sinni í máli fjögurra rúmena sem voru þar í vinnu. Forsvarsmenn og lögmenn Eflingar og Eldum rétt funduð í gær í leit að sáttum en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafnað sáttartilboði samkvæmt yfirlýsingu frá Eflingu. Framkvæmdastjóri Eldum rétt segir yfirlýsinguna ekki í takt við raunveruleikann. Stéttarfélagið Efling stefndi fyrirtækjunum Eldum rétt og Mönnum í vinnu, sem og forsvarsmönnum fyrirtækjanna, fyrir meðferð þeirra á fjórum rúmenskum verkamönnum. Eldum rétt var stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrg, sem þýðir að fyrirtækið er ábyrgt fyrir því að kjör verkmanna og aðstæður þeirra séu sómasamlegar, þrátt fyrir að starfsmannaleigurnar séu milliliður. Eldum rétt keypti vinnu af starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum Rétt, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni, fyrirtækið reiðubúið að axla ábyrgð. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir það rangt. „Fyrirtækið hefur haft uppi ýmsan fagurgala um vilja sinn og talaði um að jafnvel þessi ákvörðun þeirra að hafa átt viðskipti við Menn í vinnu hafi verið alvarlega mistök. En þau hafa engan áhuga á því að axla ábyrgð á þessum mistökum og það greinilega má ekki kosta þau neitt. það viðhorf sem við mættum eru bara mjög mikil vonbrigði,“ segir Viðar. Kröfurnar fólu í sér greiðslu á vangoldnum launum, ólögmætum frádrætti, hlutdeild í lögfræðikostnaði og hóflega bótaupphæð. Hann segir kröfuna hljóða upp á fjórar milljónir. „Við erum náttúrulega búin að birta fyrirtækinu stefnu. Hún auðvitað bara stendur. Það sem var á borðinu í gær var það að við myndum þá eftir atvikum og draga hana til baka gagnvart Eldum rétt. Leyfa þeim að fara á sama stað og hin notendafyrirtækin sem féllust strax á það að vinna með okkur að lausn mála, þegar við birtum þeim upphaflega kröfu,“ segir hann. Fréttastofa leitaði viðbragða frá forsvarsmönnum Eldum rétt. Kristófer Júlíus framkvæmdastjóri þeirra segir yfirlýsingu Eflingar ekki í takt við raunveruleikann og von sé á yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem sýni það. Hann segir að Eldum rétt hafi að fyrra bragði leitað til Eflingar í von að ná sáttum. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir að fyrirtækið Eldum rétt hafi í annað sinn hafnað sáttum og neitað að gangast við lögbundinni ábyrgð sinni í máli fjögurra rúmena sem voru þar í vinnu. Forsvarsmenn og lögmenn Eflingar og Eldum rétt funduð í gær í leit að sáttum en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafnað sáttartilboði samkvæmt yfirlýsingu frá Eflingu. Framkvæmdastjóri Eldum rétt segir yfirlýsinguna ekki í takt við raunveruleikann. Stéttarfélagið Efling stefndi fyrirtækjunum Eldum rétt og Mönnum í vinnu, sem og forsvarsmönnum fyrirtækjanna, fyrir meðferð þeirra á fjórum rúmenskum verkamönnum. Eldum rétt var stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrg, sem þýðir að fyrirtækið er ábyrgt fyrir því að kjör verkmanna og aðstæður þeirra séu sómasamlegar, þrátt fyrir að starfsmannaleigurnar séu milliliður. Eldum rétt keypti vinnu af starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum Rétt, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni, fyrirtækið reiðubúið að axla ábyrgð. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir það rangt. „Fyrirtækið hefur haft uppi ýmsan fagurgala um vilja sinn og talaði um að jafnvel þessi ákvörðun þeirra að hafa átt viðskipti við Menn í vinnu hafi verið alvarlega mistök. En þau hafa engan áhuga á því að axla ábyrgð á þessum mistökum og það greinilega má ekki kosta þau neitt. það viðhorf sem við mættum eru bara mjög mikil vonbrigði,“ segir Viðar. Kröfurnar fólu í sér greiðslu á vangoldnum launum, ólögmætum frádrætti, hlutdeild í lögfræðikostnaði og hóflega bótaupphæð. Hann segir kröfuna hljóða upp á fjórar milljónir. „Við erum náttúrulega búin að birta fyrirtækinu stefnu. Hún auðvitað bara stendur. Það sem var á borðinu í gær var það að við myndum þá eftir atvikum og draga hana til baka gagnvart Eldum rétt. Leyfa þeim að fara á sama stað og hin notendafyrirtækin sem féllust strax á það að vinna með okkur að lausn mála, þegar við birtum þeim upphaflega kröfu,“ segir hann. Fréttastofa leitaði viðbragða frá forsvarsmönnum Eldum rétt. Kristófer Júlíus framkvæmdastjóri þeirra segir yfirlýsingu Eflingar ekki í takt við raunveruleikann og von sé á yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem sýni það. Hann segir að Eldum rétt hafi að fyrra bragði leitað til Eflingar í von að ná sáttum.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira