Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júlí 2019 12:45 Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda Fréttablaðið/Óskar P. Sigurðsson Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda með hátíðarhöldum um helgina. Goslokahátíð fer nú fram og er hátíðin ríflegri en áður í tilefni afmælisins. Fyrstu helgina í júlí fer Goslokahátíð fram í Vestmannaeyjum ár hvert. Um er að ræða bæjarhátíð þar sem endalokum eldgossins á Heimaey 1973 er fagnað. „Þetta er náttúrulega þakkargjörðarhátíð fyrst og fremst. Við þökkum fyrir hversu vel gekk að rýma eyjuna og svo uppbyggingin öll. Baráttuþrekið sem fólk hafði. Stór hluti heimamanna flutti aftur heim og við erum í rauninni að þakka fyrri hversu vel þetta gekk allt saman,“ sagði Sigurhanna Friðþórsdóttir, meðlimur Goslokanefndar. Á árinu fagna Vestmanneyjar hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda. Eiginlegur afmælishátíðardagur var í gær og fögnuðu Eyjamenn afmælinu með því að bjóða heimamönnum og gestum upp á tónleika. „Það voru haldnir sérstakir stórtónleikar í gær þar sem öllum var boðinn aðgangur. Þeir voru bæði klukkan 18 og 21 í gærkvöldi. Um ellefu hundruð manns á hvorum tónleikum fyrir sig í íþróttahúsinu og þetta var frábært allt saman,“ sagði Sigurhanna. Í dag verður boðið upp á göngu á Heimaklett með leiðsögn. ÍBV mun svo taka á móti KR auk þess sem boðið verður upp á hinar ýmsu sýningar, sundlaugadiskó með Ingó veðurguði og margt fleira. „Það er frábær stemning, veðrið algjörlega leikur við okkur. Það er heiðskýrt og fjórtán stiga hiti síðast þegar ég skoðaði og nánast logn sem Vestmannaeyjar eru ekki þekktar fyrir þannig við gætum ekki beðið um neitt betra,“ sagði Sigurhanna. Vestmannaeyjar Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira
Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda með hátíðarhöldum um helgina. Goslokahátíð fer nú fram og er hátíðin ríflegri en áður í tilefni afmælisins. Fyrstu helgina í júlí fer Goslokahátíð fram í Vestmannaeyjum ár hvert. Um er að ræða bæjarhátíð þar sem endalokum eldgossins á Heimaey 1973 er fagnað. „Þetta er náttúrulega þakkargjörðarhátíð fyrst og fremst. Við þökkum fyrir hversu vel gekk að rýma eyjuna og svo uppbyggingin öll. Baráttuþrekið sem fólk hafði. Stór hluti heimamanna flutti aftur heim og við erum í rauninni að þakka fyrri hversu vel þetta gekk allt saman,“ sagði Sigurhanna Friðþórsdóttir, meðlimur Goslokanefndar. Á árinu fagna Vestmanneyjar hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda. Eiginlegur afmælishátíðardagur var í gær og fögnuðu Eyjamenn afmælinu með því að bjóða heimamönnum og gestum upp á tónleika. „Það voru haldnir sérstakir stórtónleikar í gær þar sem öllum var boðinn aðgangur. Þeir voru bæði klukkan 18 og 21 í gærkvöldi. Um ellefu hundruð manns á hvorum tónleikum fyrir sig í íþróttahúsinu og þetta var frábært allt saman,“ sagði Sigurhanna. Í dag verður boðið upp á göngu á Heimaklett með leiðsögn. ÍBV mun svo taka á móti KR auk þess sem boðið verður upp á hinar ýmsu sýningar, sundlaugadiskó með Ingó veðurguði og margt fleira. „Það er frábær stemning, veðrið algjörlega leikur við okkur. Það er heiðskýrt og fjórtán stiga hiti síðast þegar ég skoðaði og nánast logn sem Vestmannaeyjar eru ekki þekktar fyrir þannig við gætum ekki beðið um neitt betra,“ sagði Sigurhanna.
Vestmannaeyjar Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira